Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 68

Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 68
kopavogur.is Lausar kennslustofur Samkeppnisviðræður Kópavogsbær óskar eftir viðræðum við aðila sem geta byggt eða reist úr einingum allt að 10 lausar færanlegar kennslustofur fullbúnar til notkunar. Fimm kennslustofum skal skila fyrir 20. ágúst 2017 og öðrum fimm fyrir 20. október 2017. Gert er ráð fyrir að allar kennslustofurnar verða staðsettar við Kársnesskóla við Vallargerði í Kópavogi. Heildarstærð á kennslustofu skal vera 80 - 85m², með 60m² kennslurými og að auki salernis- og ræstiaðstöðu ásamt forrými. Veggir að innan skulu vera í flokki 1. og skulu útveggir vera með óbrennanlegri útveggjaklæðningu. Kennslustofurnar skulu uppfylla allar kröfur sem gerðar eru í byggingareglugerð til skólahúsnæðis. Þeir sem óska eftir frekari gögnum um verkefni þetta skulu senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is , frá og með 20. mars nk.. Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs, símanúmer og netfang. Áhugasamir skulu senda nafn, netfang og upplýsingar um fyrirtæki ásamt lýsingu á því sem boðið er á sama netfang fyrir 3. apríl 2017. ÚTBOÐ Hafnararðarbær óskar eftir tilboðum í viðgerð á þökum á eftirtöldum mannvirkjum: • Álfaskeið 64 C • Álfaskeið 64 D • Leikskólinn Norðurberg • Tónkvísl • Víðistaðaskóli - íþróttahús Áætlaðir heildarfermetrar eru um 1080 m2 Hver verkstaður hefur sína verklokadagsetningu en öll verkin eiga að vera búin fyrir 10. ágúst 2017. Útboðsgögn eru seld hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudeginum 21. 03. 2017. Verð kr. 3.000.- Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 4. apríl 2017, kl. 11. Nánar á hafnarordur.is 585 5500 HAFNARFJARÐARBÆR hafnarfjordur.is ÚTBOÐ Hafnararðarbær óskar eftir tilboðum í málun á eftirtöldum mannvirkjum: • Engidalsskóli • Hvaleyrarskóli • Setbergsskóli • Öldutúnsskóli • Leikskólinn Hlíðarendi • Leikskólinn Smáralundur Áætlaðir magntölur eru um: • Gluggar: 2940 lm • Steyptir veggir: 430 m2 • Þak: 3018 m2 Hver verkstaður hefur sína verklokadagsetningu en öll verkin eiga að vera búin fyrir 10. ágúst 2017. Útboðsgögn eru seld hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudeginum 21. 03. 2017 á kr. 3.000.- Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 4. apríl 2017, kl. 11:15. Nánar á hafnarordur.is 585 5500 HAFNARFJARÐARBÆR hafnarfjordur.is Styrkir úr þróunarsjóði innflytjenda- mála 2016-2017 Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði inn- flytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks sam- félags. Við ákvörðun um styrkveitingar verður að þessu sinni lögð áhersla á eftirfarandi: • Rannsóknar- og þróunarverkefni sem leggja áherslu á þau samfélagslegu áhrif sem fólk af erlendum uppruna hefur á íslenskt samfélag. • Rannsóknar- og þróunarverkefni sem falla vel að áherslum þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016-2019 sem samþykkt var á Alþingi 20. september 2016. • Rannsóknar- og þróunarverkefni sem stuðla að virkri þátttöku innflytjenda í samfélaginu og auka sýnileika þeirra. Önnur rannsóknar- og þróunarverkefni koma einnig til álita. Styrkir verða veittir félögum, samtökum og opin- berum aðilum og eru félags- og hagsmunasamtök innflytjenda sérstaklega hvött til þess að sækja um. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfunar eru 15 millj- ónir króna. Styrkir geta numið að hámarki 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um jafnt á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2017. Vakin er sér- stök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins (minarsidur.stjr.is). Vísað er á nánari upplýsingar um þróunarsjóðinn á vef velferðarráðuneytisins, meðal annars reglur þróunarsjóðs innflytjendamála með nánari upplýs- ingum um skilyrði fyrir styrkveitingum. Einnig er bent á framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Nánari upplýsingar fást í velferðarráðuneytinu í síma 545 8100 og með tölvupósti á netfangið postur@vel.is. Trúnaðar er gætt við meðferð allra umsókna. Óska eftir tilboði í grásleppu sem landað verður á Húsavík. Verð miðist við að kaupandi taki við aflanum við löndun og sjái um löndunarþjónustu. Tilboð sendist á grasleppa640@gmail.com ÚTBOÐ VEIÐIRÉTTAR Í HAFRALÓNSÁ Veiðifélag Hafralónsár í Þistilfirði óskar eftir tilboði í alla lax- og silungsveiði á laxgengu svæði Hafralónsár frá og með árinu 2018. Leyfðar eru 6 stangir á laxasvæði og 3 stangir á silungasvæði. Aðeins er leyfð fluguveiði á laxasvæði. Tvö veiðihús eru við ána og er vegur að öllu veiðisvæðinu. Nánari upplýsingar gefur stjórn Veiðifélags Hafralónsár. Jóhannes Sigfússon s.4681270 - 8687832 gunnarsstadir@simnet.is Ævar Marinósson s. 4681457 -8666465 tsel@magnavik.is Júlíus Sigurbjartsson s. 4627014 -8924034 julli@magnavik.is Frestur til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 21. apríl. Tilboð sendist á Veiðifélag Hafralónsár Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum 681 Þórshöfn, merkt tilboð Tilboð verða opnuð í Svalbarðsskóla í Þistilfirði miðviku- daginn 26. apríl kl. 16.00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Veiðifélag Hafralónsár áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tillaga að nýju deili- skipulagi lóðarinnar Breiðamörk 1c í Hveragerði. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 9. mars sl. að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóð Hótels Arkar, Breiðamörk 1c í Hveragerði, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsreiturinn afmarkast af Breiðumörk til austurs, Bjarkarheiði til norðurs, Réttarheiði til vesturs og opnu svæði til suðurs. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að auka nýtingar- hlutfall lóðarinnar Breiðumörk 1c og koma þannig til móts við aukna þörf á gistirými í Hveragerði. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Sunnumörk 2, frá og með mánudeginum 20. mars til mánudagsins 1. maí 2017. Tillagan er einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík og á heimasíðu Hveragerðis- bæjar, www.hveragerdi.is Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þriðjudaginn 2. maí 2017 annað hvort á bæjarskrifstofu Hveragerðis Sunnumörk 2 eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is. Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar ÚTBOÐ Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið „Miðsvæði – Gatnagerð og lagnir –1. áfangi” Verkið er fólgið í gatnagerð í nýju íbúðahverfi á Miðsvæði í Vogum; uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingar í götu- stæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, leggja lagnir vegna götulýsingar, reisingu ljósataura, útlagning jöfnunarlags undir malbik, malbikun, tengja lagnir við núverandi lagnir og annað það sem kemur fram á uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá. Helstu magntölur eru u.þ.b: Uppúrtekt 2000 m³ Fyllingar 3800 m³ Malbik 2400 m² Fráveitulagnir 800 m Vatnslagnir 440 m Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2017. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 20. mars 2017. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en þriðjudaginn 4. apríl 2017, kl. 11:00 og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 7 9 -1 A D C 1 C 7 9 -1 9 A 0 1 C 7 9 -1 8 6 4 1 C 7 9 -1 7 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.