Lystræninginn - 01.04.1978, Page 13

Lystræninginn - 01.04.1978, Page 13
Bjarni Bernharður „OG BORGIN HLÓ“ Varðveitið friðin gangið óstudd heim til ykkar brjótið aldrei gler elskið heiminn borgið allar skuldir málið húsið og rósir í garðinn. Varðveitið friðinn elskið blöðin horfíð á Tíví verið alltaf mættir það er kvöðin styðjið afturhaldið verið bara þæg sendið ekki tóninn það gerir valdið þið eruð heilbrigð sækið á brattann ílott skal það vera synda í auði sykri og brauði. Hleypið engvum inn þetta er lýður galinn og óþokkalegur traðkar á mublum fullur af dóbi hrærir í börnum fer ekki úr skónum. Kristján Pétur LJÓÐ Æ ÉG ER EINN í RÚMINU TIMBRAÐUR OG SVITNA UNDIR SÆNGINNI ÞÚ MÁTT SKO VITA ÉG HEF ÞAÐ EKKI HUGGULEGT MIKLU FREMUR VILDI ÉG VERA MEÐ ÞÉR í RÚMINU HAFA ÞAÐ HUGGULEGT OG SVITNA ONÁ SÆNGINNI 13

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.