Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.12.2016, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 Vinur minn til margra ára, Vigfús Geirdal sagnfræð- ingur, hefur lokið þessu jarðlífi sínu. Við tekur nýtt og öðruvísi líf á öðrum stöðum í annars konar heimum. Það er öruggt að Vig- fús verður aufúsugestur þar og góð heimkoma. Í árdaga mann- kyns var talað um að „fara heim“ þegar einstaklingar luku þessu jarðlífi sínu. Og má til sanns vegar segja það út frá ít- arlegustu rannsóknum og vís- bendingum sem í dag eru í boði um handanheima okkar aumra mannvera sem og flestra eða allra lífvera í þessum efnisheimi, að svo virðist vera. Ég kynntist Vigfúsi fyrir rúmum 30 árum síðan er við vorum saman í Samtökum her- stöðvaandstæðinga. Var ég þá ritstjóri Dagfara, tímarits sam- takanna, og í Miðnefnd samtak- anna einnig. Hefði útgáfa tíma- ritsins þessi tvö ár sem ég kom að því hvorki orðið fugl né fisk- ur ef ekki hefði notið við þeirra Árna Hjartarsonar, þáverandi formanns samtakanna, og Vig- fúsar Geirdals. Vigfús var haf- sjór og ótrúlegur sérfræðingur í öllu er varðaði hernaðarupp- byggingu og hertól risaveldanna á þessum tíma. Hreint ótrúleg- ur. Vigfús hafði ekki bara aflað sér óskiljanlega mikillar þekk- ingar á öllu er leit að þessari beygluðu hlið siðmenningar okk- ar, heldur átti hann endalaust magn bóka og tímarita um þessi mál. Var hann bæði áskrifandi að sæg tímarita um málið, sem Vigfús Geirdal ✝ Vigfús Geirdalfæddist 24. jan- úar 1948. Hann lést 14. desember 2016. Útför hans fór fram 30. desember 2016. og virtist fá allar nýjustu og bestu bækur um efnið nánast sjálfkrafa. Ásamt því að inn- byrða allt efnið þar eiginlega eins og hálfgert vélmenni eða ofurtölva, svo vel var hann að sér í því í hvívetna. Var hann í okkar hópi nokkurs konar gangandi alfræðiorðabók um nánast allt er þessu viðvék. Einnig bar fundum okkar saman síðar meir í Norræna sumarháskólanum allmörg ár á eftir. Var sá tími einnig ógleym- anlegur, og alltaf var návist Vig- fúsar notaleg. Vigfús var í senn ofurvið- kvæmur maður og ofurmenni á sínum sérsviðum. Það fer oft saman hjá einstaklingum með sérgáfur eins og hann óumdeil- anlega hafði. Fannst sumum stundum að persónulegsam- skipti við Vigfús væru hálfstirð sökum ofuráhuga hans á hugð- arefnum sínum stundum, og hversu mjög hann sökkti sér í og festist í verkefnum sínum á hverjum tíma. Hafi það verið kom það aldrei að sök í okkar samstarfi. Öðru nær. Hálfgerð manía hans við verkefni okkar á hverjum tíma skilaði okkur margfalt betri heimildum og rannsóknarvinnu og betra tíma- riti Samtaka herstöðvaandstæð- inga en verið hefur í áratugi á eftir og áður. Þar eiga þeir Vig- fús og Árni mestan heiðurinn. Langmestan. Fyrir það skal þakkað hér innilega sem og öll- um öðrum persónulegum sam- skiptum og vináttu okkar í gegnum árin. Um það munaði svo sannarlega fyrir mig per- sónulega. Fyrir afkomendur og fjöl- skyldu Vigfúsar vil ég segja þetta. Örvæntið ekki, og sendið Vigfúsi ekki of tregablandnar hugsanir nú. Sendið honum í huganum árnaðaróskir að vera laus úr viðjum líkamlegra þján- inga og heillaóskir um að í nýju heimkynnunum farnist Vigfúsi vel. Og svo sannarlega eigum við öll eftir að hitta vin okkar Vigfús Geirdal þar á grænum grundum síðar meir, eins og segir í ljóðinu fallega. Góða ferð Vigfús minn. Magnús H. Skarphéðinsson. Víst eignast maður vini og kunningja á lífsleiðinni en flest eru þau tengsl aðeins bundin ákveðnum tíma í hraðflugi dag- anna og týnast því sem annað er árin líða. Við Fúsi vorum vinir í fjögur ár í barnaskóla og síðan varla söguna meir, ef frá eru talin samskipti á netinu nú á allra síð- ustu árum. En það er ólíkindatól þetta minni, því enn gerist það að augnablikum frá þessum fjórum bernskuárum slái sem leiftri niður í hugann og ég sé aftur ljóslifandi fyrir mér atburði sem við deildum saman. Kannski var það vegna þess að mér fannst Fúsi bestur vina ef á reyndi og uppivöðslusamir fantar þurftu að fá útrás fyrir árásarfýsn sýna á vesalingi mínum. Þá reyndist Fúsi betri en enginn þótt hann væri trúlega jafn smávaxinn og grannholda og ég. En hann hafði skapfestuna og stöðuork- una og þá ríku réttlætiskennd sem hræddi uppivöðslumenn að níðast á minni máttar, þótt hann þyrfti iðulega að þola pústra sjálfur fyrir hugrekkið. Ég sé hann enn með þetta ögn ísmeygilega glott, lyftandi hnefunum hægt, og það nægði ærið oft til að afstýra því sem í dag er kallað einelti. Hann var húmanisti í vöggugjöf. Við áttum það líka sameig- inlegt að hafa ímugust á stór- karlalegri leikfimi, að hoppa tví- hent yfir leðurklætt tréhross eða þeim apaskap að klifra í flís- óttum köðlum. Hins vegar höfð- um við báðir gaman af hand- bolta og höfðingjaleik. Eins höfðum við báðir miklar efa- semdir um aðalkennara bekkjar- ins, og rökræddum hvort ekki væri hægt með vélráðum að koma honum aftur út á togarann því að tal hans um skeinipapp- írsstílabækur og hlaunagleiður gangurinn ættu trúlega betur við þar. Þessi áform fóru öll fyr- ir ofan garð og neðan. En margt háfleygt og existensíalískt spek- úleruðum við saman í skotinu við litlu leikfimisalardyrnar á horninu út við Hagamel. Og þar var alltaf mest af bröndurunum. Stakur stundakennari hefur sagt að sagan endurtaki sig allt- af og þá í skrípamynd. Því mið- ur væri það hið eina lögmál sem gilti um manninn. Maðurinn var aftur, – og kannski aftur og aft- ur. Nei, það leist Fúsa ekki á. Miklu frekar væri Guð aftur að því, annars væri hann löngu galónýtur úr elli og geðvondur eftir því. Hins vegar er ég far- inn að trúa því nær 70 árum síð- ar í mínum trúlausa Ásatrúarsið að veröldin sé aftur og í spíröl- um í hring, aftur. Ég var að rölta hér með sjón- um í sumar og sá tvo pjakka hlaupa með nýveidda makríla himinlifandi af gleði yfir fengn- um. Þá var eins og opnaðist í hugarskoti allra innst sama mynd af okkur tveimur og tím- inn hafði ekki farið neitt. Tíminn var aftur á sínum stað. Hvíldu í friði, elsku vinur. Hrafn Gunnlaugsson. Það var með gleði í hjarta sem ég kvaddi vin minn Vigfús Geirdal á heimili hans fyrir þremur vikum. Við höfðum setið að morgunmat í borðstofunni rætt um margt af því sem hafði borið á góma í samræðum okkar gegnum tíðina eins og stöðu Ís- lands í konungsríkinu Dan- mörku, sjálfsmynd Vestur-Ís- lendinga og sögufræga ferð afa hans, Vigfúsar Sigurðarsonar Grænlandsfara, yfir Grænlands- jökul. Þá ferð fór hann veturinn 1912-1913 ásamt þýska vísinda- manninum A. Wegener og danska landmælingamanninum J. Koch. Við nutum þess að ræða hugðarefni okkar eins og við höfðum gert með hléum í um aldarfjórðung. Við færðum okk- ur fram í stofu til Sigrúnar og ræddum ýmislegt meðal annars heilsu Vigfúsar og hvernig að- ventunni yrði háttað. Öll vissum við hvert stefndi en vonuðumst til að sjást aftur að tíu dögum liðnum og halda samtalinu áfram þar sem frá var horfið. Ég kynntist Vigfúsi skömmu eftir að ég kom heim til Íslands frá Berlín í lok árs 1990. Mér hafði verið boðið að halda erindi hjá Evrópuhópi Norræna sum- arháskólans (NSU) um breyt- ingar í álfunni í kjölfar þess að Berlínarmúrinn hrundi og Járn- tjaldið féll en Vigfús var einn öflugasti og fjölfróðasti félagi hópsins. Það þurfti ekki að kynna manninn fyrir mér því hann hafði verið iðinn við að tala og skrifa um Ísland og alþjóð- samfélagið svo langt aftur sem ég mundi. Segja má að á þess- um tíma hafi Vigfús Geirdal þegar verið orðinn lifandi goð- sögn sökum yfirgripsmikillar þekkingar sinnar á alþjóða- og öryggismálum og stöðu Íslands í víðsjárverðum heimi. Þegar Vigfús hætti kennslu við Borgarholtsskóla fyrir um þremur árum hófst hann handa við að færa dagbækur Vigfúsar afa síns frá ferðinni yfir Græn- landsjökul 1912-1913 í fræðileg- an búning sem hæfði efninu. Haustið 2012, þegar 100 ár voru liðin frá því að ferðin hófst, var sett upp sýning í Þjóðminjasafn- inu á ljósmyndum sem Wegener og Koch höfðu gefið Vigfúsi Grænlandsfara í þakklætisskyni fyrir ómetanlegt framlag hans til leiðangursins. Sýningin var sett upp í Háskólanum á Ak- ureyri haustið 2013 í tengslum við alþjóðlegu ráðstefnuna um heimskautarétt. Flutti Vigfús Geirdal fræðilegan fyrirlestur um leiðangurinn að því tilefni. Sama sýning var sett upp enn á ný þegar ræðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk á Grænlandi var formlega opnuð seinna sama haust fylgt úr hlaði með öðru er- indi. Undanfarin tvö ár hefur Vig- fús Geirdal ásamt Arngrími Jó- hannssyni og fleirum unnið að því að koma upp varanlegri sýn- ingu á Akureyri tileinkaðri Vig- fúsi afa hans og ferðum hans á Grænlandi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með þeim Arngrími og Vigfúsi. Segja má að tekist hafi að reka endahnútinn á þessa vinnu um miðjan desember og þannig hafi Vigfúsi vinum mínum tekist að ljúka því ætlunarverk sínu að koma upp varanlegri sýningu á ferð afa síns og nafna þótt mörgu hefði verið við að bæta ef honum hefði enst aldur til. Það er með söknuði og miklu þakklæti sem ég kveð Vigfús Geirdal. Sigrúnu konu hans, dætrum og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Ágúst Þór Árnason. Vigfús gerði strangar fagleg- ar kröfur til sjálfs sín sem sagn- fræðingur og kennari enda duld- ist engum fræðilegur metnaður hans og færni. Það er því sárt að hann skuli ekki hafa notið fleiri ára til fræðilegrar iðkunar. Ég kynntist Vigfúsi fyrst þeg- ar við sóttum saman kúrs á cand. mag. stigi í íslenskum bókmenntum. Prófessor Sveinn Skorri benti okkur á verðug verkefni og nemendur sáu sjálfir um kennsluna. Vigfús hafði m.a. framsögu um Stephan G. og gerði það afburða vel. Ég man að framlag hans vakti aðdáun okkar hinna fyrir yfirgripsmikla þekkingu hans á efninu. Eftir að ég kom til starfa í Borgarholtsskóla uppgötvuðum við Vigfús náinn skyldleika okk- ar; amma mín, Jensína, og langamma hans, Ingibjörg, fæddar á Arnarbæli á Fells- strönd, voru systur. Vigfús mætti örlögum sínum af yfirvegun og æðruleysi. Sunnudagsmorgun, fyrir fáein- um vikum, endurgalt hann mér símtal; ræddi hispurslaust hvað framundan væri – en var glaður með að fræðileg vinna hans um afa sinn og nafna, Grænlands- farann, væri í góðum farvegi. Ég votta fjölskyldu Vigfúsar mína dýpstu samúð. Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari. Það var gott að eiga Vigfús Geirdal að félaga. Hann var öðruvísi en við hin í röðum her- stöðvaandstæðinga. Við höfðum flest lítinn áhuga á vopnum og vígbúnaði og nenntum fæst að setja okkur inn í smáatriði máls- ins, sem voru kannski alls ekki svo smá. Hver voru þessi vopn og vígbúnaðarkerfi, kjarnorku- vopn og flaugar sem við vorum að mótmæla? Ólíkur öðrum þá setti Fúsi sig inn í málin. Hann var líka sagnfræðingur að mennt og kunni að vinna fræði- lega. Annað grundvallaratriði varð- andi Vigfús var hugrekki hans. Það þurfti ekki lítið af slíku til að vinna að þessum málum, afla upplýsinga og láta skoðanir sín- ar í ljós. Það gat haft áhrif á at- vinnumöguleika. Heift andstæð- inganna var ógurleg. Þegar settar voru fram rökstuddar grunsemdir, um að hér væru eða hefðu verið kjarnorkuvopn, dugði ekki minna en leiðaraskrif í Morgunblaðið þar sem slíkar hugmyndir voru fordæmdar sem landráð. Þegar bent var á að hér væru geymslur sem gætu geymt slík vopn, sveit sérþjálfaðra landgönguliða sem hefði ein- göngu það hlutverk að standa vörð um slíkan búnað, að hér væru Orion-sprengjuvélar sem sannanlega gætu borið kjarn- orkusprengjur, þá var slíkur flautublástur fordæmdur. Menn sem héldu slíku fram væru að kalla yfir landið kjarnorkuárás Sovétríkjanna. Þannig var um- ræðan en Fúsi hafði styrk, þekkingu og hugrekki sem þurfti til að standa á sínu. Ég á góðar minningar um Fúsa, af einlægni hans, hlýju og kímnigáfu. Ég minnist hans ekki síst sem baráttumanns í sjálf- stæðisbaráttu sem átti sér það markmið að hér væri herlaust land og að Ísland gætti hlut- leysis og stæði utan hernaðar- bandalaga. Og Fúsi var fræði- maðurinn sem leita mátti til. Það eru komin meira en 30 ár síðan ég fékk Fúsa norður til Húsavíkur þar sem hann hélt erindi á vegum Friðarhreyfingar Þingeyinga um kjarnorkuvíg- búnað. Á þeim tíma voru um- ræður og deilur um hernaðar- ratsjár sem verið var að koma upp á öllum landshornum. Þess- ar ratsjár voru ekki settar upp af Bandaríkjaher íslenskum sjó- mönnum til aðstoðar, eins og stundum var látið í veðri vaka. Fúsi var sá maður hérlendur sem best gat útskýrt kjarnorku- stríðsstefnu Bandaríkjanna og NATO og hvaða hlutverki rat- sjárnar höfðu í því sambandi, en þetta var á þeim árum þegar fjöldi fólks virtist enn álíta að NATO væri meinlaust varnar- bandalag. Árin hafa liðið og áratugur er síðan herinn fór. Það er margt sem ég hefði viljað ræða betur við Fúsa minn. Ég hefði viljað leggja undir hann hvort nú stefni aftur í erlenda hersetu á Íslandi, eða hvort hún sé kannski þegar orðin að veru- leika með reglubundnum her- æfingum og svokallaðri loftrým- isgæslu NATO-orrustuþota sem skiptast á. Síðast en ekki síst hefði ég viljað njóta aftur ná- vista við hann, góðs spjalls, vin- semdar hans og hlýju. En Fúsi var hrifinn brott af grimmum sjúkdómi, hratt og miskunnarlaust. Eftir lifir minn- ing um góðan og gáfaðan dreng, baráttufélaga sem skorti hvorki dug, drengskap né hugrekki til að taka á eins og þurfti í barátt- unni gegn hervaldi og fyrir frelsi og sjálfstæði. Blessuð sé minning Vigfúsar Geirdal. Sveinn Rúnar Hauksson. Vigfús Geirdal var á verald- arvaktinni allt þar til yfir lauk. Hugur hans ætíð leitandi og sundurgreinandi hvaðeina sem á daga Íslendinga dreif og mann- kyns alls. Þegar spursmál komu upp, hringdi maður í Fúsa og fékk einatt svör. Hann var ekki bara sagnfræðingur heldur al- fræðingur. Honum var ekkert óviðkomandi hvorki í fortíð né nútíð, víðlesinn og minnið ótrú- lega trútt. Hafinn yfir lágkúru- lega flokkadrætti og bæjarslúð- ur en gerði sér grein fyrir metorðabrölti og þeim klíku- myndunum sem íslenskt sam- félag er gegnsýrt af. Talaði líka oft um hina ósýnilegu múra sem voru reistir til að upphefja suma en útiloka aðra. Var kannski svolítið „paranoid“ eins og hend- ir fólk á vinstri væng stjórnmál- anna og ekki að ófyrirsynju. Þeir gætu verið á leiðinni, sagði Fúsi eitt sinn við mig og hló. Enda hefur sagan staðfest að þeir voru oft á leiðinni bæði með símhleranir og og aðrar kárínur. Berufsverbot var eiginlega regla á Íslandi á 20. öld fremur en undantekning. Og því miður lifði Vigfús Geirdal ekki nýjustu tíð- indi af menningarlegri íhlutun Bandaríkjastjórnar eftir seinna stríð. Kom reyndar fram um 1980 að hermdarverkasamtökin CIA kostuðu áróðursfélög og út- gáfu tímarita í 34 ríkjum ver- aldar. Þetta hét Frjáls menning á Íslandi og Almenna bókafélag- ið næsti nágranni. Kemur fram í nýútkomnu hefti tímaritsins Sögu þegar farið var að glugga djúpt í bréfasafn Gunnars Gunn- arssonar, skálds, að hludeild hans var miklu meiri í þessari viðleitni en menn hugðu. Hér þarf varla að taka fram að Rúss- ar voru í menningarsamskiptum við Íslendinga og höfuðskáld okkar þar í stjórnum. Undirritaður kynntist Vigfúsi Geirdal eftir að hann varð skóla- stjóri á Flateyri við Önundar- fjörð. Þá gengu þau ósköp á að snjóflóð féllu á byggðina haustið 1995 með hræðilegum afleiðing- um. Reyndi þá á ýmsar stofn- anir byggðarlagsins, ekki síst á skólann. Reyndar ræddum við Vigfús þetta lítið en greinarhöf- undur var þá fréttamaður út- varps og þurfti að fara til Flat- eyrar og skýra frá málavöxtum strax morguninn eftir flóðið. Vigfús var næmur og í raun við- kvæmur í lund og tók þessa at- burði mjög inn á sig svo sem fleiri. Liðið var liðið og við höfð- um alltaf næg umræðuefni sem náðu yfirleitt langt út fyrir Vestfirði. Var skemmtilegt að velta upp ýmsum þáttum og at- burðum úr sögunni sem ekki voru á skrá yfir hina opinberu Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT EIRÍKSSON, vélstjóri, sem lést 22. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00. . Guðrún Kr. Benediktsdóttir, Russell S. Donnelly, Pétur Benediktsson, Guðrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA K. HARALDSDÓTTIR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, áður búsett í Bolungarvík, lést sunnudaginn 18. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Hólskirkju í Bolungarvík, reikningsnr. 0174-18-911908, kt. 630169-5269. . Einar K. Guðfinnsson, Sigrún J. Þórisdóttir, Haraldur Guðfinnsson, Anna Rós Bergsdóttir, Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.