Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 26
Auður Rafnsdóttir reynir ávallt eitthvað nýtt í ræktun á hverju ári. Þetta árið er hún spennt fyrir blöndu af fjólublárri og grænni basiliku. FRéttAblAðið/GVA Það er orðið  bjart fram á kvöld og því má fólk fara að drífa sig að sá fyrir kryddjurtum,“ segir Auður Rafns-dóttir einn þekktasti sérfræðingur í kryddjurtaræktun á landinu. Þumalputtareglan sé að sá fyrir jurtum þegar það er orðið bjart fram á kvöld. Sáningartíminn sé fram í júní. Ræktar til matargerðar Auður sáir í litla sáningarkubba í kassa. „Ég er með lítinn kassa, gróð- urhús sem ég set sáningarkubba í. Ég sái hverri sort í fjóra kubba því sum fræ koma upp og sum ekki. Ég er með sjö sortir, “ segir Auður sem prófar ávallt eitthvað nýtt á hverju ári. „Núna er ég spenntust fyrir fjólublárri basiliku. Nú er hægt að fá fjólubláa og græna í sama umslag- inu. Annars hef ég mest gaman af því að rækta krydd- jurtir sem ég nota til matargerðar. Ég rækta því alltaf óreganó og timían því ég hef gaman af því að gera Bernaise-sósu. Þá rækta ég basiliku til að hafa með tómötum og buffalóosti. Ég hef líka gaman af því að rækta dill þó það sé erfitt á Íslandi,“ segir Auður en dill er viðkvæmt fyrir of mikilli birtu. „Svo finnst mér alveg ómissandi og mjög gaman að rækta salvíu sem ég nota mikið með kjúklingi,“ segir Auður. Góð mold og áburður Í lok apríl kaupir Auður gjarnan litla græðlinga líka. „Ég kaupi bæði pínu- litlar plöntur og stærri plöntur, það er gaman að hafa ræktun á mörgum stigum í eldhúsinu.“ Hún gefur lesendum það ráð að kaupa góða gróðurmold og áburð. „Ég kaupi góða mold og svo tvær t i l þ r j á r tegundir af áburði. Mér finnst gott að breyta aðeins til.  Maður á að hugsa um litlar plöntur af umhyggju. Ég líki þessu við að mata ungbarn. Fyrst er það brjósta- mjólkin, góð mold. Síðan bætist við næring. Ég set áburð út á þegar það eru komin fleiri en tvö kímblöð og bæti svo örlítið við eftir því sem jurtin vex.“ Auður segir kryddjurtaræktun þurfa daglega umhirðu. „Það þarf aðallega að fylgjast vel með, kíkja undir blöðin hvort þar leynist fluga eða lús. Ef svo er þá er hægt að skola af plöntunni. Gott ráð er að setja edik- og h u n a n g s - b l ö n d u í g l u g g - a n n t i l að halda flugunum f r á . E n auðvitað v e r ð u r n ú f ó l k a ð g e t a farið frá, í frí eða í bústað- inn. Þá eru til ýmsar lausnir til vökvunar. Það eru til vökvunargræjur sem vökva fyrir eigandann, það er líka hægt að útbúa slíkar græjur, jafnvel úr kók- flösku.“ En hvað skyldi vera það mest framandi sem Auður hefur ræktað af kryddjurtum? „Nú er vinsælt að prófa að rækta jurtir sem eru not- aðar í asíska matargerð, til dæmis lemongrass. Margir rækta chili. En svo heyri ég að fólk er farið að for- vitnast meira um ræktun hvítlauks og jafnvel engifers. En hvað sem fólk ætlar nú að reyna, þá er þetta allt spurning um góða mold, áburð, ást og umhyggju,“ klykkir Auður út með. kristjanabjorg@frettabladid.is Kominn tími til að sá fyrir kryddjurtum Góð mold, áburður, ást og umhyggja. Þetta er það allra nauðsynleg- asta sem fólk þarf að huga að sem ætlar sér að sá fyrir krydd- jurtum að mati sérfræðingsins Auðar Rafnsdóttur. Nú er orðið nógu bjart til að sá fræjum og tilvalið að hefja ræktunina. Hvað sem fólk ætlar nú að reyna, þá er þetta allt spurning um góða mold, áburð, ást og um- Hyggju. Asískar jurtir og rætur er móð- ins að rækta heima við um þessar mundir. 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð helgin 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -C B D C 1 C 7 8 -C A A 0 1 C 7 8 -C 9 6 4 1 C 7 8 -C 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.