Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 Ááramótumer erfitt aðkomast hjá því að setja sig í stellingar, þótt það kunni að bjóða hættunni á hálsríg heim, og horfa bæði fram og aftur, gera upp líðandi ár og leggja línur fyrir árið sem gengur í garð. Gildir þá einu að í grunninn er síðasti dagur ársins engan veginn frábrugðinn öðrum dögum, hann líður að kvöldi og annar dagur rennur upp. 2016 hefur verið ár um- hleypinga og hins óvænta. Ef til vill er það vegna þess að það var lengra en ár eru yfir- leitt. Ekki er nóg með að í ár hafi verið hlaupár, heldur verður sekúndu bætt við dag- inn í dag til að úrverk mann- kyns verði í takti við gang himintunglanna. Spekingar kepptust við að afskrifa Donald Trump allt frá því hann fyrst gaf kost á sér til forseta Bandaríkjanna. Hann var afskrifaður í forkosning- um repúblikana en sigraði engu að síður. Sú saga endur- tók sig síðan í kosningunum og eftir 21 dag tekur hann við embætti Bandaríkjaforseta. Sumir halda að þá muni allt fara á annan endann, aðrir anda með nefinu. Það eina sem hægt er að segja er að þá megi vænta hins óvænta. Flestir voru líka vissir um að Bretar myndu ekki kjósa að ganga úr Evrópusambandinu. Sú varð engu að síður niður- staðan þrátt fyrir linnulítinn hræðsluáróður um að þá myndi breskt efnahagslíf hrynja til grunna. Úrslitin í þessum kosning- um sitt hvorum megin Atlantsála eru til marks um það að hinar ráðandi stéttir hafa fyrirgert trausti almenn- ings og geta ekki lengur gert tilkall til þess að fara með völdin eins og ekkert sé. Lífskjör kunna að hafa batnað um allan heim, meðal annars vegna hnattvæðingar- innar, en vinnandi fólk í Bandaríkjunum lítur ekki svo á að það hafi notið ábatans. Þar hefur verið litið svo á að það væri lögmál að hverri kyn- slóð ætti að vegna betur en kynslóðinni á undan. Sú hefur ekki verið raunin og kom reiði þeirra sem finnst þeir hafa verið látnir sitja á hakanum fram í stuðningi við Trump. Úrslitin í Bretlandi eru birt- ingarmynd þeirrar tilfinning- ar að Evrópusambandið hafi orðið viðskila við lýðræðið. Þar sitji við stjórnvölinn emb- ættismenn sem ekki hafi verið kosnir til valda og þurfi því ekki að standa neinum reikn- ingsskil. Sú tilfinning er ekki einskorðuð við Bretland og eru ráðamenn því ugg- andi í ESB. Brexit bar því einnig vitni að Evrópusambandinu hefur ekki tekist að bregðast við straumi flóttamanna og farandfólks. Milljónir manna eru á ver- gangi vegna hinna blóðugu átaka í Sýrlandi. Annars stað- ar flosnar fólk upp vegna þess að ríki eru veik og framtíðar- möguleikar engir. Hryðjuverk um allan heim hafa varpað skugga á árið. Vart líður sá dagur að hryðju- verkamenn láti ekki einhvers staðar til skarar skríða. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að halda yfirvegun. Nauðsyn- legt er að tryggja öryggi en það má ekki leiða til afnáms þeirra grunnstoða lýðræðisins sem ætlunin er að verja. Sjaldan hefur blásið jafn byrlega á Íslandi og um þessar mundir. Verðbólga er með minnsta móti, atvinnuleysi hverfandi, kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, í við- skiptum er verulega hag- stæður ójöfnuður við útlönd og hagvöxtur er drjúgur. Þessi afbragðsstaða í efna- hagsmálum endurspeglast ekki í pólitíkinni. Tveimur mánuðum eftir kosningar hef- ur enn ekki tekist að mynda stjórn, þótt nú virðist vera að rofa til í þeim efnum. Síðdegis í gær fór Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar for- seta á Bessastaði og fékk um- boð til stjórnarmyndunar. Morgunblaðið birtir í dag áramótagreinar formanna og fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á þingi. „Hið mikla úrlausnarefni stjórn- málanna nú er hvernig eigi að varveita og vinna úr þeirri góðu efnahagslegu stöðu sem hefur skapast,“ segir Bjarni í grein sinni. „Ísland á í fyrsta sinn í yfir 50 ár meira erlendis en það skuldar, skuldastaða heimila og fyrirtækja er orðin betri en í lok síðasta góðæris, verðbólga er lítil og kaup- mátturinn vex verulega ár frá ári. Í slíku ástandi felst áskorun. Áskorun um að halda vel á spilunum og gæta þess að jafnvægi verði komið á, þannig að ávinningur síðustu ára brenni ekki upp á stuttum tíma, heldur verði einnig vöggugjöf komandi kynslóða.“ Á liðnu kjörtímabili hefur tekist að skapa kjöraðstæður í íslensku efnahagslífi. Að slíku er ekki hægt að ganga vísu, en við áramót er ekki hægt að biðja um betra veganesti til framtíðar. Skapaðar hafa verið kjöraðstæður í ís- lensku efnahagslífi} Áramót 4.1. | Guðni Ágústsson Bændurnir kalla á framtíðarsýn og búvörusamninga Vandamál dagsins eru þau að hluti af forystusveit bænda skilur ekki að fjöl- skyldubúin eru okkar sér- staða og í gegnum þá sér- stöðu erum við með landbúnað sem heillar neytendur ekki bara hér heldur um hinn vestræna heim. 6.1. | Þorkell Á. Jóhannsson Halldór pírati og neyðarbrautin Svo gæti ekki hugsast að Ólöf Nordal byggi afstöðu sína á fleiri og mikilvægari forsendum en fjárhags- legum eingöngu, líkt og Halldór pírati? 7.1. | Baldur Guðlaugsson Það er enn hægt að áskilja meirihlutakjör næsta forseta En eftir því sem frambjóð- endum fjölgar aukast líkur á því að enginn fái meiri hluta atkvæða í forsetakosning- unum. 8.1. | Árni Gunnarsson Almennir gigtlæknar hverfandi stétt? Ef ekki bætast fljótlega við nýir læknar í almennar gigt- lækningar, geta horfur sjúk- linga með stoðkerfisverki og vandamál vegna algengustu gigtkvilla, versnað til muna á allra næstu árum. 9.1. | Svana Helen Björnsdóttir Sá sem gleðst yfir fortíð sinni lifir tvöfalt Ef við tækjum hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönn- um og Þjóðverjar myndum við veita yfir 3.000 manns hæli hér á landi. 11.1. | Hrund Gunnsteinsdóttur Framtíðarsýn, nýsköpun og tækniþróun Meginmarkmið með nýrri stefnumótun er að gera sjóð- inn skilvirkari og opnari fyrir fleiri og fjölbreyttari umsókn- um. 12.1. | Frosti Ólafsson Hvers vegna vill Viðskiptaráð sameina stofnanir? Tillögum okkar um fækkun stofnana er ætlað að efla op- inbera geirann og gera stofnunum betur kleift að veita sem besta þjónustu fyrir sem minnsta fjármuni. 13.1. | Óli Björn Kárason Er allt leyfilegt í Stjörnustríði Ríkisútvarpsins? Nú er svo komið að gæðaefni fyrir börn er pólitískir áróð- ursþættir. Glámur og Skrám- ur, Krummi, Þórður hús- vörður og Eiríkur Fjalar eru löngu horfnir. 14.1. | Árni Páll Árnason Um nauðsynlegar viðskiptaþvinganir Ísland getur ekki vænst þess að fleyta bara rjómann í al- þjóðasamskiptum en leggja ekkert af mörkum á móti. 15.1. | Una María Óskarsdóttir Enn um kjör íþróttamanns ársins Það skiptir miklu máli að fyrirmyndir af báðum kynjum í íþróttum séu sýnilegar og komi fram á jafnrétt- isgrundvelli. 16.1. | Gréta Björg Egilsdóttir Yfirlæti borgarstjóra Ekki hægt að segja að þessi vinnubrögð og tilvitnanir háttvirts borgarstjóra komi á óvart miðað við vinnubrögð meirihlut- ans frá upphafi í þessu stóra hagsmuna- máli. 18.1. | Jón Bjarnason Að vera sjálfstæð friðarþjóð og standa á eigin fótum Það krefst kjarks og þors að standa undir nafni sem sjálf- stæð, vopnlaus og friðelsk- andi þjóð. En sem slík get- um við haft mest áhrif á alþjóðavettvangi. 19.1. | Valgerður Stefánsdóttir Táknmálsþjónusta ný þekking og jákvæð þróun Þrátt fyrir að gagnrýna megi táknmálstúlkaþjónustu hefur táknmálsþjónusta í heild þróast hratt og vel á und- anförnum aldarfjórðungi. 20.1. | Ingileif St. Kristjánsdóttir Er Viðlagatrygging Íslands sovésk ríkisstofnun? Glíma okkar hjóna við VTÍ vegna jarðskjálftanna 2008 er orðin löng og hefur kost- að allt of mikið án þess að nokkuð eigi að fara að ljúka okkar málum. 22.1. | Steinþór Pálsson Byggðum verðmat á bestu fáanlegum upplýsingum Við í Landsbankanum höfum hlustað og tekið mark á gagnrýninni á söluferlið á Borgun. Við höfum sagt að við hefðum betur haft sölu- ferlið opið, þrátt fyrir annmarka. 23.1. | Eiríkur Hjálmarsson Rafmagn - einn mikilvægasti þáttur daglegs lífs Í dag er á Norðurlöndum og víðar í Evrópu haldið uppá ár- legan rafmagnsdag þegar sjónum er beint að því sem rafmagnið hefur gert okkur mögulegt. 26.1. | Agnar Tómas Möller Hvað bíður handan haftanna? Það er umhugsunarvert að enn skuli vera beðið með af- léttingu hafta og að ekki liggi enn ljóst fyrir hvenær þeim verður aflétt. 27.1. | Bergsveinn Birgisson Fríverslunartröllin fram í dagsbirtuna Hér eru ekki aðeins verslun- arhindranir fjarlægðar, held- ur líka lög og reglugerðir sem vernda hagsmuni verkafólks og neytenda, og ekki síst hagsmuni allra jarðarbúa hvað varðar umhverfismál. 28.1. | Sigríður Á. Andersen Hefndarklám er refsivert Með sakfellingu fyrir brot gegn 209. gr. má vera ljóst að svokallað hefndarklám verður nú þegar heimfært undir refsiákvæði almennra hegningarlaga. 29.1. | Svandís Sturludóttir Samskiptasetur fyrir börn og unglinga opnað Það er mikið álag á ungling- um í dag. Kröfur í námi eru miklar og oft erfitt að sjá fyrir endann á öllum þeim verk- efnum sem hvíla á okkur, hvað þá ef við erum að takast á við einelti. 30.1. | Þórólfur Árnason Flugumferðarþjónusta í íslensku loftrými Samvinna Samgöngustofu, Isavia og íslenska ríkisins er í þágu flugöryggis á íslensku flugstjórnarsvæði og þar með um 30 milljóna flug- farþega árlega. 1.2. | Guðlaugur Þór Þórðarson Peningar, húsnæðismál og ungt fólk Ekki dugar að horfa eingöngu til þeirra húsnæðisfrumvarpa sem nú liggja fyrir þinginu. Þau frum- vörp gera ráð fyrir miklum breytingum og enn er mörg- um spurningum ósvarað um áhrif fyrirhugaðra breytinga. 2.2. | Kári Stefánsson Fyrst þeir meina ekki það sem þeir segja... Það var svo fyrir nokkrum dögum að mér var bent á að krafan sem ég er að biðja landsmenn að skrifa undir er næstum samhljóða yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar. 4.2. | Lára G. Sigurðardóttir Við getum haft áhrif Um þriðji hver greinist ein- hvern tíma með krabbamein. Í lok árs 2014 voru tæplega 13 þúsund Íslendingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein. 5.2. | Elsa Lára Arnardóttir Nauðsynlegar umbætur á húsnæðismarkaði Það er markmið ríkisstjórnar- innar að landsmenn hafi raun- verulegt val um búsetuform og því er mikilvægt að allar þess- ar aðgerðir nái fram að ganga. 6.2. | Viðar Þorkelsson Að njóta sannmælis Staðreyndin er sú að kostn- aður neytenda af íslenskum greiðslukortum er fyllilega sambærilegur við kostnað neytenda á hinum löndunum á Norðurlöndum. 8.2. | Sighvatur Björgvinsson 70 milljón kíló Mikil hætta er augljóslega á því, að sumt af þessum inn- flutningi komi frá svæðum þar sem algengir eru smit- sjúkdómar, sem fáséðir eru hér á landi og ekkert ónæmi er til fyrir. 10.2. | Skúli Magnússon Óvandaður fréttaflutningur Fréttablaðsins Hver og einn verður auðvitað að meta það fyrir sig hvort það sé beinlínis markmið Fréttablaðsins að skapa nei- kvæða mynd af dómurum og rýra traust almennings á störfum þeirra. 11.2. | Pálmi Jónsson Yfirlýsing landlæknis orð í tíma töluð Augljóst er að tilfærsla heil- brigðisþjónustu frá lands- byggðinni kemur fyrst og fremst fram í auknum þreng- ingum á Landspítalanum. 13.2. | Sædís Ósk Harðardóttir Það er ekki öll sérkennsla sérkennsla Verkefni sérkennara eru ótal- mörg og afar fjölbreytt og ekki hægt að telja það allt upp hér í einni grein. 15.2. | Andrés Magnússon Ábyrgð fylgir frelsi Verslunin er tilbúin að taka á sig þá ábyrgð og virðingu gagnvart almannaheill sem smásala áfengis hefur í för með sér. 17.2. | Guðbjörg Snót Jónsdóttir Allt í lagi í Reykjavík eða hvað? Þeir ætla sér enn að þrengja þjónustuna við okkur borg- arbúa frá því, sem verið hef- ur, og mátti nú ekki þrengja hana mikið meira. 18.2. | Arnar Eggert Thoroddsen Af agalausum aumingjum Kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi sýnist mér vera sú upplýstasta og mannlegasta sem fram hefur komið til þessa. Hún er sterk, ekki veik.Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.