Lystræninginn - 01.04.1978, Page 14

Lystræninginn - 01.04.1978, Page 14
r Einar Olafsson OKTÓBER Febrúar 1917 - að gömlu tímatali rússa: alþýða Rússlands - bláfátækir bændur sem kallaðir hafa verið til vígstöðvanna og samþjappaður verkalýð- ur stórborganna - er þreytt á fátækt og kúgun og heimsstríði auðstéttanna, sem alþýðan er látin borga. I einu vettfangi er keisarastjórninni í Péturs- borg steypt. Samkvæmt þeirri söguþróun sem virtist eðlileg fékk borgarastéttin hin pólitísku völd, en jafnvel með aðstoð kratanna - mensévíka og þjóðbyltingarmanna - og síðar undir forystu þeirra, stóð hún ráðþrota gagnvart kröfum alþýð- unnar. I ráðunum undir forystu Pétursborgarráðs- ins óx upp ríkisvald öreiganna. I landinu var tvíveldi; annað hvort hlaut að sigra: alræði öreig- anna eða ógnarstjórn borgarastéttarinnar byggð á arfi keisarastjórnarinnar. Sú söguþróun sem virtist eðlileg hlaut að tákna ósigur alþýðunnar. Bylting- in varð að halda samfellt áfram frá borgaralegu byltingunni í febrúar, og sú samfellda byltinghófst í rauninni strax með tilkomu ráðanna og tvíveld- isins. I október - 7. nóvember að okkar tímatali - tók Pétursborgarráðið völdin undir forystu bolsé- víka, valdatakan varð án blóðsúthellinga. Blóðið rann síðar, fyrst í dauðateygjum borgarastéttar- innar og gamla aðalsins, síðar í úrkynjun öreiga- byltingarinnar yfir í stalínismann. Nokkrar skýringar: Tvíhöfða örn var á veldissprota keisarans. Salarkynni ballerínunnar var hús uppáhaldsball- erínu keisarans; bolsévíkar gerðu það að fiokks- skrifstofum sínum. Skólastofur stássmeyja er Smolny, klausturskóli fyrir dætur aðalsmanna, sem var gerður að höfuð- stöðvum Pétursborgarráðsins. Eftir að öll Pétursborg var á valdi byltingarmanna sat bráðabirgðastjórnin enn í Vetrarhöllinni ásamt dyggustu liðssveitum sínum; frá fijótinu Neva beindi herskipið Aurora byssum sínum að þessu stolti keisarans. Haustið var votviðrasamt í Pétursborg árið 1917. 14

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.