Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 26
Auður Rafnsdóttir reynir ávallt eitthvað nýtt í ræktun á hverju ári. Þetta árið er hún spennt fyrir blöndu af fjólublárri og grænni basiliku. FRéttAblAðið/GVA
Það er orðið bjart fram á kvöld og því má fólk fara að drífa sig að sá fyrir kryddjurtum,“ segir Auður Rafns-dóttir einn þekktasti
sérfræðingur í kryddjurtaræktun
á landinu. Þumalputtareglan sé að
sá fyrir jurtum þegar það er orðið
bjart fram á kvöld. Sáningartíminn
sé fram í júní.
Ræktar til matargerðar
Auður sáir í litla sáningarkubba í
kassa. „Ég er með lítinn kassa, gróð-
urhús sem ég set sáningarkubba í.
Ég sái hverri sort í fjóra kubba því
sum fræ koma upp og sum ekki. Ég
er með sjö sortir, “ segir Auður sem
prófar ávallt eitthvað nýtt á hverju
ári. „Núna er ég spenntust fyrir
fjólublárri basiliku. Nú
er hægt að fá fjólubláa og
græna í sama umslag-
inu. Annars hef ég
mest gaman af því
að rækta krydd-
jurtir sem ég nota
til matargerðar. Ég
rækta því alltaf óreganó
og timían því ég hef
gaman af því að gera
Bernaise-sósu. Þá rækta
ég basiliku til að hafa með
tómötum og buffalóosti.
Ég hef líka gaman af því að
rækta dill þó það sé erfitt á
Íslandi,“ segir Auður en dill
er viðkvæmt fyrir of mikilli
birtu. „Svo finnst mér alveg
ómissandi og mjög gaman
að rækta salvíu sem ég nota
mikið með kjúklingi,“ segir Auður.
Góð mold og áburður
Í lok apríl kaupir Auður gjarnan litla
græðlinga líka. „Ég kaupi bæði pínu-
litlar plöntur og stærri plöntur, það
er gaman að hafa ræktun á mörgum
stigum í eldhúsinu.“
Hún gefur lesendum það ráð að
kaupa góða
gróðurmold
og áburð.
„Ég kaupi
góða mold
og svo tvær
t i l þ r j á r
tegundir af
áburði. Mér
finnst gott að
breyta aðeins
til. Maður á
að hugsa um
litlar plöntur
af umhyggju. Ég
líki þessu við að
mata ungbarn. Fyrst er það brjósta-
mjólkin, góð mold. Síðan bætist við
næring. Ég set áburð út á þegar það
eru komin fleiri en tvö kímblöð og
bæti svo örlítið við eftir því sem
jurtin vex.“
Auður segir kryddjurtaræktun
þurfa daglega umhirðu. „Það þarf
aðallega að fylgjast vel með,
kíkja undir blöðin hvort
þar leynist fluga eða
lús. Ef svo er þá er
hægt að skola
af plöntunni.
Gott ráð er að
setja edik- og
h u n a n g s -
b l ö n d u
í g l u g g -
a n n t i l
að halda
flugunum
f r á . E n
auðvitað
v e r ð u r
n ú f ó l k
a ð g e t a
farið frá, í frí
eða í bústað-
inn. Þá eru til
ýmsar lausnir til
vökvunar. Það eru til
vökvunargræjur sem vökva
fyrir eigandann, það er líka hægt að
útbúa slíkar græjur, jafnvel úr kók-
flösku.“
En hvað skyldi vera það mest
framandi sem Auður hefur ræktað
af kryddjurtum? „Nú er vinsælt að
prófa að rækta jurtir sem eru not-
aðar í asíska matargerð, til dæmis
lemongrass. Margir rækta chili. En
svo heyri ég að fólk er farið að for-
vitnast meira um ræktun hvítlauks
og jafnvel engifers. En hvað sem
fólk ætlar nú að reyna, þá er þetta
allt spurning um góða mold, áburð,
ást og umhyggju,“ klykkir Auður út
með. kristjanabjorg@frettabladid.is
Kominn tími
til að sá fyrir
kryddjurtum
Góð mold, áburður, ást og umhyggja. Þetta er það allra nauðsynleg-
asta sem fólk þarf að huga að sem ætlar sér að sá fyrir krydd-
jurtum að mati sérfræðingsins Auðar Rafnsdóttur. Nú er orðið
nógu bjart til að sá fræjum og tilvalið að hefja ræktunina.
Hvað sem fólk ætlar nú
að reyna, þá er þetta
allt spurning um góða
mold, áburð, ást og um-
Hyggju.
Asískar jurtir og rætur er móð-
ins að rækta heima við
um þessar mundir.
1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
helgin
1
8
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
7
8
-C
B
D
C
1
C
7
8
-C
A
A
0
1
C
7
8
-C
9
6
4
1
C
7
8
-C
8
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K