Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 36
36 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 M egir þú lifa áhugaverða tíma, segir kínversk bölbæn. Árið 2016 var vissulega áhugavert fyr- ir margra hluta sakir. Stjórnmálin tóku krappa beygju í vor þegar umfangsmikill gagnaleki sýndi nöfn fjölmargra Íslendinga, þ.á m. ráðherra, í Panamaskjölunum. Afhjúpanirnar sýndu Ís- lendingum með áþreifanlegum hætti hvernig hið alþjóðlega fjármálakerfi virkar þar sem hinir efnameiri fylgja öðrum leik- reglum en aðrir og koma eignum sínum fyrir í skúffufélögum í skattaskjólum. Þessi kerfislæga misskipting þar sem forsætis- ráðherra varð holdgervingur auðstéttarinnar vakti mikla reiði og boðað var til fjölmennra mótmæla á Austurvelli. Boðað var til haustkosninga. Úrslitin úr þeim voru söguleg: Sjö flokkar náðu kjöri á þing og hafa aldrei setið fleiri flokkar á þingi. Þessir flokkar hafa ekki enn náð að mynda ríkisstjórn þegar þetta er skrifað. Jöfnuður er grundvallaratriði Við í Vinstri-grænum fögnuðum góðum kosningasigri í haust með tæplega 16% fylgi. Fyrst og fremst var það vegna áherslu okkar á sterka innviði og að í farsælu samfélagi verði öflugur efnahagur að fara saman við öflugt velferðarkerfi og menntakerfi. Áherslan var á góða heilbrigð- isþjónustu, öflugt menntakerfi, greiðar samgöngur og mannsæm- andi kjör fyrir þá hópa sem standa veikast: öryrkja og aldraða. Við lögðum líka fram hugmyndir um ábyrga tekjuöflun til að styrkja þessa innviði. Þessi mál voru alls staðar til umræðu hvar sem við komum fyrir og eftir kosningar. Ríf- lega 86 þúsund undirskriftir um aukin framlög til heilbrigð- iskerfisins segja sína sögu. Öflug barátta aldraðra á árinu einnig. Hvatning háskólafólks, kennara og stúdenta, um að for- gangsraða í þágu menntunar var einnig áberandi. Þessi mál endurspegla þau grundvallaratriði sem pólitíkin snýst um: Vilj- um við að barn einstæðs foreldris úti á landi fái sömu tækifæri og barn auðugra hjóna á höfuðborgarsvæðinu? Svar okkar í Vinstri-grænum er afdráttarlaust já. Við lítum á það sem for- gangsverkefni að tryggja jöfn tækifæri í samfélaginu og til þess þarf öflugt velferðar- og menntakerfi sem er fjármagnað að fullu úr sameiginlegum sjóðum. Jöfnuður mun áfram verða grundvallaratriði í stjórnmálum 21. aldarinnar. Þrátt fyrir tiltölulega mikinn launajöfnuð á Ís- landi er þróunin söm hér og annars staðar; æ meiri auður safn- ast á æ færri hendur. Þannig eiga tíu ríkustu prósentin þrjá fjórðu alls auðs á Íslandi. Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir að aukinn jöfnuður sé ekki aðeins réttlætismál heldur auki líka hagsæld fyrir samfélagið allt og komi þannig öllum til góða. Ný ríkisstjórn þarf að setja þessi mál í öndvegi; að tryggja að allir Íslendingar njóti jafnra tækifæra. Málamiðlanir á þingi Sökum þess að enginn pólitískur meirihluti hafði myndast á Alþingi nú fyrir jól voru fjárlög kláruð með óvanalegum hætti. Samkomulag náðist um nokkrar breytingar í stórum mála- flokkum í fjárlögunum. Það samkomulag fól í raun í sér sam- eiginlegan skilning um nauðsynlegar aðgerðir í þágu sam- félagsins. Átök og umræður um önnur mikilvæg mál bíða þess að nýr pólitískur meirihluti myndist á þingi og setji fram sínar áherslur. Að mörgu leyti var þetta merkileg tilraun. Í öðrum málum sáust hins vegar hinar pólitísku átakalínur. Ekki náðist samstaða um umdeilt lífeyrisfrumvarp þar sem réttindi op- inberra starfsmanna eru skert og ljóst að á nýju ári mun áfram halda umræða um ýmis vafaatriði tengd þeirri lagasetningu. Þá voru allar tillögur Vinstri-grænna um tekjuöflun felldar – þeirra á meðal komugjöld á ferðamenn sem margir flokkar hafa þó talað fyrir og skattur á sykr- aða gosdrykki sem ýmsir sérfræð- ingar á sviði læknisfræði og lýð- heilsu hafa mælt með sem besta tækinu til að takast á við vaxandi sykurneyslu. Þessi afgreiðsla sýndi hins vegar að pólitíkin er ekki horfin úr þingsalnum þó að einhverjum þingmönnum kunni að þykja það þægileg staða að losna við gagnrýna umræðu um ólíka hugmyndafræði. Hins vegar var þing án meirihluta áhugaverð tilraun til að afhjúpa hve miklu hefðbundið samstarf um meirihluta og minnihluta ræður að jafnaði um niðurstöðu mála í þinginu. Það ætti líka að vera á dagskrá nýrrar rík- isstjórnar að efla hlutverk Alþingis þegar kemur að ákvörð- unum um mikilvæg mál fremur en að læsa öll mál inni í geir- negldu meirihlutasamstarfi. Loftslag og náttúruvernd Loftslagsmál hljóta að verða forgangsmál nýs Alþingis. Eft- ir fullgildingu Parísarsáttmálans er komið að aðgerðum sem verða að vera samvinnuverkefni stjórnvalda, atvinnulífs, verkalýðshreyfingar, vísindasamfélagsins og almennings í landinu. Loftslagsmarkmiðin verða að vera hluti af allri stefnu- mótun og allri lagasetningu því eina leiðin til að ná slíkum markmiðum er að allir vinni saman. Þar er hægt að ná miklum árangri, hvort sem er í iðnaði, samgöngum, landbúnaði, sjávar- útvegi eða hinu daglega lífi. Ísland getur, þrátt fyrir smæð sína, orðið fyrirmynd í loftslagsmálum og sterk rödd á al- þjóðavettvangi ef gripið er til aðgerða strax. Stefna þarf að því að landið verði kolefnishlutlaust sem fyrst og við getum þannig lagt okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Á sama tíma þarf að stíga skref í náttúruvernd, ljúka við frið- lýsingu þeirra svæða sem falla undir verndarflokk rammaáætl- unar og stofna þjóðgarð á miðhálendinu eins og æ fleiri átta sig á að felur í sér ótrúleg verðmæti fyrir land og þjóð og komandi kynslóðir. Magnleysi alþjóðasamfélagsins Mörg þeirra mála sem íslenskir stjórnmálamenn glíma við blikna í alþjóðlegu samhengi. Hin ömurlegu átök hafa haldið áfram í Sýrlandi og sýrlensk börn eru drjúgur hluti þeirra milljóna barna sem eru á flótta í heiminum. Átökin í Sýrlandi, knúin áfram af vopnum sem framleidd eru af Vesturveldunum, sýna okkur magnleysi alþjóðsamfélagsins í að takast á við slík- ar deilur og finna á þeim pólitískar lausnir. Á sama tíma loka mörg Evrópuríki dyrum sínum fyrir flóttafólki sem hvergi get- ur verið. Börnin eru átakanlegasta dæmið um fórnarkostn- aðinn, dáin, limlest eða í andlegu áfalli eftir ofbeldi sem þau geta ekkert gert til að stöðva. Vesturlandabúar eru kannski orðnir dofnir fyrir myndum fjölmiðla af ofbeldinu og lýsingum á börnum sem aldrei munu fá tækifæri í lífinu af því að þau fæddust á röngum stað en við megum aldrei gleyma því að stríð eru ekki eðlileg eða náttúruleg. Þau eru barátta hags- munaafla um völd sem verður hryllilegri eftir því sem vopnin verða öflugri. Þessi börn sem aldrei fá tækifæri eru áminning til okkar allra um að gera hvað við getum til að vinna að frið- samlegri heimi. Hluti af því er að rík ríki eins og Ísland taki á móti fleirum og leggi meira fé til mannúðar- og þróunarmála. Tækifærin í framtíðinni Verkefnin sem blasa við íslensku samfélagi snúast um upp- byggingu. Uppbyggingu innviða, heilbrigðisþjónustu og menntakerfis, samganga og fjarskipta. Verkefnin snúast um að bæta kjör hinna verst settu og tryggja aukinn jöfnuð í sam- félaginu. Þessi verkefni þarf að fjármagna með ábyrgri tekju- öflun þannig að dregið verði úr þenslu í efnahagslífinu. Um leið eru tækifæri fram undan til grundvallarumbóta á sviði um- hverfismála og alþjóðamála en líka fjölmargt annað sem ekki hefur gefist rými til að nefna hér. Þessi verkefni eru mikilvæg fyrir okkur öll. Þau snúast um íslenskt samfélag og alþjóðlegt samfélag fyrir alla – og um tækifæri í framtíðinni. Vonandi bera Íslendingar gæfu til þess að tryggja þau tækifæri á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Morgunblaðið/Golli Betra samfélag fyrir okkur öll ’ Við lítum á það sem forgangs- verkefni að tryggja jöfn tæki- færi í samfélaginu og til þess þarf öflugt velferðar- og mennta- kerfi sem er fjármagnað að fullu úr sameiginlegum sjóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.