Morgunblaðið - 31.12.2016, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 31.12.2016, Qupperneq 43
19.2. | Ólafur B. Schram Hingað og ekki lengra Fyrir þessa upplifun borgar fólk, hvort sem er í skipu- lögðum ferðum eða á eigin vegum. Nú erum við að tapa þessum perlum og þessum möguleikum vegna nokkurra fífla sem kunna ekki að meðhöndla þetta frelsi. 22.2. | Þór Ingi Daníelsson Fatlaðir starfsmenn Ásgarðs undirbúa stofnun norræns handverksskóla í Svíþjóð Það eru stórhuga menn sem hafa byggt VÖLU handverks- skóla og vilja bæta heiminn og láta drauma sína rætast í leiðinni. 24.2. | Ásta S. Helgadóttir Frá umsókn til samnings á nokkrum mánuðum Málsmeðferðartími nýrri mála er í engu samræmi við það sem þekktist á upphafs- árum embættisins. 25.2. | Árni Tómas Ragnarsson Sjálfstæðir sérfræðilæknar Það skýtur því skökku við að Sjúkratryggingar hafa nú tek- ið fyrir það að nýir sér- fræðilæknar fái að hefja störf á þessum vettvangi og að landlæknir skuli vega að starfsemi sjálf- stætt starfandi sérfræðilækna. 26.2. | Marinó Muggur Þorbjarnarson Ferðamenn niðurgreiða og efla menntun íslenskra barna Ég spyr, ætlum við að bölva því að fullt sé af ferðamönn- um á kaffihúsum borgarinnar eða ætla íslenskar náms- stofnanir að nýta þau öflugu verkfæri sem þeim nú bjóðast til að efla komandi kynslóðir? 29.2. | Sigurður Áss Grétarsson Á að fresta smíði ferju og hvað svo? Er ekki skynsamlegra að smíða ferju og ljúka verkefn- inu eins og lagt var af stað með það? Ferju sem hentar Landeyjahöfn betur en nú- verandi ferja. 1.3. | Þórunn Sveinbjörnsdóttir Aldrei meiri hækkun til eldri borgara? Uppbygging samfélagsins á síðustu öld er svipuð og margar þjóðir hafa farið í gegnum á tveim öldum. Lær- um af þessu og sýnum eldri borgurum þessa lands virðingu í samræmi við hvað þeir hafa gert fyrir land og þjóð. 2.3. | Guðmundur Guðbjarnason Misbeiting valds Er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að yfirheyrslur og vitnaleiðslur á rannsókn- arstigi voru byggðar á spurn- ingum er vörðuðu ólöglegar hleranir? 3.3. | Þorbjörn Guðjónsson Þar sem óskhyggjan ríður röftum Hærra hlutfall landsfram- leiðslu (11%) í heilbrigðismál leiðir til aukinnar skatt- heimtu/niðurskurðar nema til komi hagvöxtur og það er ekki hræðsluáróður. 4.3. | Björgvin Ingi Ólafsson Markaðsstarf snýst um við- skiptavininn, ekki auglýsingar Stafræn tilvera, með tilheyr- andi gagnagnótt, hefur breytt stjórnun og þar er markaðsstarfið í miðri hring- iðunni. 5.3. | Bergþór Ólason Hverjir gerðu baktjalda- samkomulagið? Hvers vegna fékk almenn- ingur ekkert að vita? Hvers vegna sögðu forystumenn Samfylkingar og VG ekki frá því að slíkt samkomulag hefði verið gert? Jóhanna, Össur, Árni Páll, Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir. 7.3. | Pétur Magnússon og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir Samfélagið standi vörð um hagsmuni aldraðra sem þurfa á þjónustu að halda Á sama tíma og þess er vænst að aldraðir láti lítið fyr- ir sér fara er einnig ætlast til að þeir standi við skyldur sínar gagnvart samfélaginu. 8.3. | Skafti Harðarson Hagsmunagæzla ársins Eins og áður segir er það mat þessara hagsmunasamtaka að frelsi í viðskiptum skuli ávallt í heiðri haft enda segir í umsögn þeirra að félagið styðji markaðs- og versl- unarfrelsi á öllum mörkuðum, líka áfeng- ismörkuðum. 10.3. | Bragi Jósepsson Um listamanna- laun og stéttarfélag rithöfunda Ég tel að setja eigi þak á fjölda ára sem sami rithöfundur fær lista- mannalaun, t.d. miðað við fjögur ár og takmarka eigi greiðslur til listamanna við sex mánuði í senn. 12.3. | Steinar Berg Ísleifsson Eru alþingismenn leiðitamar heybrækur? Stóðum að lokum með tár í augum og sting í hjarta frammi fyrir napurleika stjórnsýslunnar og rétt- arkerfisins ásamt fimm millj- óna króna málskostnaði. 14.3. | Ingibjörg Jóhannsdóttir Sköpunarkrafturinn drepinn? Við þurfum að hampa því sem vel er gert, örva og þakka því frábæra fólki sem á hverjum degi gengur til vinnu sinnar í skólum lands- ins fyrir vel unnin störf. 15.3. | Sveinn Guðjónsson Grái herinn blæs til sóknar „Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innantómt slagorð heldur íslenskur veruleiki í framtíðinni. 16.3. | Einar Sigurbjörnsson Hættum að karpa - Byggjum Hættum aðkarpa um stað- setninguen hefjumst handa umað reisa nýjan spítalaþar sem helstu sérfræðingum hefur sýnst vænlegast að byggja hann. 17.3. | Sindri Sigurgeirsson Öflugur landbúnaður er allra hagur Samkvæmt skýrslum OECD hefur opinber stuðningur við landbúnað á Íslandi lækkað úr 5% af landsframleiðslu á tímabilinu 1986-88 niður í 1,1% á tímabilinu 2012-14. 18.3. | Helgi Hjörvar Þegar skorið var undan Alþingi Forsætisráðherra reynir nú að láta landsmenn ræða hvar Landspítalahúsið eigi að vera, svo þeir hætti að ræða lélegan aðbúnað á spít- alanum, biðlista eftir heil- brigðisþjónustu, fjárskort og óhóflegan kostnað sjúklinga. 19.3. | Páll Magnússon Til hamingju með 100 ára afmælið! Eða hvað? Í heila öld hefur þessi hreyf- ing ekki verið í hraklegra ástandi en einmitt nú. Búin að týna sjálfri sér og reikar um án erindis eða áfangastaðar; huglaus, duglaus, hugmyndalaus, hugsjónalaus og hauslaus. 22.3. | Hjalti Jón Sveinsson Framhaldsskóli í rekstrarvanda hver á sökina? Útreikningar okkar og grein- argerðir til ráðuneytis, sem fylgt hafa fjárhagsáætlun, hafa ekki fengið umfjöllun og engin svör um úrbætur hafa verið gefin heldur þvert á móti spurt hvað skólinn hyggist gera í málinu. 23.3. | Jónína Benediktsdóttir Nokkur orð um manninn minn Embætti Sérstaks saksókn- ara hefur nóg annað að gera en að rannsaka fjöl- skylduerjur, afbrýðisemi og valdasýki. 24.3. | Guðrún Hafsteinsdóttir Kraftur og bjartsýni í íslenskum iðnaði Fyrir fámenna þjóð sem er að eldast hratt er nauðsynlegt að fá liðsauka til að hjól at- vinnulífsins geti snúist eins hratt og vænst er. 26.3. | Halldór Torfason Gæði malbiks á höfuðborgarsvæðinu Meginástæða fyrir slæmu ástandi gatnakerfisins um þessar mundir eru allt of lág- ar fjárveitingar til viðhalds slitlaga í fjöldamörg ár. 30.3. | Axel Kristjánsson Hryðjuverk friðþæging Ég vil ekki, að íslensk þjóð glati sjálfstæðri tilveru sinni í mannhafi því, sem nú býr á jörðinni og telur yfir 6 millj- arða. 31.3. | Árni Árnason Sérfræðingur í að sá fræjum óvildar Með gamalli dæmisögu af byggingarferli Alþingishúss- ins reynir Helgi af lævísi nöðrunnar að koma inn þeirri hugsun að forsætisráðherra eigi hagsmuna að gæta varðandi staðarval Landspítala. 1.4. | Kristinn Andersen Dagur verkfræðinnar Á vordögum huga vænt- anlegir ný- stúdentar fram- haldsskólanna að frekara námi á háskólastigi og þar eru verkfræðigreinarnar áhugaverður kostur fyrir jafnt ungar konur sem karla. 2.4. | Snorri Baldursson Niðurstaða rammaáætlunar styður við þjóðgarð á miðhálendinu Góðu tíðindin eru að tillaga verkefnisstjórnar staðfestir í raun eindregið mat þessara samtaka að miðhálendið sé mun verðmætara villt en virkjað. 4.4. | Stefán Svavarsson Rekstur tryggingafélaga Miklu varðar að skýrar og trúverðugar upplýsingar liggi fyrir um starfsemi trygginga- félaga, eins þýðingarmikill hluti og þær eru í innviðakerfi þjóðarinnar í fjármálum. 5.4. | Eyþór Heiðberg Grímsstaðir á Fjöllum Eru það menn sem hugsa ekkert um þjóðerni og er ekki annt um nokkurn skapaðan hlut nema peninga, sem ráða ferðinni í okkar landi? 6.4. | Jón V. Jónmundsson Áskorun til alþingismanna Bændur verða að bera af sér slyðruorðið. Þeir þurfa nýja forystu. Þeir eiga ungt og öfl- ugt fólk til þeirra starfa, sem fullfært er um að móta fram- tíðarsýn íslensks landbúnaðar. Gerið þetta, bændur! 7.4. | Jón Steinar Gunnlaugsson Aðför Fréttamennirnir sem stóðu fyrir þessari uppsetningu leggja gjarnan áherslu á að menn segi satt. Hvað um þá sjálfa? 12.4. | Jón Hjaltason Eru vinstrimenn þjóðin? Hver gefur þessu orðljóta frekjugengi rétt til að helga sér þjóðina? Að mínu mati hefir ríkisstjórnin verið álíka farsæl og sú síðasta var ólánsöm. 13.4. | Kristján Hall Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ég býst ekki við því að nokk- ur maður vilji færa til baka, það sem af störfum Sig- mundar Davíðs hefur áunn- ist, eða greiða til baka. 14.4. | Sigríður Anna Þórðardóttir Enn um umhverfisráðuneytið Íslendingar geta verið stoltir af því að umhverfismálin eiga nú heima á einum stað í stjórnsýslunni þó vissulega megi taka undir það sjón- armið Hjörleifs Guttormssonar og Elínar Pálmadóttur á sínum tíma, að sú skipan hefði mátt komast á miklu fyrr en raun ber vitni. 15.4. | Katrín Olga Jóhannesdóttir Allir eiga að borga sína skatta Þrátt fyrir að gagnastuldur sé lögbrot og full ástæða til að fordæma sem slíkt rétt eins og önnur afbrot hefur hann dregið ýmis álitaefni fram í dagsljósið sem vert er að ræða. 16.4. | Sigríður Ólafsdóttir Ágætu Íslendingar Það hefur oft verið rætt um banana- lýðveldi undanfarið. Banana- lýðveldi myndi fyrst verða til í mínum huga ef mótmæli hluta þjóðarinnar yrðu til þess að lýðræði allra færi forgörðum. 19.4. | Þórður Sverrisson Að forherðast í vitleysunni! Nauðsynlegt er að Lífeyr- issjóður verzlunarmanna til- einki sér nú vandaðri stjórn- arhætti ásamt opinni og gagnsærri stjórnsýslu eins og eðlileg krafa er um hjá þessari hálf- opinberu stofnun. 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 Morgunblaðið/Golli Nýir ráðherrar Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynntu nýja ráðherraskipan á tröppum viðbyggingar Alþingis í vor.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.