Lystræninginn - 01.04.1978, Page 35
ykkur svo miklu máttugri, og ég myndi skemmta
mér djöfullega
(aftur er lamið á dyrnar (til hægri), íjögur þung
högg og nú fastar en áður, þau líta á hurðina, þegja
og bíða)
maður 1: (andvarpar) hann er farinn
(þögn)
maðurmn: núna vilt þú ekki fara inn, en hvers
vegna komstu þá hingað á meðan þínir líkar stjórn-
uðu
maður 1: við vorum orðnir of margir
maðurinn: áðan sagðirðu að þið heíðuð kannski
allir komið og farið til hans
maður 1: já
konan: og skilið okkur hin eftir?
maður 1: nei, það höfum við örugglega ekki gert
konan: en þú sagðir áðan
maður 1: ég var að blekkja ykkur einfeldningana,
þið skiljið aldrei neitt
konan: en. . .
maður 1: sjáið nú til, þegar við vorum orðnir of
margir þá fengu ekki allir jafn mikið ísinn hlut, svo
þeir sem minnst fengu komu hingað og flúðu til
hans, en alltafvoru einhverjir sem undu hagsínum
vel þarna úti, þeir gátu svo af sér fleiri af okkar
líkum, en þeir fengu ekki mikið í sinn hlut og fóru
því til hans, með ákveðnu millibili, þannig skapað-
ist jafnvægi
konan: en nú hafa engir komið mjög lengi
maður 1: einmitt, jafnvægið hefur farið úr
skorðum, og þar sem strax er hægt að útiloka þann
möguleika að þið hafið rekið okkur af höndum
ykkar, því við erum svo margfalt sterkari en þið, þá
er raunar ekki eftir nema einn möguleiki á því hvað
hafi gerst þarna úti
konan: og hvað er það, hvað hafið þið gert
maður 1: þú spyrð, þið skiljið ekkert og hafið
aldrei gert, sjáðu nú til elskan mín, það sem hefur
gerst er að allt er búið (þagnar) öllu hefur verið
eytt, mínir líkar skilja ekki við án þess að eyða öllu,
en því miður er það ekki hægt nema eyða sjálfum
sér um leið (þagnar) en ég er þó eftir, og svo þið
vesalingarnir
maðurinn: hvað ætlarðu að gera með okkur
maður 1: (hlær) ég mun láta ykkur uppfylla
jörðina, af einfeldningum, og þar mun ég einn ríkja
um aldur og ævi
(nú er Iamið ógurlega á dyrnar, þau fyllast öll
skelfingu, stara á hurðina, bíða, en ekkert gerist)
maður 1: (andvarpar) nú kemur hann ekki oftar,
allt er þegar þrennt er, og nú komið þið með mér
(maður 1 og konan rísa á fætur)
maður 1: (við manninn, undrandi) hvað! ætlarðu
ekki að koma
maðurinn: (lágt og óákveðið) nei
maður 1: hvað er þetta, uppsteyt? slíkt hefur
aldrei gerst áður (ógnandi) þú skalt ekki reyna slíkt
við mig
35
L