Lystræninginn - 01.04.1978, Qupperneq 8

Lystræninginn - 01.04.1978, Qupperneq 8
Birgir Sigurðsson HVERSDAGSLTOÐ UM OMO SAPIENS (Sú dýrategund sem við tilheyrum er kölluð Homo sapiens á vísindamannamáli, þ.e. Hinn vitiborni maður. En á síðari tímum hefur þróast frá henni ný mann- dýrategund. Hún nefnist á vísindamanna- máli Omo sapiens sem útleggst: Hinn heilaþvegni maður). I. Allir þekkja þvottaefnið. Allir þekkja Omo. Omo þvær best. Blettinn hér og blettinn þar Omo þvær burt alls staðar. Allir þekkja Omo. Omo er sannleikur. Omo þvær best. Omo í þvottinn. Það er best. Og Henkil Luvil Iva Ajax Nixon Dixan Hókus Pókus og Pílarókus hæfa yður einnig best. Pílaranda marinn gúlarinn tökum alla í skarinn. Sannlega segi ég yður: Omo. Omo. Omo. Omo er best. Svart er hvítt og hvítt er svart. En Omo hreinsar alltaf allt. Blóðið hér og blóðið þar Omo þvær burt alls staðar. Omo. Omo. Omo sapiens. Ég Omo sapiens vinn mína vinnu og sit í sjónvarpsstól og sé það sem ég sé. Ég Omo sapiens tilkynni: Hef stofnað nefnd um glæpinn. Það sést ekkert ljótt framar. Tilkynningin send blöðum hljóðvarpi og sjónvarpi. Omo blessi heimilið. Borðið kornfleks í alla mata. Löng er leiðin til Golgata. Langt er síðan Krist þeir tóku niður. Hver er sinnar gæfur smiður. Rímsins vegna: Verði friður. Pílaranda marinn gúlarinn tökum alla í skarinn. 8

x

Lystræninginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.