Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 M. Lipton 1965 Hvítur leikur og mátar í 2. leik Lausn: 1. Bf5 a) 1. … Kxb5 2. Rc3 mát; b) 1. … axb5 2. Rxc5 mát. c) 1. … Kxb3 2. Rxc5 mát. H.D.O. Bernand 1903 Hvítur leikur og mátar í 2. leik. Lausn: 1. Ha1 a) 1. … Kf5 2. Db1 mát; b) 1. … d5 2. Bd3 mát. c) 1. … e6 2. Rxd6 mát. d) 1. … e5 2. Rxd6 mát. W. Shinkman 1877 Hvítur leikur og mátar í 2. leik Lausn: 1. Ba4 a) 1. … Kxd5 2. Bb3 mát; b) 1. … d6 2. Rbc7 mát; c) 1. … f6 2. Rdc7 mát; d) 1. … f5 2. Dg8 mát. 1. O. Würzburg 1896 Hvítur leikur og mátar í 3. leik Lausn: 1. Bh3 a) 1. … a5 2. Da6+ Kxa6 3. Bc8 mát; b) 1. … e4 2. Dg4 og 3. Dc8 mát;; c) 1. … Ka8 2. Dg4 og 3. Dc8 mát; d) 1. … Kb8 2. Dg4 og 3. Dc8 mát; e) 1. … Kc7 2. Dg4 e1) 2. … Kd8 3. Dd7 mát; e2) 2. … Kb8 3. Dc8 mát. A. Kraemer 1936 Hvítur leikur og mátar í 3. leik Lausn: 1. Hb1 Kg7 2. Db7+ a) 2. … Kh8 3. Db2 mát; b) 2. … Kh6 3. h8(D) mát; c) 2. … Kf6 3. Hb6 mát; d) 2. … Kf8 3. h8(D) mát. E. Pogosjants 1964 Hvítur leikur og vinnur. Lausn: 1. Kf6 Kh6 2. d6 Re8+! Góð vörn. Eftir 2. … e3 3. d7 e2 4. Bxe2 Re8+ 5. Ke7 vinnur hvítur auðveldlega. 3. Bxe8 e3 4. d7 e2 5. d8(R)! e1(R) Ekki 5. … e1(D) 6. Rf7+ Kh5 7. Re5+ og svartur verður mát eða drottningin fellur; 7. … Kh6 8. Rg4 mát eða 7. … Kh4 8. Rf3+ og síðan 9. Rxe1. Endataflið með kóng, bisk- up og riddara gegn kóngi er fræði- lega unnið þó að góða tækni þurfi til. 6. Rc6 riddaraleikur 7. Re7 ridd- araleikur 8. Rg8 mát. Lausnir á jólaskákþrautum Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Síðasti þátturinn Ágætu brids- spilarar og aðrir lesendur. Þetta er síðasti brids- þátturinn er ég hefi umsjón með og er það eflaust mál margra að það sé kominn tími til. Ég hefi haldið honum úti allt frá árinu 1972 og er hann nú orðinn barn síns tíma. Þessi tímasetning er einnig tengd því að núverandi ríkisstjórn hefir ákveðið að um áramótin megi eldri borgarar ekki lengur vinna sér inn aukakrónur til að drýgja tekjurnar. Þá má og nefna að bridsfélögin og bridsspilarar eru að mestu hætt að senda þættinum nótu. Ég vil þakka mínum tryggu blaða- fulltrúum fyrir samstarfið og óska þeim alls góðs. Bridsíþróttin á um þessar mundir undir högg að sækja og ef fer fram sem horfir munu bridsfélög í mörgum stærri bæj- arkjörnum landsins leggjast af og er það miður. Vonandi kemst brids aft- ur í tízku ef svo má orða það og taka þá nýir menn við með nýjum áherzl- um. Takk fyrir mig. Gleðilegt nýtt ár. Arnór Guðjón Ragnarsson Fyrir jólin kom út í Þýskalandi bókin Nor- ræn jól (Skandinav- ische Weihnachten) hjá Oetinger-forlaginu í Hamborg. Þar er meðal annars að finna þýðingu Florence Groizier á Jól- unum hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhann- esdóttur, með myndum Önnu Cynthiu Leplar. Í bókinni er auk þess birt Jólasveinakvæði Jó- hannesar úr Kötlum með myndum Erlu Siguðardóttur og sagan Jólin í Hælavík eftir Jakobínu Sigurð- ardóttur, myndskreytt af Imke Sönn- ischen. Norræn jól er vegleg bók, um 220 síður í stóru broti og ríkulega mynd- skreytt. Þar eru mikilvægustu nor- rænu jólasögurnar sagðar af höf- undum eins og Astrid Lindgren, Selmu Lagerlöf, H.C. Andersen, Ell- en Reumert, Jo Tenfjord, Tor Åge Bringsværd, Tove Jansson, Zach- arias Topelius og fleiri, ásamt mynd- um Elsu Beskow, Katrin Enkelking, Sven Nordqvist, Carola Sturm og fleiri listamanna. Einn- ig er greint frá ýmsu sem tengist jólahaldi og aðventu á Norðurlönd- unum. Íslenskir jóla- sveinar, Grýla, Leppa- lúði og skötuilmur á Þorláksmessu koma við þá sögu. Bók Steinunnar Jó- hannesdóttur opnar sýn að jólum á tíð Hall- gríms Péturssonar. Í Hallgrímskirkju var bæði í desember 2015 og 2016 tekið á móti barnahóp- um og þeim kynnt jólahald á tíð hins unga Hallgríms sem Steinunn segir svo frábærlega vel frá. Jóladreng- urinn Hallgrímur Pétursson er nú í þýsku jólaúrvali Norðurlanda. Það er magnað og fagnaðarefni. Eftir Sigurð Árna Þórðarson » Saga Steinunnar Jó- hannesdóttur um jóladrenginn Hallgrím Pétursson er nú í þýsku úrvali norræns jólaefnis. Höfundur er Hallgrímskirkjuprestur. Jólin hans Hallgríms í Þýskalandi Sigurður Árni Þórðarson mbl.is Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gleðilegt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.