Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 22

Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 22
mma Blaðamaður bíður rólegur eftir að formlegri dagskrá á fjöl- miðladegi ljúki til að spjalla við Gunnar Nelson sem er búinn að sitja á barstól og svara spurningum fréttamanna í 45 mínútur. Gunnar er í gráum joggingbuxum, blárri þægilegri peysu, strigaskóm og með úfið hár eins og hann hafi verið að stíga fram úr rúminu. Fjölmiðla- hluti bardagalífsins hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá honum en svona reynslubolti lætur þetta ekkert á sig fá. „Þetta er alltaf voðalega svipað og tiltölulega auðvelt,“ segir Gunn- ar sallarólegur. „Þetta er líklega síðasta viðtalið mitt í dag og við byrjuðum nú bara upp úr hádegi. Ég get ekki kvartað.“ Mótherji hans í kvöld, Alan Jouban, er fyrirsæta og mætti eins og klipptur út úr tískutímariti. Því var skondin sjón að sjá þá saman á pallinum – tveir ólíkir menn í ólíkum fötum. „Hann er náttúrlega Versace- módel – helvíti huggulegur. Ég veit ekki hvort maður hefur það í sér að vera að slá hann of mikið í andlitið og eyðileggja eitthvað meira fyrir honum en bara UFC-ferilinn. Það er kannski óþarfi,“ segir Gunnar skælbrosandi. Með sinn eigin stíl Gunnar hefur oftast hugsað nán- ast eingöngu um sjálfan sig þegar kemur að undirbúningi fyrir bar- daga. Hann hefur svo oft lent í því að fá nýjan mótherja nánast á síðustu stundu að það hefur engu skilað að undirbúa sig sérstaklega fyrir einhvern ákveðinn mann. Hann er þó að undirbúa sig vel fyrir spörkin hans Joubans en segir ann- ars allt með hefðbundnu sniði. „Þetta er allt í rauninni eins og við höfum alltaf haft þetta. Maður horfir á nokkra bardaga með mótherjanum og reynir aðeins að láta líkja eftir vopnum hans þegar maður er að æfa. Við erum samt ekki að búa til leikáætlun í kringum það sem hinn maðurinn gerir. Það höfum við aldrei gert. Þetta er svipað og og alltaf. Maður horfir aðeins á hreyfingarnar hans og virkjar aðeins viðbrögðin við þeim,“ segir Gunnar. Jouban vill halda bardaganum standandi því hann er góður að slá og sparka – sérstaklega sparka. Gunnar er hvergi banginn við að standa á móti honum eða hverjum sem er því hann er alltaf að bæta sig standandi. Staðreyndin er einfald- lega sú að Gunnar er nákvæmastur allra í veltivigtinni þegar kemur að því að slá frá sér og landa höggum. „Ég er með minn eigin stíl og ég held að fólk hafi bara ekki séð neitt sérstaklega mikið af honum. Hann er alltaf að þróast. Ég fékk aðeins að nota hann í síðasta bar- daga sem gaf mér líka til- finningu fyrir því hvernig hann virkar í bardaga. Það var gott því það er öðruvísi að gera þetta á æfingum heldur en í bardaga,“ segir Gunnar. Sér beltið í hillingum Einn helsti löstur Alans Jouban í búrinu er hvað hann byrjar oft hægt og það ætlar Gunnar að nýta sér. „Mér finnst það líklegt. Ég fer yfir- leitt inn með sterka byrjunar árás. Mér finnst það skipta máli og það er líka minn stíll. Ég reyni að klára b a r d a g a n a m í n a þegar ég sé opnanir. Þær eru mjög víða og svo býr maður sjálfur til opnanir. Ég á sennilega eftir að byrja nokkuð sterkt,“ segir hann. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði í viðtali við íþróttadeild að hann sjái Gunnar fá titilbardaga í lok árs ef hann hefur betur gegn Jouban og fá svo stóran bardaga í sumar sem hann klári með sigri. Gunnar er ekkert að hlaupa fram úr sér en er að hugsa svipaða hluti. „Ég er ekkert að fara að hætta núna. Ég er að vinna mig upp enn þá. Svona er þetta ferðalag. Ég horfi ekkert fram hjá Alan en ég ætla að reyna að ná tveimur bardögum til viðbótar á árinu. Að sjálfsögðu mun ég reyna að vinna þá og þá gæti ég vel trúað að maður gæti barist um titilinn á næsta ári,“ segir Gunnar Nelson. Svona er þetta ferðalag Gunnar Nelson telur að hann gæti fengið titilbar­ daga á næsta ári ef allt gengur vel. Hann snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru í kvöld er hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jou­ ban. Sá kappi er sýnd veiði en ekki gefin. Um helgina Stöð 2 Sport: L 12.20 West Brom - Arsenal Sport L 14.50 Stoke - Chelsea Sport 2 L 15.15 Bilbao-Real Mad. Sport 3 L 15.50 ÍR - Stjarnan Sport 2 L 16.20 Keflavík - Valur Sport 4 L 16.30 Arnold Palmer Golfstöðin L 17.20 B’mouth - Swansea Sport L 17.25 Leeds - Brighton Sport 3 L 21.00 UFC: Gunni Nelson Sport L 23.00 Bank of Hope Golfstöðin L 01.00 Box: Golovkin /Jacobs Sp. S 11.50 M´boro - Man. Utd. Sport S 14.00 Tottenh. - S+hamton Sport S 16.30 Man. City - Liverpool Sport S 16.30 Gladbach - Bayern Sport 2 S 16.30 Arnold Palmer Golfstöðin S 18.05 Valur - Víkingur Ó. Sport 3 S 18.30 Keflavík - Tindast. Sport S 19.40 Barcelona-Valencia Sport 2 S 21.00 Körfuboltakvöld Sport S 23.00 Bank of Hope Golfstöðin Frumsýningar á leikjum: L 18.30 W. Ham-Leicester Sport 4 L 19.30 C. Palace - Watford Sport 4 L 19.50 Sunderl. - Burnley Sport 2 L 20.15 Everton - Hull Sport 4 Olís-deild karla: L 15.00 Fram - Valur Safamýri S 16.00 Haukar - Akureyri Ásvellir L 15.00 Fram - Valur Safamýri Domino’s-deild karla 8 liða úrslit: L 16.00 ÍR - Stjarnan Seljaskóli L 16.00 Þór Ak. - KR Höllin, Ak. S 19.15 Keflavík - Tindast. Keflavík S 19.15 Þór Þorl. - Grind. Þorláksh. Domino’s-deild kvenna: L 16.30 Keflavík - Valur Keflavík L 16.30 Grindav. - Snæfell Grindav. L 16.30 Skallagr.- Njarðv. Borgarn. S 19.15 Haukar - Stjarnan Ásvellir Í London Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Ég er með minn eigin stíl og ég held að fólk hafi bara ekki séð neitt sérstaklega mikið af honum. Gunnar Nelson 9. Þetta verður níundi UFC- bardagi Gunnars Nelson á ferlinum en hann hefur hingað til unnið sex bardaga og tapað tvisvar sinnum. Nýjast AtHyGliSVErðir lEiKir BíðA í MEiStArAdEildiNNi Evrópumeistarar real Madrid mæta Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í gær. Englandsmeistarar leicester City mæta Atlético Madrid, silfurliði Meistaradeildarinnar í fyrra. ítalíumeistarar Juventus mæta Spánarmeisturum Barcelona. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistara- deildarinnar 2015 þar sem Barce- lona hafði betur, 3-1. Þá mætast tvö skemmtilegustu lið Evrópu, Borussia dortmund og Monaco. Fyrri leikirnir fara fram 11. og 12. apríl og þeir seinni 18. og 19. apríl. íSlENSKt GUll í SAN MAríNó ísland vann gull í tvímenningi kvenna og silfur í tvímenningi karla á Smáþjóðaleikunum í Keilu sem fara fram þessa daganna í San Marínó. KFr-stelp- urnar Magna Ýr Hjálmtýs- dóttir og dagný Edda Þórisdóttir tryggðu sér gullið í tvímenningi kvenna með sann- færandi sigri. íslenska karlaliðið komst einnig í úrslit en þeir Björn G. Sigurðsson og Arnar davíð Jóns- son töpuðu eftir spennuleik. UNitEd FEr til BElGíU Manchester United mætir Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United er eina enska liðið sem er eftir í Evr- ópudeildinni. Belgía á hins vegar tvo fulltrúa; Anderlecht og Genk sem mætir Celta Vigo. Ajax mætir Schalke 04 og lyon og Besiktas eigast við. Fyrri leikirnir fara fram 13. apríl og þeir seinni 20. apríl. 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r22 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð sport 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -B D 0 C 1 C 7 8 -B B D 0 1 C 7 8 -B A 9 4 1 C 7 8 -B 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.