Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 20

Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 20
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Nýræktarstyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Hér er átt við skáldverk í víðri merkingu orðsins; sögur, ljóð, leikrit eða eitthvað allt annað. Leitað er eftir breidd og fjölbreytni í umsóknum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2017. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is Nýræktar ­ styrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta Miðstöð íslenskra bókmennta Að fermast er örugglega meiriháttar mál. Mér er að minnsta kosti sagt það. Ég get samt ekki sagt að mín upplifun hafi verið þannig. Það var ekki eins og ég hefði upplifað mig fagnandi að komast í fullorðinna manna tölu. Ég fann satt að segja ekki mikinn mun. Nema á gjöfunum. Það hlýtur að vera í lagi að játa það, hátt í fjörutíu árum síðar, að það var ekki fyrir ólýsanlega hrifningu á feðgunum sem ég ákvað að fermast. Það var miklu frekar vegna gríðar- legrar spennu fyrir silfurlitum Marantz-útvarpsmagnara og Marantz-plötuspilara. Hann var að vísu ekki úr silfurlínunni, en maður fær víst ekki allt. Fyrir peninginn sem ég fékk keypti ég mér svo AR-hátalara sem voru nógu sterkir til að lækka fasteignaverðið í Hlíðar- gerðinu. Restin fór svo í plötur. Þannig held ég að þetta hafi verið hjá flestum vinum mínum. Nema hjá þeim sem áttu svo afslappaða foreldra að þeir fengu skellinöðru. Það var útilokað á mínu heimili. Áhyggjubálið móðir mín hefði ekki sofið dúr að minnsta kosti fram að bílprófi. Allur fermingarundirbúningurinn er óljós. Mig rámar í ein- hvers konar fermingarfræðslu í matreiðslustofunni Í Réttó (hljómar vissulega undarlega) og svo áttum við að mæta í kirkju. Þegar ég var spurður hafði ég alltaf verið aftast. Komið frekar seint og þurft að fara aðeins fyrr. Þið áttið ykkur senni- lega á þessu. Ég man líka, að þó að ég kynni alla texta á Utangarðs- mannaplötunum, gat ég ekki lært línuna mína (sem heitir pottþétt eitthvað annað). Samt valdi ég þá stystu. Mér fannst líka nóg að kunna faðirvorið. Það var að minnsta kosti í áttina. Einhverra hluta vegna fermdist ég um haust. Ég held að það hafi verið vegna þess að við vorum að breyta húsinu heima og það var ekki tilbúið þegar vertíðin gekk í garð. Það átti reyndar eftir að koma sér einstaklega vel. Það var nefnilega til siðs að kaupa sérstök fermingarföt. Það var klárlega ekki mjög gáfulegt að kaupa terlín-jakkaföt á dreng sem gekk bara í gallabuxum og stækkaði um 5-10 sentimetra á ári. Þess vegna leysti ég þetta sjálfur með því að fá lánuð föt hjá Gústa vini mínum. (Sem vill svo skemmtilega til að er yfirmaður minn í dag.) Ef ég man rétt, þá reyndi ég að nota þessa hagræðingu mína til að fá meiri pening í ferm- ingargjöf en er ekki viss um að það hafi tekist. Ég var eins og fáviti á fermingarmyndinni. Altso hópmynd- inni sem er eina myndin sem um er að ræða. Ég harðneitaði nefnilega að fara í sérstaka fermingarmyndatöku og komst upp með það. Ég held að það hafi verið ákveðinn skilningur á því að ég hefði ekki náð fullum blóma sem unglingur og það yrði ekki mikið haldið upp á myndir frá þessum degi. Auk þess kostaði það náttúrlega heilan helling. Það er reyndar furðuleg ákvörðun að taka heilu albúmin á ljósmyndastofu, akkúrat á þeim tíma þegar börn eru að ná hátindi gelgjuskeiðsins. Ég hlæ enn þegar ég hugsa um myndirnar af Frosta bróður, í flauelsjakkafötum og tólf sentimetra hælum með Prins Valiant greiðslu. Þess má til gamans geta að fermingarmyndir eiginkonu minnar hafa aldrei verið stækkaðar og eftir meira en áratugar hjónaband hef ég ekki enn fengið að sjá þær. Allt annað frá þessum degi er í móðu. Það komu margir gestir og ég drattað- ist niður úr herberginu mínu til að heilsa og taka við umslagi. Tók svo stigann í tveimur stökkum til að athuga hvað ég hefði grætt. Sennilega ekki neitt rosalega kristilegt. En ég ber virðingu fyrir þeim sem ákveða að láta ferma sig af því að þeir trúa. Og reyndar líka þeim sem láta ferma sig borgaralega. Já, og þeim sem láta bara ekkert ferma sig. Mér finnst að krakkar eigi að fá að ákveða þetta sjálfir, án þrýstings. Og þó að fermingardagurinn geti verið óskaplegt mygl, með frændum og frænkum sem maður þekkir ekkert, þá er þetta samt soltið merkilegur dagur. Þetta er einn af stóru áföngun- um, þar sem maður fær að vera miðpunktur alls tilstandsins og ef maður er þannig innstilltur; dagurinn sem maður hættir að vera barn og verður, nei ekki fullorðinn, heldur unglingur af öllum kröftum. Jafnvel svona semi-fullorðinn. Í vor fermist fjórða dóttir mín, upp á gamla móðinn. Hún valdi það alveg sjálf og ég er stoltur af henni. Ég vona bara að hún njóti dagsins og hann verði henni minnisstæðari en minn eigin fermingardagur er mér. Játningar fyrrverandi fermingarbarns Ríkisstjórnin hyggst síðar í þessum mánuði tilkynna um sérstakar aðgerðir sem eiga að stemma stigu við frekari styrkingu krónunnar. Þær aðgerðir koma þá til viðbótar afnámi gjaldeyris-haftanna sem tilkynnt var í vikunni. Gamalkunnugt harmakvein berst nú frá útflutn- ingsgreinunum, sjávarútvegi sérstaklega, en nú í seinni tíð einnig ferðamannaiðnaði þar sem fólk óttast að hátt verðlag hér á landi valdi því hreinlega að við verðleggjum okkur út af markaðnum. Fyrir okkur sem munum tímana tvenna kemur orðið gengisfelling upp í hugann við tíðindi sem þessi. Það orð er þó ekki lengur í tísku að því er virðist og því talað um „sérstakar aðgerðir“. Krónan féll snarplega í kjölfar tíðindanna um afnám haftanna á þriðjudag. Nú í lok viku er hún hins vegar allt að því búin að vinna þá veikingu til baka. Skyldi engan undra. Ísland er skuldlaust land, hagvöxtur er kringum 7 prósent og hér ríkir að því er virðist ævarandi hávaxtarstefna. Við þetta bætist svo ferðamannastraumurinn sem engan enda virðist ætla að taka. Skilyrði eru einfaldlega með þeim hætti að krónan ætti að halda áfram að styrkjast að minnsta kosti til skamms tíma. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað eru enn sem komið er óútfærðar. Þó nefndi fjár- málaráðherra að til greina kæmi aukin gjaldtaka í ferðaþjónustunni. Önnur hugmynd ráðherrans er að skikka lífeyrissjóðina til frekari fjárfestinga erlendis. Með öðrum orðum, það á að reyna að stemma stigu við ferðamannaflaumnum og senda lífeyri landsmanna úr landi með valdi. Seðlabankinn hefur svo látið í skína að vaxta- lækkun fylgi í kjölfarið. Ekki er að undra þótt útflutningsfyrirtækin í landinu kvarti. Það er engin leið að gera áætlanir þegar uppgjörsmyntin styrkist um 15 til 25 pró- sent gagnvart helstu viðskiptamyntum á tólf mán- aða tímabili. Gallinn er bara sá að sömu fyrirtæki kvarta ekki þegar aðstæður eru á hinn veginn og krónan hefur tekið snarpa dýfu. Þá ríkir gullgrafara- hugarfar og gullfiskaminnið tekur völdin. Þar liggur þeirra sök. Stöðugt hagkerfi er forsenda farsælla viðskipta til lengri tíma. Sveifluhagkerfi býður hins vegar hættu á skammtímahugsun heim. Ef hér væri stöðugur gjaldmiðill í stað okkar íslensku örmyntar þyrfti ekki að koma til „sérstakra aðgerða“ eins og nefndar voru hér að ofan. Við þyrftum heldur ekki að hlusta á regluleg harma- kvein frá innflutnings- og útflutningsgreinum á víxl. Þeim sem legðu áherslu á stöðugan rekstur til lengri tíma yrði umbunað. Góðu árin væru kannski ekki alveg jafn góð, en þau mögru væru heldur ekki alveg jafn mögur. Íslenska krónan er, sem fyrr, fíllinn í herberginu. Krónufíllinn Góðu árin væru kannski ekki alveg jafn góð, en þau mögru væru heldur ekki alveg jafn mögur. 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -A 9 4 C 1 C 7 8 -A 8 1 0 1 C 7 8 -A 6 D 4 1 C 7 8 -A 5 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.