Fréttablaðið - 16.02.2017, Side 67
Dansviðburðurinn Miljarður rís
verður haldinn um land allt í fimmta
sinn í hádeginu á föstudaginn.
Dansað verður til minningar um
Birnu Brjánsdóttur í Hörpu.
Tilgangur verkefnisins er að vekja
fólk til umhugsunar um kynbundið
ofbeldi. „Það er ekki í lagi að ein af
hverjum þrem konum verði fyrir of-
beldi og ein af hverjum fimm konum
verði fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Þetta eru sláandi tölur, “ segir plötu-
snúðurinn Margeir Ingólfsson sem
sér um tónlistina á stærsta viðburð-
inum hér á landi, í Silfurbergi í Hörpu.
Að hans sögn er Milljarður rís stór-
kostlegur viðburður þar sem magnað
andrúmsloft myndast. Viðburðurinn
verður haldinn í samstarfi við tón-
listarhátíðina Sónar Reykjavík sem
einnig fer fram í Hörpu um helgina. Á
sama tíma fara fara fram minni dans-
viðburðir um land allt, þar á meðal í
Hofi á Akureyri og í Hljómahöllinni í
Reykjanesbæ.
Um 2.000 manns mættu í Hörpu
og dönsuðu saman gegn kynbundnu
ofbeldi í fyrra. Færri komust að en
vildu svo einhverjir dönsuðu frammi
á gangi. „Það er ekki hægt annað en
að sogast inn í þessa stemming og
sleppa fram af sér beislinu, “ segir
hann.
Dj Margeir segir að ástæðan
fyrir því að minnast eigi
Birnu Brjánsdóttur sér-
staklega sé að þema
UN Women í ár sé
öryggi í borgum,
hvort sem það er á
Íslandi, Indlandi eða í
Brasilíu.
„Tónlistarþemað í ár er 90’s
tónlist,“ segir Margeir. Hann og
Svala Björgvins munu snúa aftur
undir merkjum hljómsveitarinnar
Scope og flytja eitt vinsælasta lag
ársins 1994, Was That All It Was.
Lagið hefur ekki verið flutt í
yfir tuttugu ár og verður
ekki flutt aftur, þetta er
því einstakt tækifæri.
„Þar að auki eru allt-
af leyniatriði hvert
ár og ég get lofað því
að í ár verður það algjör
gleðibomba, “ bætir Mar-
geir við að lokum. – gha
Dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur
MynD/Hörður Ásbjörnsson
Vegan vanillukrem
400 g mjúkt smjörlíki
800 g flórsykur
50 ml jurtamjólk að eigin vali
1 msk. vanilla
70 g kakó
Allt þeytt saman upp í létt smjör-
krem. Smurt á milli botnanna og
utan á kökuna. Ef kakan er bökuð
í skúffu eða brownie-formi má
líka einfaldlega smyrja yfir hana
súkkulaðiglassúr.
Maðurinn á bak við atriði Beyoncé á
nýafstaðinni Grammy-verðlaunahá-
tíð er danshöfundurinn Sidi Larbi en
hann hefur meðal annars unnið með
íslensku dönsurunum Ernu Ómars-
dóttur og Valgerði Rúnarsdóttur.
Þó svo að Beyoncé hafi beðið lægri
hlut fyrir Adele í stórum flokkum
er óhætt að segja að hún hafi stolið
senunni þegar hún brá sér í líki Kleó-
pötru ólétt að tvíburum. Þess má
geta að síðast sótti Sidi Larbi landið
heim í maí til þess að koma fram á
Listahátíð í Reykjavík í verkinu Play.
Danshöfundur
Beyoncé er
Íslandsvinur
beyoncé sló í gegn. norDICPHoTos/AFP
L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 51f i M M T U D A G U R 1 6 . f e B R ú A R 2 0 1 7
1
6
-0
2
-2
0
1
7
0
5
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
F
-2
0
B
C
1
C
3
F
-1
F
8
0
1
C
3
F
-1
E
4
4
1
C
3
F
-1
D
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K