Fréttablaðið - 18.03.2017, Side 30

Fréttablaðið - 18.03.2017, Side 30
Ö ll störf eru kvenna­störf,“ eru ein­kunn ar orð átaks­ins #kvenn a starf sem hófst í mars. Myllumerkið hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum en um er að ræða átak og kynn­ ing ar her ferð á veg um Sam taka iðnaðar ins og Tækni skól ans, í sam­ starfi við alla iðn­ og verk mennta­ skóla á Íslandi. Markmið átaksins er að hvetja ung ar stúlk ur og kon ur til að skrá sig í nám í svo kölluðum „karllægum grein um“. „Það þarf fleiri nemendur í iðn­ og tækninám. Kveikjan að þessu átaki er hversu fáar konur stunda nám í vissum geirum iðn­ aðar. Vinnumarkaðurinn líður fyrir þessa einhæfni. Svo er þetta líka fyrst og fremst bara mikilvægt jafnréttismál sem skólarnir vilja láta sig varða,“ segir Ágústa Sveins­ dóttir, hönnuður og markaðsfull­ trúi hjá Tækniskólanum og einn talsmanna átaksins. Þegar Ágústa fór að kanna þátt­ töku stúlkna og kvenna í iðngrein­ um kom henni lágt hlutfall þeirra á óvart. „Tölfræðin er sláandi svo Tekjumöguleikar fyrir konur Kynjahallinn er útbreiddur í atvinnulífinu,“ segir Ágústa. Fréttablaðið/Eyþór Ég veit ekki af hverju þetta stafar. Mér dettur helst í hug að stelpur skorti fyrirmyndir og kannski er það eitthvað í samfélaginu,“ segir Jara Fatima Brynjólfsdóttir, flugmaður hjá Icelandair, sem skaust á ritstjórnar­ skrifstofu Fréttablaðsins til viðtals skömmu áður en hún fór í flug. „Ég vil endilega gefa mér tíma til þess að ræða þessi mál og ég vona að umræða um fáar konur í flugi verði hvatning þeim sem vilja láta drauminn rætast,“ segir hún. Í dag eru samanlagt 807 flugmenn og flugstjórar hjá helstu flugfyrir­ tækjum landsins. Aðeins 57 þeirra eru konur eða um 7%. Jöru langaði til þess að verða flug­ maður frá því hún var lítil stelpa. „Ég átti ekki fyrirmyndir í fluginu. En for­ eldrar mínir studdu mig og hvöttu og ég held það hafi skipt miklu máli. Það eru sterkar konur í fjölskyldunni sem voru í ábyrgðarstöðum og ég held það hafi líka skipt máli. Áður en ég hóf nám þá var erfitt að fá vinnu sem flug­ maður hjá flugfélögum landsins. Mér var ráðlagt að fara fyrst í háskóla til að hafa eitthvað til vara. Ég hugleiddi það en svo ákvað ég að læra það sem ég vildi starfa við, flug.“ Jara telur líklegt að kvenkyns flug­ mönnum fjölgi eftir því sem fyrir­ myndirnar verða fleiri. Sjálf er hún meðvituð um að vera orðin fyrir­ mynd. „Ég á litla frænku og reyni að vera góð fyrirmynd fyrir hana. Hún segist vilja verða flugmaður.“ Hún segist ekki finna fyrir mótbyr í starfi sínu sem flugmaður. „Strákarnir hafa alltaf tekið mér vel en stundum fæ ég samt þessa tilfinningu að ég þurfi að sanna mig. En þá kröfu geri ég líklegast til sjálfrar mín, hún kemur ekki utan frá eða frá strákunum, langt frá því,“ segir Jara. Þakklát konum sem ruddu brautina  Markmið átaksins #kvennastarf er að hvetja ungar stúlkur til að skrá sig í nám í karllægum greinum. Ágústa Sveinsdóttir, segir vannýtta tekju- möguleika fyrir kon- ur felast í iðnnámi. Tölfræði um konur í iðngreinum Forritun Á tölvubraut í Tækniskólanum þar sem lögð er áhersla á forritun og tölvunarfræði eru 260 manns við nám. 8 þeirra eru stelpur. 3% Konur Konur eru í minnihluta þeirra sem læra og vinna við forritun í dag.Hér má sjá kynjahlutfall þeirra sem lokið hafa sveinsprófi í ýmsum málmiðngreinum í gegnum árin. Blikksmíði 452 Karlar 7 Konur Rennismíði 10 Konur 543 Karlar Stálsmíði 0 Konur 463 Karlar Vélvirkjun 22 Konur 4407 Karlar Matreiðsla Frá upphafi hafa 1406 karlmenn útskrifast með sveinspróf í mat- reiðslu á Íslandi en aðeins 194 konur. Árið 1970 lauk fyrsta konan sveinsprófi í matreiðslu á Íslandi. 35% Konur 65% Karlar 87 nemendur eru skráðir í mat- reiðslunám á vorönn 2017 í MK og VMA. Þar af eru 23 konur eða um: 35%. Sveinspróf kvenna 84% 16% n karlar n konur Heildarfjöldi karlmanna á Íslandi sem lokið hafa sveinsprófi í lög- gildri iðngrein eru 32.641. Heildarfjöldi kvenna er 5.151. ekki sé meira sagt, það er ljóst að það er þörf á þessu átaki. Enda er ég viss um að námið og störfin henta konum jafn vel og körlum. Mér finnst líka ólíklegt að bara strákar hafi áhuga á þeim. Tekjumöguleik­ arnir eru líka góðir,“ bætir hún við. „Ég gerði til að mynda sjálf rann­ sókn á konum sem starfa sem flug­ menn. Ég hafði samband við Félag íslenskra flugmanna, hringdi í öll fyrirtæki á Íslandi sem eru með flugmenn í starfi. Konurnar eru ótrúlega fáar, á mörgum stöðum voru engar starfandi flugmenn. Hlutfallið var best hjá Icelandair, eða um tíu prósent,“ segir Ágústa og nefnir annan geira sem kom henni á óvart hvað fáar konur starfa við. „Það kom mér mikið á óvart hvað það eru fáar konur með sveinspróf í matreiðslu. Maður tengir konur við matargerð, það er alveg á hreinu að þær hafa mikinn áhuga á mat og matargerð. En það sést ekki á vinnumarkaðnum. Þær eru fáar í matariðnaði,“ segir Ágústa sem talaði við bæði stúlkur og konur sem tengjast iðnaðinum. „Sumar þeirra nefndu að barn­ eignir þeirra þættu fyrirstaða. Það er með ólíkindum að svo úrelt við­ horf skuli viðgangast. Karlmenn eiga börn líka, við búum í nútíma samfélagi og það sló mig að konur hafi þurft að mæta þessu gamal­ dags viðhorfi og eigi því erfiðara með að fá inngöngu. Sumar hafa líka talað um að það sé gert ráð fyrir því að vaktaálag geri þeim erfitt fyrir að halda heimili. Eins og karlmenn haldi ekki líka heimili,“ bendir Ágústa á. Til að byrja með stóð aðeins til að fara í átak tengt námi í Tækniskól­ anum. Strax við undirbúning þess kom í ljós að þörf væri á almennri vitundarvakningu,. „Maður fór að rýna í tölur og niðurstöðurnar bentu til þess að kynjahallinn væri svo mikill að þörf væri á umræðu og aðgerðum. „Svo kemur í ljós að kynjahallinn er miklu útbreiddari í atvinnulífinu eins og maður hefur séð í þjóðfélagsumræðunni síðast­ liðna mánuði.“ Hún segir að flest fyrirtæki í dag sýni mikinn velvilja og sum þeirra meira að segja eru mjög spennt Hún segir þurfa að fjölga konum í flugi. „Mér finnst flestöll fyrirtæki vera meðvituð um þetta. Hjá Ice­ landair eru tíu prósent flugmanna konur og vonandi hækkar hlutfallið. Fyrsta konan sem varð atvinnuflug­ maður á Íslandi er enn starfandi hjá Icelandair. Mér finnst það gott. Konurnar sem voru fyrstar og ruddu brautina eru mikilvægar fyrirmyndir. Ég er þeim þakklát. Hlutirnir breytast hratt og í rétta átt. Í sumar flaug ég með konu í fyrsta skipti. Áður hafði ég alltaf flogið með karlmanni. Ég man að ungur maður horfði inn í klefann og fannst þetta augljóslega mjög sérstakt. En á sama tíma þá fannst mér það nú líka. Þetta er undrun sem ég verð vör við, ekki hneykslan,“ segir Jara. En hvað skyldi það vera sem þarf til að verða flug­ maður? „Það þarf að hafa mjög mikla ástríðu fyrir flugi. Þú þarft virkilega að vilja þetta. Þetta eru mörg skref sem maður fer í gegnum og mikil sía. Til að ná á endapunktinn þarftu að vera ákveðin, viljasterk og full ástríðu.“ fyrir því að fá stelpur til starfa. En þó tala sumar stelpur í iðnnámi um að þær þurfi að berjast meira fyrir sínu. Til dæmis hafa nokkrar stelpur nefnt að þær hafi átt í meiri erfiðleikum með að komast á samning heldur en strákarnir. „Þetta þarf að laga, það þarf að fara yfir aðgangshindranir stelpna í iðnnám. Iðnaðarstörf hafa breyst mikið, efnin eru léttari og tæknin hefur breyst. Iðnaðarstörf eru ekki endilega mikið erfiði,“ segir Ágústa sem segir þátttöku í herferðinni hafa vakið hana til umhugsunar. „Stelpur virðast þurfa að segja hlutina fimm sinnum oftar en strákar. Þeim líður oft eins og þær megi ekki gera mistök og finna fyrir því að það eru gerðar aðrar og meiri kröfur til þeirra en strákanna. Það er að minnsta kosti mitt persónu­ lega mat,“ segir Ágústa. Jara segir mikilvægt að fjölga fyrirmyndum. Fréttablaðið/Ernir Konur í flugi á Íslandi 7% 93% n karlar n konur Um það bil 110.000 flugmenn eru starfandi í heiminum í dag og samkvæmt nýjustu könnunum eru um 5.000 þeirra konur og 1.500 flugstjórar. Í dag eru samanlagt 807 flugmenn og flugstjórar starfandi hjá helstu flugfyrirtækjum á Íslandi en aðeins 57 konur. 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -A 4 5 C 1 C 7 8 -A 3 2 0 1 C 7 8 -A 1 E 4 1 C 7 8 -A 0 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.