Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 24
Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni LAUGARDAG OG SUNNUDAG 365.is Sími 1817 Tryggðu þér áskrift á aðeins 233 kr. á dag 6.990 kr. á mánuð i Við lifum ekki í fullkomnum heimi fótbolti Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Kósóvó í Alban- íu þann 24. mars næstkomandi og fjórum dögum síðar spilar liðið vin- áttulandsleik gegn Írlandi ytra. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarna- son, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson eru allir meidd- ir og svo er Theodór Elmar Bjarnason í leikbanni. Það eru heldur betur stór skörð að fylla. Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason eru báðir í leikmanna- hópnum þó að þeir séu búnir að vera meiddir. Báðir munu væntan- lega spila með félagsliðum sínum um helgina og að öllu óbreyttu mæta þeir leikfærir í landsleikina. 24 leik- menn voru þó valdir út af óvissunni um meiðsli. Landslið Kósóvó kom aðeins á síðasta ári inn í UEFA og FIFA og það er því lítil reynsla hjá leikmönnum liðsins að spila saman. Í liðinu eru þó sterkir einstaklingar og sumir hafa spilað með öðrum landsliðum áður en færðu sig um set þegar tæki- færið til að spila fyrir Kósóvó kom upp. Liðið er í 165. sæti á heimslist- anum en Heimir Hallgrímsson lands- liðsþjálfari segir að það muni rjúka upp þann lista enda mun sterkara en staða þess á listanum segi til um. Það sé svona neðarlega þar sem það sé nýtt og hafi ekki sankað að sér neinum stigum. „Þetta er leikur sem íslenska landsliðið þarf að vinna en við gerum lítið úr öllum mótherjum ef við eigum að vinna einhvern leik. Ég vona að þú og allir Íslendingar hafi vit á því að vera ekki að tala niður andstæðinginn. Það hjálp- ar aldrei til að vinna,“ segir Heimir en hann hefur skoðað andstæðing sinn vel og ber mikla virðingu fyrir honum. „Þetta er ný þjóð sem hefur ekki spilað marga landsleiki en það eru þarna leik- menn með mikla hæfileika. Þeir spila með góðum liðum í góðum deildum. Ef við berum saman þeirra lið og lið íslensku leikmannanna þá er ekki mikill munur þar á. Einstaklings- gæðin eru svipuð. Þeir eru í því ferli að mynda lið og það tekur svolítinn tíma. Þeir hafa ekki þann lúxus að hafa horft á þessa leikmenn með sínum yngri landsliðum eða spilað lengi saman. Ég hrósa þjálfaranum fyrir hversu fljótt honum hefur tek- ist að mynda lið. Það tekur tíma því þjálfarinn fær liðið aðeins í nokkra daga á ári.“ Landsliðsþjálfarinn vill lítið ræða um hvar veikleikarnir liggja hjá Kósóvó en segir að flestir andstæðingar Kósóvó hafi pressað þá framarlega og það horfi hann á. Á þeim tíma sem Heimir hefur verið með landsliðið hefur hann nánast undantekningalaust getað spilað á sama liðinu og ekki þurft að gera miklar breytingar á hópnum. Nú reynir í fyrsta skipti almenni- lega á breiddina og menn með litla reynslu eins og Aron Sig- urðarson, Óttar Magnús Karlsson, Kjartan Henry Finnbogason og Viðar Ari Jónsson eru í hópnum. „Þetta starf er oftast krefjandi. Þetta hefur verið frekar þægileg sigling hing- að til og við höfum nánast alltaf getað valið sama leikmannahóp. Örugglega hundleiðinlegt á blaða- mannafundum að fá sömu glæruna aftur og aftur. Að þessu sinni eru mikil forföll og sem betur fer fengum við verkefni í janúar og febrúar þar sem við gátum skoðað leikmenn og þeir mátað sig í þessu umhverfi. Þeir hafa virkilega staðið sig vel og þessi verkefni í byrjun árs- ins eru að hjálpa okkur mjög mikið akkúrat í dag,“ segir Eyjamaðurinn en hann sagði liðið vera að fá of mörg mörk á sig og svo vantar hann sína helstu framherja einnig í þessum leikjum. „Það er kannski hægt að segja að ég sé með áhyggjur en ég er þó meira spenntur fyrir þessum leik. Auðvitað vilja allir þjálfarar hafa alla sína leik- menn heila á leikdegi en svoleiðis gerist bara í fullkomnum heimi og við lifum ekki í fullkomnum heimi.“ henry@frettabladid.is Það er hausverkur hjá Heimi Hallgrímssyni hvernig hann á að stilla upp liði sínu í næsta leik. Margir lykilmenn eru fjarverandi. fréttablaðið/ernir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari valdi í gær 24 manna leik- mannahóp fyrir lands- leiki gegn Kósóvó og Írlandi. Mikil meiðsli herja á íslenska hópinn og mörg ný andlit fá nú tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Randers Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, Sandefjord Varnarmenn: Hörður B. Magnússon, Bristol City Ari Freyr Skúlason, Lokeren Ragnar Sigurðsson, Fulham Kári Árnason, AC Omonia Hólmar Örn Eyjólfsson, Maccabi Haifa Sverrir Ingi Ingason, Granada Viðar Ari Jónsson, Brann Birkir Már Sævarsson, Hammarby Miðjumenn: Aron Sigurðarson, Tromsö Elías Már Ómarsson, IFK Göteborg Emil Hallfreðsson, Udinese Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor Rúrik Gíslason, Nürnberg Arnór Ingvi Traustason, Rapid Vín Sóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson, Wolves Viðar Örn Kjartanss. Maccabi Björn Bergmann Sigurðars., Molde Kjartan Henry Finnbogas., Horsens Óttar Magnús Karlsson, Molde Hópurinn Hans mál hvað hann gerir áður en kemur í landsliðsverkefni Á blaðamannafundi landsliðsins í gær kom fram að framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefði komið ölvaður til móts við landsliðið í undir- búningi leiksins gegn Króatíu síðasta nóvember. Hann kom degi á undan landsliðinu til Ítalíu í æfingabúðirnar. Þjálfarinn var augljóslega ekki mjög kátur með það en refsaði þó leikmanninum ekki þar sem undirbúningurinn var ekki formlega hafinn. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ræddi þó málið við Viðar Örn sem baðst afsökunar á hegðun sinni. „Við hreinsuðum þetta mál á fyrsta degi og héldum svo áfram. Hvað hann gerir áður en hann kemur í landsliðsverkefni er hans mál. Við ræddum málið og hann er ekki í skammar- króknum,“ segir Heimir sem sagði málið vera á gráu svæði því spurning væri hvenær menn séu komnir í landsliðsverkefni. „Það gera allir mistök í lífinu og svo þurfa menn að sýna að þeir vilji bæta fyrir sín mistök og ég hef enga trú á öðru en að Viðar vilji gera það.“ Heimir segir að reglurnar séu alveg skýrar hjá landsliðinu, að ekkert áfengi sé leyft með liðinu. Hann vísaði á bug sögusögnum um að tveir leikmenn landsliðsins hefðu setið að sumbli eftir áðurnefndan leik gegn Króatíu. Hann sagði að það hefði komið beiðni um að menn fengju leyfi til þess að fá sér bjór sem hann hefði hafnað. „Það var ekki agabrot að neinu leyti. Menn voru að horfa á UFC og voru nánast allir í orkudrykkjum. Sumir voru í vatni,“ sagði Heimir. Það er kannski hægt að segja að ég sé með áhyggj- ur en ég er þó meira spennt- ur fyrir þessum leik. Heimir Hallgríms- son landsliðs- þjálfari Íslands 1 8 . m a r s 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r24 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -D 0 C C 1 C 7 8 -C F 9 0 1 C 7 8 -C E 5 4 1 C 7 8 -C D 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.