Fréttablaðið - 18.03.2017, Qupperneq 4
KOMDU OG PRUFAÐU
Margar góðar reynsluakstursleiðir
í nágrenni Mosfellsbæjar.
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6
270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
Opið í dag laugardag 12 - 16
Tökum vel á móti þér!
Rjúkandi Lavazza kaffi á könnunni.
Borgarstjóri vill viðræður við
ríkið um uppbyggingu á sex ríkis-
lóðum í Reykjavík vestan Kringlu-
mýrarbrautar. Telur borgarstjóri
að á lóðunum mætti reisa um 800
íbúðir. Þetta kemur fram í bréfi
sem borgarstjóri sendi Þorsteini
Víglundssyni, félags- og húsnæðis-
málaráðherra, fyrr í mánuðinum.
„Við erum opin fyrir því hvort
við leysum þær til okkar eða hvort
ríkið gangist sjálft fyrir því að láta
byggja á þeim eða að við gerum
það einfaldlega í samstarfi. En með
þessu bréfi vildum við einfaldlega
þrýsta á þetta,“ segir Dagur.
Hann segist vilja að ríki og borg
nái samstöðu um að þessar íbúðir
fari til uppbyggingar með þarfir
ungs fólks í huga. „Það er sá hópur
sem stendur höllustum fæti á hús-
næðismarkaði. Annars vegar eru
þarna nokkrar lóðir sem myndu
henta mjög vel til þess að byggja
stúdentaíbúðir en ég sé líka fyrir
mér að það væri áhugavert að þróa
þarna litlar og meðalstórar íbúðir
sem væru hugsaðar fyrir kaup-
endamarkaðinn,“ segir Dagur. Ríki
og borg myndu í sameiningu finna
leiðir til að tryggja að sú uppbygg-
ing færi fram án hagnaðarsjónar-
miða, eða því sem næst.
Í bréfi dags kemur fram að við-
ræður við fyrri ríkisstjórn hafi leitt
til þess að borgin keypti lóð við
Elliðaárvog sem var i eigu Sem-
entsverksmiðjunnar og lóð Kenn-
araháskólans við Bólstaðarhlíð þar
sem verður byggt upp fyrir stúd-
enta og eldri borgara. Viðræður
um aðra mikilvæga reiti hafi ekki
skilað árangri.
Dagur segir við Fréttablaðið að
því hafi verið borið við að ríkinu sé
óheimilt að heimila uppbyggingu
á þessum lóðum nema hámarks-
verð fáist fyrir. „Þá þarf hugsanlega
lagabreytingu eða eitthvað en þá
er bara að gera það. Borgin er að
láta land undir uppbyggingu sem
er ekki í hagnaðarskyni án þess að
fá þar hámarksendurgjald fyrir,“
segir Dagur og vísar þar í lóðaút-
Vill lóðir frá ríkinu undir íbúðir
Borgarstjóri vill samstarf við ríkið um íbúðauppbyggingu á sex ríkislóðum innan borgarmarkanna. Íbúð-
irnar verði byggðar upp án hagnaðarsjónarmiða. Fleiri en borgin þurfi að koma að átaki um uppbyggingu.
800 matjurtagarðar verða
leigðir út á vegum Reykjavíkur-
borgar í sumar.
Sólveig Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Fimleikasam-
bands Íslands
sagði það ömur-
lega staðreynd
að árið 2017
væri dýrt að
vera í íþróttum.
Þetta sagði Sól-
veig vegna frétta
um að tvær systur
hefðu ekki fengið leyfi til að
keppa á fimleikamóti þar sem
þær áttu ekki nýjustu keppnis-
búningana sem kosta tæplega 50
þúsund krónur. Sólveig sagði alla
þurfa að vera í eins búningum á
mótum.
Guðmundur Ármann
Pétursson,
framkvæmdastjóri
Sólheima
kvaðst ekki
skilja hvernig
einstaklingur
sem þurfi sér-
stakt búsetuúr-
ræði sé ekki metinn
nægilega fatlaður til að þurfa
akstursþjónustu. Einstaklingur
sem fékk ferðaþjónustu í sveitar-
félagi sem hann bjó í var ekki
metinn nógu fatlaður til að fá
slíka þjónustu þegar hann flutti á
Sólheima.
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð-
inu,
greindi frá því á
ráðstefnunni
Álag og fjölgun
slysa hjá lög-
reglunni að
á síðasta ári
hefði alltaf einn af
hverjum tíu lögreglumönnum
á höfuðborgarsvæðinu verið
fjarverandi úr vinnu, það er 28 af
290. Sigríður sagði að lögreglu-
mönnum fjölgaði ekki í samræmi
við þarfir. Á sama tíma ykist
álagið á þá sem fyrir væru.
Þrjú í fréttum
Fimleikar,
akstur og
fjarvistir
Tölur vikunnar 12.03.2017 – 18.03.2017
Meiri uppbygging í Úlfarsárdal
Á borgarráðsfundi í
fyrradag spurðu
borgarráðsfulltrúar út
í tillögur um fjölgun
lóða í Úlfarsárdal.
Dagur segir að í píp-
unum sé stækkun
Úlfarsárdals upp á
allt að 500 íbúðir „Þá
er bæði verið að auka
uppbyggingarmöguleika
innan hverfisins og bæta við
hverfið. Það er búið að vera í sam-
ráði núna, meðal annars
við íbúasamtökin, og ég
á von á að það verði
klár í auglýsingu á
næstu vikum,“ segir
Dagur við Frétta-
blaðið. Borgarráðs-
fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins telja þetta
hins vegar litla fjölgun
og benda á að íbúða-
þörfin í dag sé um 5.000 íbúðir
og svo 1.000 íbúðir daglega.
hlutanir vegna stúdentaíbúða og
vegna íbúða sem borgin hyggst
reisa í samvinnu við verkalýðs-
hreyfinguna.
„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta
verður aldrei afgerandi en samt eitt
púsluspilið í því sem við erum að
vinna með í húsnæðismálunum,“
segir Þorsteinn Víglundsson, félags-
og húsnæðismálaráðherra. „Ég
reikna með að þetta verði í þeim
aðgerðum sem við munum leggja
til við aðgerðahóp ríkisstjórnar-
innar um húsnæðismál,“ segir Þor-
steinn en nefndin mun móta tíu
tillögur til lausnar á húsnæðisvand-
anum. jonhakon@frettabladid
✿ lóðirnar sex sem Borgarstjóri leggur til
1 Sjómannareitur
2 Landhelgisgæslulóð
3 SS-reitur
4 Borgarspítalareitur
5 Veðurstofusvæði
6 Suðurgata-Hringbraut
2
1
3
5
4
6
1.154
rekstrarleyfi sem heimila vín-
veitingar af einhverju tagi eru í gildi
á landsvísu.
21.000 fólksbílar, rúmlega,
voru fluttir hingað til lands í fyrra.
72.000 Íslendingar
höfðu skráð sig til þátttöku í
blóðskimunarátakinu Blóðs-
kimun til bjargar í vikunni.
38% karla drekka sig
ölvaða einu sinni í mánuði eða
oftar og um 23% kvenna.E 95%
skaðlausara er að veipa en reykja
samkvæmt rannsókn.
24,6%
fólks á öldrunar- og hjúkrunarheim-
ilum fá sterk geðlyf en eru þó ekki
haldin geðsjúkdómum.
SkjáSkot/Map.iS
1 8 . m a r s 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
1
8
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
7
8
-9
F
6
C
1
C
7
8
-9
E
3
0
1
C
7
8
-9
C
F
4
1
C
7
8
-9
B
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K