Lystræninginn - 01.04.1978, Síða 25
1965
ERT ÞÚ:
1. Flokksbundinn
hefur fylgt flokknum
áratugum
í Framsóknarflokknum?
en finnst svona
píp?
í próíkjöri
Ef við getum rétt, ætlum við ekki nuuiA
og dómgreind, heldur koma til
þig og samfélag þitt.
4. Óflokksbundinn og finnst öll stjórnr
vera þras og jafnvel loddaraskapur?
III
Ragnar hóf að skipuleggja baráttu sína fyrir
útnefningu í öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Hann tilkynnti þátttöku til formanns prófkjörs-
nefndar Snorra Þórs Guðmundssonar stórkaup-
manns og gamli maðurinn sendi honum í ábyrgð-
arbréfi ávísun uppá 800 þúsund krónur; framlagtil
baráttunnar. Ragnar tók húsnæði á leigu í vestur-
bænum, ekki langt frá veitingarhúsinu Nausti, og
réði kunningja sinn, Björn Heiðar bankagjaldkera
við útibú eins ríkisbankans, sem forstöðumann
kosningaskrifstofunnar. Hann fékk um það bil
milljónkróna víxil fyrir tilstuðlan bankagjaldker-
ans og var semsagt tilbúinn í slaginn; keypti
hljómplötur með ræðum Olafs Thors og John F.
Kennedys og spilaði þær daginn út og inn,
innritaði sig á Dale Carnegie námskeið í ræðu-
flutningi og framkomu, skipti um hárgreiðslu og
haíði að fyrirmynd tískuklippingu Birgis Isleifs
Gunnarssonar borgarstjóra. Guðríður fór með
honum í Herrahúsið og valdi á hann tvö sett af
Kórónafötum með vesti, nokkrar mislitar skyrtur
og vandaðan ullarfrakka. Næst lá leiðin á Ljós-
myndastofu Lofts, þar voru teknar af Ragnari lit-
myndir í tugum af ýmsum stærðum og gerðum.
Kosningaskrifstofan dreifði þeim á stórum vinnu-
stöðum t.d. Álverinu, Keflavíkurflugvelli ogMorg-
unblaðshöllinni við Aðalstræti. Einnig voru prent-
aðar stórar myndir af Ragnari til að setja á síma-
staura, almenningssalerni og strætisvagnaskýli.
Ragnar hringdi í móðurbróður sinn Pétur
Diðrik Pétursson og leitaði ráða um baráttuna.
Pétur bauð honum þegar í stað að ganga í Frímúr-
araregluna og sagðist ætla að mæla með honum
vegna framúrskarandi hæfileika hans og skyld-
leika við sig. Ragnar þáði boðið, vissi að það var
lykillinn að allsnægtaborðinu. Ragnar sótti fundi
góðgerðarsamtaka og gætti þess ávallt að lenda
inná myndum sem blaðaljósmyndarar tóku af
þeim samkvæmum. I einni og sömu vikunni sótti
hann allar leiksýningar leikhúsanna, heimsótti
frænda sinn Bjöm Lárus Baldursson, gallharðan
flokksmann, og fór þess á leit við Björn að hann
ræki fyrir sig áróður á fjölmennum vinnustað
þarsem hann var verkstjóri. En svo brá við að Björn
hafði enn einu sinni lent á drykkjutúr, hafði verið
fullur í þrjár vikur og bað um meira áfengi, ekkert
25