Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 86

Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 86
Sadio Mané er alinn upp í borg-inni Sedhiou í Senegal þar sem hann lærði fótamennt sína með heimatilbúnum fótbolta á götunum. Tveggja til þriggja ára var hann kominn með boltann á fæturna og spark- aði. Ekkert annað komst að. Þegar hann var aðeins 15 ára flutti hann að heiman til að elta draum sinn, fór til höfuðborgarinnar Dakar til að reyna að komast á samning. Mané var ekki einn um plássin og þegar leikmönnum var skipt í lið gekk eldri maður að honum, horfði á útganginn og takka skóna, sagði að hann hlyti að vera á vitlausum stað glotti út í annað. „Hvernig heldurðu að þú getir spilað heilan fótboltaleik í þessum skóm? spurði hann mig,“ rifjaði Mané upp í viðtali fyrir skömmu við blaðið 4-4-2. Skórnir voru gamlir, rifnir og illa farnir. En eins og Kalli í knattspyrnu, sem spilaði í gömlu skónum hans Hemma Gunn og var samt langbestur, þá var Mané ekki lengi að heilla þjálfara og aðra sem voru á staðnum. „Ég var meira að segja í eldgömlum stutt- buxum líka. En ég sagði þessum manni að mig lang- aði að sýna mig og sanna. Þegar leikurinn byrjaði þá þurrkaðist glottið af honum. Eftir leikinn gekk maðurinn til mín og valdi mig í akademíuna í Genera- tion Foot,“ segir Mané en akademían hefur komið að þjálfun Diafro Sakho og Papiss Cissé. Fjölskylda Mané hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta og vildi annað hlutskipti fyrir hann. „Þegar þau sáu að ég elskaði fótbolta og hjarta mitt var í íþróttinni leyfðu þau mér að fara til Dakar. Síðan þau áttuðu sig á því að það komst ekkert annað að hafa þau hjálpað mér mikið.“ Í Dakar bjó hann hjá frænda sínum sem hann hafði aldrei séð og þekkti ekki neitt. Þar bjó hann þangað til hann var seldur til Metz í Frakklandi árið 2011. Í hvert sinn sem hann stígur inn á völlinn vill hann þakka fyrir sig því hann veit að stórfjölskyldan fylgist með. Þrátt fyrir aðeins tvö mörk í 22 leikjum með franska liðinu var hann valinn til að spila með Senegal á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Á einum leiknum fékk sér sæti Jürgen nokkur Klopp sem þá stýrði Dortmund. Hann hreifst af pilti og reyndi að kaupa hann til liðsins, oftar en einu sinni. En Mané var seldur til Salzburg og þar reimaði hann á sig markaskóna. Mörkin fóru að hrúgast inn og 2014 buðu Southampton, Dortmund og Spartak Moskva öll í hann. Salzburg tók tilboði Sout- hampton en Mané hitti Klopp og vildi ólmur fara til Dortmund. Það gekk ekki eftir. Hjá Southampton komu mörkin á færi- bandi og skoraði hann meðal annars sneggstu þrennu í sögu enska boltans. Þrennan kom gegn Aston Villa á aðeins fjórum mínútum og 33 sekúndum. Þegar tækifærið kom fyrir tímabilið að kaupa Mané var Klopp fljótastur af stað og standi Mané sig gæti hann orðið dýrasti leik- maður í sögu Liverpool, met sem Andy Carroll á í dag. Verðmiðinn gæti endað í 36 milljónum punda eða 4,8 milljörðum króna. „Það var smá svekkelsi að komast ekki til Dortmund á sínum tíma en ég sagði við sjálfan mig að halda áfram að æfa vel og þá kæmi eitt- hvað gott upp í hendur mínar. Ég fór til Sout- hampton og bætti mig sem leikmaður. Klopp vildi mig aftur og nú er ég heppinn að vera hér hjá Liverpool að vinna með honum.“ Mané viðurkennir að hann sakni heimahaganna þótt hann kvarti ekki. „Ég sakna fjölskyldu minnar gríðarlega. En ég vildi verða fótboltamaður og vildi ekkert annað. Það var erfitt að yfirgefa það sem ég þekkti þegar ég var svona ungur og margir sem ég ólst upp með og eru frábærir leikmenn fengu aldrei þetta tækifæri sem ég fékk. Ég vissi að erfið reynsla myndi gera mér gott og hér er ég nú og lifi drauminn sem mig dreymdi alltaf.“ Mané skrifaði undir fimm ára samning við Liverpool og hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins. Með hann, Coutinho, Firmino, Lallana og fleiri góða inni á vellinum og Klopp utan vallar þá er aldrei að vita nema nýtt gullaldartímabil Liverpool sé að renna upp. Draumurinn Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Saga Sadio Mané, leikmanns Liverpool, er eins og góð lygasaga. Mané er einn allra besti fram- herji enska boltans um þessar mundir. Hinn 24 ára Senegali hefur þurft að hafa fyrir hlutunum á leið sinni frá götum Senegal að bítlaborginni Liverpool. Leikvangurinn rættist í rifnum takkaskóm Þrennan koM gegn aSton Villa á aðeinS 4 MínútuM og 33 SekúnduM. Tölfræði Mané í enska boltanum Prófíllinn Fæddur: 10. apríl 1992 Hæð: 175 sm Þyngd: 69 kg Félag: Liverpool 25 leikir 12 Mörk 92 leikir í ensku deildinni 33 Mörk í ensku deildinni 14 stoð- sendingar 22 Mörk með hægri fæti 2 skallamörk 82 skot á mark 3 skot í tréverkið 12 gul spjöld 2 rauð spjöld 9 Mörk með vinstri fæti 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 7 8 -E 9 7 C 1 C 7 8 -E 8 4 0 1 C 7 8 -E 7 0 4 1 C 7 8 -E 5 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.