Fréttablaðið - 18.03.2017, Qupperneq 16
Úr stefnuskrá
Norrænu mótstöðu-
hreyfingarinnar
l Með öllum ráðum vinna að
því að taka völdin af alþjóð-
legum Síonistum sem með
valdi eða fjármunum stjórna
stórum hluta þessa heims.
l Skapa sjálfbært norrænt sam-
félag með sameiginlegum her,
sameiginlegum gjaldmiðli og
miðstýrðum banka, einnig
sameiginlegum landslögum.
Þátttöku í Evrópusambandinu
og öðrum óvinveittum sam-
tökum verður þegar í stað
hætt.
l Norrænir fjölmiðlar skulu vera
í eigu ríkisborgara hins nýja
Norðurs. Innlendir sem og
erlendir fjölmiðlar sem vinna
gegn norrænu fólki verða
bannaðir.
l Skapa samfélag þjóðernis-
félagshyggjumanna þar sem
skipting auðlinda verður gerð
með alla ríkisborgara í huga –
hina sterku sem og hina veiku.
l Taka upp herskyldu og stækka
herinn. Allir sem hafa lokið
norrænni herskyldu munu
halda vopnum sínum og
búnaði. Hver borgari á að vera
tilbúinn að hjálpa til við að
verja þjóðina gegn innlendum
sem og erlendum óvinum.
l Skapa ríki byggt á réttlæti og
heiðarleika þar sem allir borg-
arar eru jafnir fyrir lögum.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Aðalfundur VR verður haldinn þriðjudaginn 28. mars
kl. 19.30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar
og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð.
Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á vr.is.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta.
Aðalfundur
samfélag Forstöðumenn Norrænu
mótstöðuhreyfingarinnar, Íslands-
arms hreyfingar á Norðurlöndum
sem kennd hefur verið við nýnasisma,
segja í nafnlausu skriflegu svari við
fyrirspurn Fréttablaðsins að þeir séu
ánægðir með vöxt hreyfingarinnar
undanfarið ár. Þó vildu þeir ekki
svara því hversu margir væru í hreyf-
ingunni eða hversu mikið meðlimum
hefur fjölgað.
Fréttablaðið fjallaði um hreyfing-
una í ágúst á síðasta ári. Var þá send
fyrirspurn á netfang hreyfingarinnar
sem finna má á heimasíðu hennar og
barst sams konar nafnlaust svar. Þá
fengust þau svör að hreyfingin væri
vaxandi og myndi vaxa enn meira.
Ekki fékkst heldur svar við spurn-
ingum um fjölda meðlima.
„Íslendingar eru orðnir vanir því að
kjósa týpíska smáborgaraflokka sem
að styðjast við tölur. Við erum ekki
að leita að tölum, við erum að leita að
baráttumönnum. Við erum ekki að
leita að fólki sem segist kjósa okkur
í næstu kosningum. Við viljum fólk
sem er tilbúið í götuaðgerðir,“ segir í
svarinu. Þar er vísað til þess að setja
upp veggspjöld og dreifa dreifibréfum
með upplýsingum um hreyfinguna.
Enn fremur segir að margir hafi hitt
meðlimi hreyfingarinnar en fáir séu
tilbúnir til að „berjast í þessu ósýni-
lega stríði sem kerfið býður okkur
upp í“. Þeir aðilar mæti þó kurteisi og
sé ekki bolað í burtu heldur komið í
skilning um að þeir eigi ekki heima í
hreyfingunni.
„Ef einhver vill vera virkur á fjög-
urra ára fresti þegar kosningar eru
þá eru nægir flokkar í landinu. Það
jákvæða við hreyfinguna okkar,
síðan við urðum opinberlega virkir
á landinu, er að þar er ungt fólk sem
hefur fengið nóg og er reitt ástandinu
í landinu okkar,“ segir í svarinu. Það
sé hreyfingunni mikil hvatning að
ungt fólk með hátt menntunarstig sé
áhugasamt.
Þá sé fólk innan hreyfingarinnar
sem vill ekki koma fram undir nafni
eða sýna sig í störfum fyrir hana, til
Íslandsarmur nýnasista ætlar í aðgerðir
Íslandsarmur norrænnar hreyfingar sem kennd hefur verið við nýnasisma kveðst ánægður með vöxt hreyfingarinnar undanfarið
ár. Markmiðið sé ekki þingframboð heldur að upplýsa fólk um það sem hreyfingin kallar fjölmenningargildruna.
Frá kröfugöngu sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi árið 2007. Mynd/Peter Isotalo
dæmis vegna atvinnu eða stöðu innan
ríkisins. Það styðji hreyfinguna með
öðrum hætti. „Í heild þá erum við
ánægðir með vöxt okkar vegna þess
að fólkið sem við skráum nær yfir
okkar staðla.“
Líkt og í ágúst í fyrra hyggur hreyf-
ingin ekki á framboð. Markmiðið sé
ekki að sitja á þingi heldur að breyta
hugarfari fólks. Í svarinu segir að kerf-
ið hafi brugðist og á meðan fólk geri
sér ekki grein fyrir því sé ekki hægt að
biðja fólk um að kjósa hreyfinguna.
„[Fólk verður] að gera sér grein
fyrir því að það sé að hverfa hægt
og við erum nær því að verða eins
og Norður og Mið-Evrópulönd með
glæpatíðnina, nauðganir, morð og svo
framvegis,“ segir í svarinu. Enn fremur
segir að ef hreyfingin hefði fjármagn
til að reka kosningabaráttu yrði það
frekar notað í dreifingu dreifibréfa,
veggspjalda og þess háttar til þess að
„fá fólk til að átta sig á fjölmenningar-
gildrunni“.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í
ágúst kennir Norræna mótstöðu-
hreyfingin sig við þjóðernisfélags-
hyggju. Vilji hreyfingarinnar sé
meðal annars að stöðva innflutning
á fólki til landsins og stuðla að brott-
flutningi meirihluta fólks sem ekki er
af norðurevrópskum uppruna. Skapa
eigi norrænt samfélag með sameigin-
legum her og herskyldu.
thorgnyr@frettabladid.is
Við erum ekki að
leita að fólki sem
segist kjósa okkur í næstu
kosningum. Við viljum fólk
sem er tilbúið í götuaðgerðir.
Úr svari Norrænu mótstöðuhreyf-
ingarinnar til Fréttablaðsins.
HEIlBRIgÐIsmÁl Innan við 1% þeirra
sem eru skráðir með heilsugæslu á
höfuðborgarsvæðinu hafa nýtt sér
þann möguleika sem gafst um ára-
mótin að skipta um heilsugæslu-
stöð. Þessi tala er þó líklega ekki
marktæk, að sögn Ingveldar Ing-
varsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkra-
tryggingum Íslands.
„Í byrjun janúar var verið að
leiðrétta skráningar. Verið var að
ljúka við skráningu þeirra sem ekki
höfðu heilsugæslustöð og einnig var
nokkuð um að einstaklingar væru
skráðir á tveimur stöðum, bæði hjá
sjálfstætt starfandi heimilislækni
og á heilsugæslustöð. Það er ekki
heimilt,“ greinir Ingveldur frá.
Samkvæmt nýja fjármögnunar-
kerfinu sem tók gildi um áramótin
eiga allir sjúkratryggðir að vera
skráðir á heilsugæslustöð eða hjá
sjálfstætt starfandi heimilislækni. Í
lok nóvember í fyrra voru rúmlega
21 þúsund manns á höfuðborgar-
svæðinu ekki með heilsugæslu-
stöð en í byrjun þessa árs voru
allir sjúkratryggðir íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu, 205 þúsund manns,
skráðir.
Ef einstaklingur ákveður að færa
sig á milli stöðva flyst fjármagn sem
greitt er með viðkomandi yfir á nýju
stöðina. „Með þessu myndast hvati
hjá heilsugæslustöðvum til að bjóða
upp á betri þjónustu við skjólstæð-
inga sína,“ tekur Ingveldur fram.
Innt eftir því hvort hægt sé að
merkja hvort einhverjar heilsu-
gæslustöðvar séu vinsælli en aðrar
segir Ingveldur að ekki sé hægt að
sjá neitt slíkt út úr þeim gögnum
sem Sjúkratryggingar hafi. „Það er
auðvitað meiri breyting hjá stærri
stöðvunum sem stýrist líklega
mest af því að þær eru staðsettar í
fjölmennum hverfum. Hlutfallsleg
breyting á skráningu virðist vera
svipuð milli stöðva.“
Nú eru 17 heilsugæslustöðvar á
höfuðborgarsvæðinu og 12 sjálf-
stætt starfandi heimilislæknar.
Tvær nýjar stöðvar verða opnaðar
í sumar. – ibs
Fáir hafa nýtt réttinn til að
skipta um heilsugæslustöð
Einnig var nokkuð
um að einstaklingar
væru skráðir á tveimur
stöðum, bæði hjá sjálfstætt
starfandi heimilislækni og á
heilsugæslustöð. Það er ekki
heimilt.
Ingveldur Ingvarsdóttir, deildarstjóri
hjá Sjúkratryggingum Íslands
1 8 . m a R s 2 0 1 7 l a U g a R D a g U R16 f R é t t I R ∙ f R é t t a B l a Ð I Ð
1
8
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
7
8
-8
6
B
C
1
C
7
8
-8
5
8
0
1
C
7
8
-8
4
4
4
1
C
7
8
-8
3
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K