Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 12

Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 12
Fjällräven Fünas 35 19.800 kr. Fjällräven Kånken No. 2 19.800 kr. Fjällräven Kånken 12.800 kr. Patagonia Black Hole 60L 16.800 kr. Mount Hekla Bjarmi 19.800 kr. Hanwag Tatra GTX 36.800 kr. Patagonia Black Hole Cube 4.800 kr. Patagonia Bolur 4.900 kr. Fjällräven Abisko Svefnpoki 23.800 kr. Hestra Alpine Leather 12.800 kr. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 12 Patagonia Torrentshell 16.800 kr. Fjällräven Keb 29.800 kr. fiskeldi Hafrannsóknastofnun telur að aðstæður í Ísafjarðardjúpi leyfi ekki eldi á meira en 30.000 tonnum af fiski á hverjum tíma. Þetta er undir því magni sem fisk- eldismenn hafa talið að mögulegt sé að ala í Djúpinu. Ef fyrirhuguð áform um eldi, sem þegar hafa verið kynnt, ná fram að ganga slagar það upp í það magn sem þar er mögu- legt að framleiða eða um 25.000 tonn á ári. Hafrannsóknastofnun birti á dögunum burðarþolsmat sitt, en með breytingu á lögum um fiskeldi árið 2014 voru sett inn ákvæði um að rekstrarleyfi skuli fylgja burðar- þolsmat, sem framkvæmt sé af Haf- rannsóknastofnun. Í lögunum er mat á burðarþoli svæða skilgreint sem þol þeirra til að taka á móti auknu lífrænu álagi, án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið. Hluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi. Í greinargerð Hafró segir að vegna aðstæðna í Ísafjarðardjúpi, og varúðarnálgunar varðandi raun- veruleg áhrif áætlaðs eldis á vatns- gæði og botndýralíf, sé gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að vöktun á áhrifum eldisins fari fram. „Slík vöktun yrði forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burð- arþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt yrði á raun- gögnum,“ segir í greinargerð Hafró. Höskuldur Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva (LF), segir það ekk- ert launungarmál að Ísafjarðardjúp hafi verið talið bera meiri eldisstarf- semi en burðarþolsmat Hafró gerir ráð fyrir. „En sérþekkingin liggur hjá Hafró og því mun vöktun eldissvæðanna, eftir að framleiðsla er hafin, leiða í ljós hvort rými verði fyrir endur- skoðað mat í framtíðinni. Allt snýst þetta jú um að reyna að hámarka nýtingu eldissvæðanna án þess að valda neikvæðum varanlegum áhrifum á umhverfið. Þar fer hagur okkar eldismanna og umhverfisins saman því ef viðkomandi svæði ber ekki áætlað framleiðslumagn þá viljum við ekki hefja þar starfsemi,“ segir Höskuldur í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Áform þriggja fyrirtækja um eldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið kynnt. Arnarlax áformar 10.000 tonna eldisframleiðslu í Ísafjarðardjúpi sem stjórnað verður frá Bolungar- vík. Eins að fyrirtækið Háafell, sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, hafi áætlanir sem gera ráð fyrir 7.000 tonna fram- leiðslu á laxi í Ísafjarðardjúpi og verður vinnsla fyrirtækisins á Ísa- firði. Þá áformar fyrirtækið Arctic Sea Farm eldi af svipaðri stærð og Háafell. svavar@frettabladid.is Telja Djúpið bera 30.000 tonna eldi Áform fiskeldisfyrirtækja, sem þegar hafa verið kynnt, slaga nú þegar upp í það magn sem Hafrannsóknastofnun telur hægt að leyfa – eða 25.000 tonn. Burðarþolsmat Hafró leyfir 30.000 tonn. Eldismenn segja ekkert athugavert við niðurstöðu Hafró, þar sé sérþekkingin. Mikil uppbygging er á Vestfjörðum vegna fiskeldis, en í skugga harðrar gagnrýni úr ýmsum áttum. Fréttablaðið/Pjetur Allt snýst þetta jú um að reyna að hámarka nýtingu eldissvæðanna án þess að valda neikvæðum varan- legum áhrifum á umhverfið. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands fiskeldisstöðva 25 þúsund tonn eru áform þriggja fyrirtækja um eldi í Ísafjarðardjúpi. 1 8 . m a r s 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -A E 3 C 1 C 7 8 -A D 0 0 1 C 7 8 -A B C 4 1 C 7 8 -A A 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.