Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 34
maður 1: séð marga
maður 3: en nú hefur enginn komið hingað lengi
maður 1: ég skil þetta ekki, það hefur aldrei liðið
svona langur tími milli þess að einhver kæmi
maður 3: og ekkert útlit fyrir að neinn komi, (við
manninn) athugaðu hvort einhver sé ekki að koma
(maðurinn gengur að hurðinni til vinstri (séð frá
sal) og ekki var bankað á, leggur eyrað uppað
henni, hlustar, kemur svo aftur og hristir höfuðið)
maður 3: þetta er skrítið
maður 1: já, mjög undarlegt
maður 3: hvað ætli að hafi gerst
maður 1: ég veit ekki
(þögn)
maður 1: (hugsi) þegar maður hugsar um það, þá
er varla nema tvennt sem gæti hafa gerst, held ég
(aftur er lamið tvisvar á dyrnar til hægri og
mennirnir tveir spretta upp, hurðin opnast sem
snöggvast, maður 3 verður á undan, ogsmeygirsér
inn, hurðin lokast strax á hæla honum, maður 1
snýr vonsvikinn til baka, sest og tekur upp spilin)
maður 1: (við manninn og konuna) komið nú og
setjist hjá mér
(maðurinn og konan setjast, maður 1 fer að leggja
kapal)
maður 1: (eftir nokkra stund og einsog við sjálfan
sig) þá er ég einn eftir í þessari andskotans biðstofu,
eða ætti ég kannski heldur að segja biðstofu and-
skotans (hlær lágt) (þagnar) (bitur) ég einn hef
mátt þola það að þúsundir, já, jafnvel miljónir hafi
rutt mér frá dyrunum, eins og þeir eigi nokkuð
frekar skilið að komast inn á undan mér, nei, í
rauninni heíði ég átt að vera sá fyrsti er fengi að
ganga inn til hans, ég sem eitt sinn hefði getað
stjórnað veröldinni, já, veröldinni allri, en þessir
andskotans djöflar eyðilögðu allt, þessi öfund og
þessi ósamstaða, ég hefði getað skipulagt allt,
þannig að allir af okkur hefðu fengið eitthvað í sinn
hlut, og þá hefðu þeir ekki þurft að flýja til hans
frekar en þeir vildu, já, ég hefði getað skipulagt
veröldina, heyriði það! skipulagt veröldina! en
hváð er ég að rifja þetta upp núna, það er langt
síðan þetta var, og það mistókst, því er nú and-
skotans verr að það mistókst, og þeir léku miggrátt
bölvaðir, ég májafnvel hrósa happi yfir því að hafa
sloppið, síðan þá hef ég setið hér og beðið þess að
komast til hans, og ég hef mátt þola það að þessir
smádjöflar hafi rutt mér úr vegi hvað eftir annað,
jafnvel þegar ég var að því kominn að stíga inn til
hans, þessi fúlmenni og heimskingjar, heyriði það!
fúlmenni og heimskingjar! en nú eru þið ekki fleiri
sem komið, ég er hér einn, svo næst þegar kallið
kemur get ég gengið hinn rólegasti inn til hans, eða.
. . . (þagnar) . . . hvað sagði ég áðan, það hefur
enginn komið hingað mjög lengi, svo eitthvað
hlýtur að hafa gerst þarna úti, og það eru varla
nema tveir möguleikar á því hvað það sé, eða . . .
(rekur upp hlátur), hvers vegna hugsaði ég ekki út í
þetta fyrr, bara tveir möguleikar eða hvað . ...
(hlær), nei, ekki bara tveir möguleikar, heldur
aðeins . . . (hlær), andskotans hálfviti var ég að sjá
þetta ekki fyrr, nú skal ég leika heldur betur á þá,
hver veit nema mér takist það nú sem ég ætlaði
mér, já, hver veit (hlær kuldalega) (tekur saman
spilin á borðinu) . . . og þó að þessi andskotans
kapall gangi ekki upp, þá skal fyrirætlun mín
ganga upp, og það fullkomlega (fer aftur að raða
spilunum á borðið) (þegir nokkra stund) (við
manninn og konuna) alltaf hafið þið verið hér og
þjónað okkur
maðurinn: (fremur kuldalega) ekki aðeins við
maður 1: hvað! (lítur snöggt í kringum sig) eru
fleiri hér
maðurinn: nei, en þarna úti
maður 1: (rekur upp hlátur) já þið eruð mörgsem
hafi þjónað okkur þarna úti
konan: (óákveðið) kannski verður einhverntím-
ann endir á því
maður 1: kannski er það þegar orðið (hlær)
(maðurinn og konan líta hvort á annað með
sambland af undrun og von í svipnum)
maðurinn: hvað áttu við
maður 1: sjáiði nú til börnin mín, hingað hefur
enginn komið í mjög langan tíma, svo eitthvað
hlýtur að hafa gerst þarna úti, ogeins og égsagði þá
koma ekki nema tveir möguleikar til greina (hlær)
(nú er lamið þrjú þung högg á dyrnar (til hægri),
þau líta öll á hurðina, maðurinn og konan líta svo á
mann 1 sem hreyfir sig ekki) (þögn)
maðurinn: (undrandi) af hverju fórstu ekki inn
maður 1: (hlær) eins og égsagði, þá hefur eitthvað
gerst þarna úti og . . .
konan: en hann bankaði
maður 1: mér er andskotans sama þó hann hafi
bankað, því ég ætla út
maðurinn: en þú sem ert búinn að bíða svo lengi
eftir því að komast þangað inn
maður 1: það skiptir ekki máli lengur, því það sem
hefur gerst þama úti er annaðhvort að allir mínir
líkar eru farnir til hans, eða að þarna úti sé enginn
konan: enginn?
maður 1: ekki sála, allir farnir
maðurinn: en hvert
maður 1: dauðir
konan: allir dánir?
maðurinn: það getur ekki verið
maður 1: það kemur ekkert annað til greina
(þögn)
konan: og hvað ætlar þú að gera
maður 1: fara út
maðurinn: en ef einhverjir eru eftir
maður 1: þá væru það bara einfeldningar eins og
þið
konan: hvað myndurðu gera
maður 1: hvað ég myndi gera (hlær), það sem
mínir líkar hafa ætíð gert, láta ykkur þjóna mér og
tilbiðja, etja ykkur saman, koma af stað illindum,
sundra ykkur, koma af stað stríði, því við erum
34