Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Qupperneq 2
Helgarblað 8.–11. janúar 20162 Fréttir Svefndrukkinn ók á staur Lögreglu var tilkynnt um um- ferðaróhapp rétt eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar ökumaður ók beint á staur. Sá útskýrði óhappið með þreytu og sagðist líklega hafa sofnað undir stýri. Maðurinn meiddist ekki við áreksturinn. Annar ökumaður ók á þrjár kyrrstæðar bifreiðar og stakk svo af ásamt farþega sem var með honum í bílnum. Lögreglan stöðvaði skömmu síðar ökumann og farþega og handtók þá, en þeir eru grunaðir um verknað- inn. Ekki fylgdi þó sögunni hvort ökumaðurinn hefði einnig verið sofandi, þó aksturslagið benti til þess. Kristín er Vestfirðingur ársins Sundkonan Kristín Þorsteins- dóttir er Vestfirðingur ársins 2015. Kristín hlaut yfirburða- kosningu í valinu sem fór fram á vefnum bb.is í desember. Í öðru sæti var Þröstur Leó Gunnarsson, sjómaður og leikari. Kristín setti tvö heimsmet og átta Evrópumet á EM í sundi einstaklinga með Downs-heilkenni í vetur. Hún vann til fimm gullverðlauna auk silfur- og bronsverðlauna á mótinu. „Bullkröfur“ en ekki raunverulegar skuldir Lýstar kröfur í þrotabú Sigurðar Einarssonar námu 254 milljörðum M eginmálið í þessu er að skiptastjóri tekur ekki af- stöðu til réttmætis þessara krafna og það segir allt sem segja þarf,“ segir Sig- urður Einarsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Kaupþings, um þær furðuháu kröfur sem lýst var í þrota- búa hans upp á ríflega 254 milljarða króna. Skiptum er lokið á þrotabúinu en DV greindi fyrstur fjölmiðla hinn 25. september síðastliðinn að Sigurð- ur, sem nú afplánar fjögurra ára fang- elsisdóm á Kvíabryggju, hefði lýst sig persónulega gjaldþrota. Sigurð- ur segir í samtali við DV að kröfurn- ar sem tiltekin félög og bankar lýstu í þrotabúið séu ekki raunverulegar skuldir hans við þá. „Bullkröfur“ Það var Vísir sem greindi fyrst frá skiptalokum á þrotabúi Sigurðar á fimmtudag þar sem fram kom að lýstar almennar kröfur í þrotabúið hefðu numið 254.388.227.406 krón- um sem ekkert fékkst upp í en 38,3 milljónir króna hefðu fengist upp í lýstar veðkröfur, eða sem nemur 3,4 prósentum af lýstum veðkröfum. Sigurður hafði sjálfur greint frá því í viðtali við Áramótablað Viðskipta- blaðsins, 30. desember síðastliðinn, að kröfur í bú hans hljóðuðu upp á 250 milljarða króna. Hann sagði að í hans huga væru þetta „bullkröfur sem aldrei fást greiddar“. Skiptastjóri upplýsir að stærstu kröfuhafar í þrotabú Sigurðar hafi verið aflandsfélagið Chesterfield United með 99 milljarða króna, Deutsche Bank með 73 milljarða króna, Murray Holdings með 58 milljarða króna og Arion banki 21 milljarð. Helgi Jóhannesson sagði í samtali við dv.is á fimmtudag að þar sem engar eignir hafi fundist í þrota- búinu hafi ekki verið tekin nein af- staða til þessara krafna. „Þetta eru einfaldlega þær kröfur sem þessir einstaklingar telja sig eiga á hann,“ sagði Helgi og bætti við: „Ég tek enga afstöðu til krafnanna enda eru engar eignir í búinu. Þar af leið- andi er ekki lagt í að fara að greina það sérstaklega. Ég set þetta einfaldlega inn á kröfuskrá eins og þessu er lýst. Það er ekki búið að dæma þessar kröf- ur og þar af leiðandi get ég ekki sagt til um hvort þetta er rétt eða ekki.“ Ekki raunverulegar skuldir Aðspurður hvort um sé að ræða raunverulegar skuldir hans við þessa aðila segir Sigurður: „Nei, þetta er það ekki.“ Þannig að Deutsche Bank lánaði þér aldrei 73 milljarða? „Nei, nei. Þeir gerðu það ekki.“ Sigurður kveðst aðspurður ekki vita hvort upphæðir krafnanna megi rekja til tjóns sem ofangreindir aðil- ar telji sig hafa orðið fyrir vegna starfa hans hjá Kaupþingi og hvort frekar sé því um að ræða táknrænan gjörn- ing, þar sem þeir vissu að skiptastjóri þyrfti ekki að taka afstöðu til réttmæt- is krafnanna. „Ég veit það ekki. Ég held að þú hefðir bara getað gert kröfu þarna. Þá væri bara Sigurður Mikael með kröfu þarna í búið,“ segir Sigurður kíminn. En þú skuldaðir þessum aðilum ekkert svo þú vitir? „Nei, nei. Þetta snýst ekki um það.“ Aðspurður um tengsl hans við Chesterfield United og Murray Holdings og þessa helstu kröfuhafa segir Sigurður: „Ég hef engin tengsl við þessi félög.“ Hann kveðst standa við það sem hann hefði áður sagt, að um væri að ræða bullkröfur. En vegna þess að þessum kröfum var lýst í þrotabú- ið, hvað svo sem býr að baki þeim, þá gerir það gjaldþrot Sigurðar að langstærsta persónulega gjaldþroti Íslandssögunnar. Björgólfur Guð- mundsson hafði þar áður átt þann titil skuldlaust og með nokkrum yf- irburðum en lýstar kröfur í bú hans námu 85 milljörðum þegar skiptum lauk í maí 2014. Chesterfield-fléttan fyrir dómi Félagið Chesterfield United hef- ur áður komið upp í umræðunni hér eftir hrun en um er að ræða fé- lag sem var í eigu bresku kaupsýslu- mannanna Kevins Stanford og Tony Yerolemou, tískukeðjudrottningar- innar Karen Millen, og Íslendings- ins Skúla Þorvaldssonar, sem oftar er kenndur við Hótel Holt. Var meðal annars fjallað um fé- lagið í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. Viðskipti Kaupþings og félags- ins enduðu fyrir dómi sem svokallað Chesterfield-mál, en aðalmeðferð í því hófst 8. desember síðastliðinn. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson ákærðir fyr- ir stórfelld umboðssvik vegna hátt í 70 milljarða króna lánveitingar til aflandsfélaganna Chesterfield og Partridge Management Group, á ár- inu 2008. Partridge var í eigu Ólafs Ólafssonar, sem afplánar nú, líkt og Sigurður og Hreiðar, dóm sem þeir hlutu í Al Thani-málinu. Deutsche Bank hafði aðkomu að áðurnefndum viðskiptum í Chesterfield-málinu. n „Bullkröfum“ lýst í búið Sigurður Einarsson segir að engar raunverulegar skuldir séu að baki lýstum kröfum stærstu kröfuhafa í þrotabú hans, sem nema hundruð milljarða króna. Mynd Sigtryggur Ari Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Ég hef engin tengsl við þessi félög J ens Gunnarsson lögreglumað- ur, sem sat í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og í einangrun, er grunaður um óeðlileg tengsl við brotamenn. Samkvæmt heim- ildum dv.is er Jens grun- aður um að hafa tekið við greiðslum í skiptum fyrir upplýsingar úr fíkniefna- deild lögreglunnar. Ör- uggar heimildir DV herma að lögreglan hafi grun um að um fastar mánaðarlegar greiðsl- ur sé að ræða sem nema um mánað- ar grunnlaunum almenns lögreglu- manns, eða í kringum 300 þúsund. Ekki er vitað hversu lengi þessar meintu greiðslur hafa staðið yfir. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að lögreglumaður sæti í einangrun á Litla-Hrauni. Jens var látinn laus á fimmtudag. Hann neitar sök. Þá hefur annar maður ver- ið handtekinn í tengslum við málið. Dv.is hefur rætt við tvo fyrr- verandi fíkniefnasölumenn sem greina frá því að ekki sé nýtt af nálinni að lögreglu- menn taki við greiðslum gegn upplýsingum, þá til dæmis til að vara við að leita eigi á heimili viðkomandi. Samstarfsfólk Jens er í áfalli og hefur þegið áfallahjálp eftir að mál- ið kom upp. Sigríður Björk Guðjóns- dóttir lögreglustjóri segir að málið hafi komið samstarfsmönnum í opna skjöldu og er Jens lýst sem yfirveguð- um og faglegum og hingað til talinn stálheiðarlegur í öllu sínu starfi. n Sagður hafa þegið fé úr undirheimunum Jens gunnarsson lögreglumaður sat í gæsluvarðhaldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.