Lystræninginn - 01.06.1982, Page 23
flrni L Jónsson:
Ónæði
Við liggjum tvö
og látum okkur dreyma,
- þá er barið (??)
ÞAÐ ER ENGINN HEIMA.
Sexapíl
Hryllilegar hrellingar,
hraunið, rokið, svaðið.
,,Komið þið sælar kerlingar,
- hvar er Morgunblaðið?”
Ferðalok
Hún kemur inn
og kyssir mig,
— á vangann.
„Hvernig fór svo
Keflavíkurgangan?”
Miskunnarlevsi
„Viltu deyja?”
,Já.”
„Deyðu þá.”
Spstirin
Stundum fer ég
stuta ferð
að finna stúlku
sem ég þekki.
— Hún er ósköp siðsöm
en systir hennar
er það ekki
AdólfÓlofsson:
Draumur
hún hvíslaði
hljómþýðri röddu
undurblíð orð
í eyra mér
hugfanginn
hlustaði ég
á kliðmjúk
kærleiksorð
andgufa
yljaði mér
sem vonin
á vanga
varir mjúkar
votar hlýjar
krystalstærar
kysstu mínar
slíkur var draumur minn
Gunnor Svorrisson:
I minningu
Brésneffallinn, moldar til,
hamar sigð er merkið,
Rússnesk þjóð, vill gera skil,
hans kvitta lífs fyr, verkið.
Brésneffallinn moldar til,
fa.ll sem seint mun gleymast,
nú verður svo, um stundar bil,
sá útvaldi, mun leynast.
Á meðan syrgir rússnesk þjóð,
Brésnef, vininn góða,
því hann var mikill, fylginn sér,
þekktur meðal þjóða.
23