Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 32
Jón Pálsson
BIÐSTOFAN (það er nú svo)
sviðið: herbergi með hurðum á sitthvorum hlið-
arveggnum, veggirnir ganga skáhallt út frá veggn-
um sem er í baksýn, þannig að hurðirnar sjáist og
eru þær nær veggnum í baksýn heldur en brún
sviðsins, þær opnast báðar út, veggurinn í baksýn
er grásvartur á lit og mjög dökkur, hliðarveggirnir
eru ljósari, hurðirnar eru venjulegar viðarhurðir,
borð er í miðju herberginu á þverveginn, en er nær
brún sviðsins en veggnum í baksýn, við borðið sitja
þrír menn og eru að spila ólsen, þeir sitja til
sitthvorrar hliðar og við enda borðsins sem er nær
veggnum, til að komast frá borðinu að hurðunum
þurfa mennirnir að taka ein sjö til átta skref, bak
við borðið ca. 1 metra og til sitthvorrar hliðar við
það standa maðurinn og konan, andlit þeirra eru
sem steinrunnin. I herberginu er rökkur sem er þó
ekki rökkur heldur óraunverulegt og þokukennt
líkt og að ljósiðsé í vafa (hvernigsem slíkt má vera),
birtan deyr upp í loft,
persónur:
maður 1: (situr við mitt borðið) er í dökkum
jakkafötum, mjög þvældum, aldur ca. um fimm-
tugt, haltur,
maður 2: (situr til vinstri séð frá sal) er í svörtum
jakkafötum, hreinum og stífpressuðum, aldur ca.
um þrítugt,
maður 3: (situr hægra megin við borðið séð frá
sal) er í dökkgráum jakkafötum, frekar þvældum,
aldur ca. um fertugt,
maðurinn: (stendur aftan við borðið hægra meg-
in) er í venjulegum fötum, þvældum, aldur ca.
þrjátíu og fimmára,
konan: (stendur aftan við borðið vinstra megin)
er í venjulegum fötum, þvældum, aldur ca. 35 ára,
(maður 1 gefur spilin og mennirnir þrír við borðið
spila um stund)
maður 1: ég haíði ekki hugsað mér að deyja fyrr
en . . .
maður 2: (leggur út spil) ég breyti í spaða
(þögn)
maður 3: að hugsa sér að hann skuli banka
(þögn)
maður 2: (dregur þrjú spil) pass
(þögn)
maður 1: þegar ég var barn hélt ég að hann væri
vondur
(þögn)
maður 3: hann bankar en kemur ekki inn
(þögn)
maður 1: svo þegar ég varð eldri gerði égmér ljóst
að hann væri í rauninni góður
(þögn)
maður 1: (dregur þrjú spil) pass
(þögn)
maður 3: hann bankar og gefur merki um að næsti
megi koma
(þögn)
maður 1: svo er hann traustur því hann er alltaf til
staðar
(þögn)
maður 3: (dregur þrjú spil) pass
(þögn)
maður 3: og hann opnar hurðina og við hlaupum
inn til hans
(þögn)
maður 1: það er alltaf hægt að flýja til hans
(þögn)
maður 3: hver á fætur öðrum
maður 2: (leggur út spil) ólsen
maður 1: (leggur út spil) ég breyti í laufa
maður 2: andskotinn! (starir á spilabúnkann)
heyrðu þú hentir tveim spilum
maður 1: ég gerði það ekki, sjáðu (Iyftir upp spili)
þetta spil var hér fyrir
maður 2: nei, það var það ekki
maður 1: það var það víst
maður 3: verið nú rólegir, það er enginn ástæða til
að æsa sig útaf svona smámunum
maður 2: (æstur) vert þú ekki að skipta þér af
þessu, djöfulsins helvítis
maður I: það er rétt hjá honum, við skulum ekki
vera að æsa okkur, ég skal taka spilið til baka (tekur
upp spil úr bunkanum), ertu þá ánægður
maður 2: það var líka eins gott fyrir þig
maður 3: verið nú rólegir og spilum
maður 2: andskotans
(þeir spila nokkra stund þegjandi)
maður 3: þó eru hér aðrar dyr
maður 1: maður getur valið
32