Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Side 14
14 Skrýtið Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira...  Flóttamenn í slag við þýsku lögregluna Fréttir af flóttafólki voru tíðar árið 2015. Margar fréttir hafa verið sláandi og hreyft við fólki sem hefur reynt að bregðast við og koma bágstöddum til aðstoðar. Aðrir hafa notað tækifærið og sagt ósannar fregnir af flóttafólki. Það gerðist meðal annars þegar flóttamenn í Þýskalandi voru sagðir hafa lent í slagsmálum við lögreglu. Flóttamennirnir áttu að hafa veifað ISIS-fána og voru birtar myndir sem sögðust tengjast árásinni. Myndirnar voru frá árinu 2012, fólkið á myndinni var ekki flóttafólk heldur mótmælendur og fáninn á myndinni tengist ISIS ekki. Við féllum fyrir þessu n Bullið sem lék lausum hala á netinu 2015 n Gulllest, ISIS-bani og alltof lítið af Gary Þ að er sjaldnast skortur á frétt- um í heiminum, en stundum gerist það þó að flökkusögur og lygafréttir komast í fjöl- miðla og er slegið upp sem sannleik. Erfitt getur reynst að leið- rétta bullið eftir birtingu og breiðast tíðindi af þessum toga gjarnan hratt út. Þetta eru nokkrar „fréttir“ sem einhverjir féllu fyrir á árinu 2015, en reyndust vera rakalaust bull. n  Nasistagulllestin í Póllandi Ekki er langt síðan tveir menn, sem eltast við fjársjóði og gersemar, sögðu heimsbyggðinni, með aðstoð fjölmiðla, að í Póllandi væri að finna lest, troðfulla af gersemum, gulli og peningum. Hún átti að vera grafin rétt við pólska bæinn Walbrych. Það tók ekki langan tíma fyrir gullgrafara að hlaupa af stað og mæta til Walbrych. Eðli málsins samkvæmt reyndist enga lest vera að finna þar.  Mennirnir sem voru skotnir í mæðrum sínum Árið 2014 varð myndbandið „10 klukkustundir sem kona í göngutúr í New York“ afar vinsælt, en það sýndi konur verða fyrir kynferðislegri áreitni á götum New York-borgar. Að sögn var annað myndband gert, í Perú, þar sem menn voru látnir áreita konur á svipaðan hátt, nema þær áttu að vera mæður þeirra. Hið síðarnefnda reyndist vera uppspuni og voru það leikarar sem þar brugðu á leik, en þó til að vekja athygli á kynferðislegri áreitni og þeirri meinsemd sem henni fylgir.  Eiturlyfjabarón í stríð við ISIS Mexíkóski eiturlyfjabaróninn El Chapo er einn ógnvænlegasti maður jarðar og hann óttast eflaust flestir eftir að hafa farið yfir ferilskrá hans. Þegar fjölmiðill greindi frá því að El Chapo hefði lýst yfir stríði gegn hryðjuverka- samtökunum ISIS (Daesh) þótti það því afar fréttnæmt og margar fréttastofur gerðu fréttina að sinni eigin. Það sem enginn varaði sig á var að „fjölmiðillinn“ reyndist vera grínsíða, sem kallast Thug life videos. Það var því lítið að marka söguna.  Parísarárásirnar skipulagðar á Play­ Station 4 Forbes birti fyrirsögn sem hristi upp í mörgum. Þar kom fram að árásirnar í París síðastliðið haust hefðu verið skipulagðar af hryðjuverkamönnum með notkun PlayStation 4-leikjatölvu. Þetta olli miklu uppnámi, en eins og oft áður sagði fyrirsögnin bara hálfa söguna, og raunar lygasögu. Reyndin var sú að það var ekki blaðamaður Forbes sem skrifaði fréttina og reyndist þetta vera bloggpistill frá bloggara á Forbes sem hafði mislesið lögregluskýrslu.  Hjúkrunarkonu sló niður af ebólu Í október 2015 var Pauline Cafferkey, hjúkrunarfræðingur sem starfaði með ebólusmituðu fólki í Afríku og hafði sjálf smitast af ebólu og verið hætt komin en sigrast á henni, flutt í skyndi á sjúkrahús. Fréttir bárust af því að henni hefði slegið niður af ebólunni og væri aftur fárveik og vart hugað líf. Cafferkey var vissulega sárlasin, en þó ekki af völdum ebólu heldur heilahimnubólgu.  Donald Trump kallaði repúblikana heimska Í bandarískum fjölmiðlum, árið 2015, voru fáir jafn fyrirferðarmiklir og Donald Trump, sem hyggur á forsetafram- boð í nóvember. Hann kemur úr ranni Repúblikanaflokksins og vonast til að verða forsetaefni hans. Hann hefur farið mikinn og þarf í raun ekki að kaupa sér neinar auglýsingar, því allt sem hann segir og gerir hefur verið fréttaefni. Hann hefur verið hálfgerð vonarstjarna margra íhaldssamra repúblikana og frétt þess efnis að hann hefði kallað repúblikana og kjósendur flokksins heimska komu því við kaunin á mörgum. Var Trump sagður hafa látið þessi orð falla í viðtali árið 1998: „Ef ég færi í framboð, myndi ég fara í framboð fyrir repúblikana. Þeir eru heimskasti hópur kosningabærra manna þessa lands. Þeir trúa öllu á Fox News. Ég gæti logið og þeir mundu éta það allt upp sem sannleika. Ég hugsa að vinsældir mínar yrðu miklar.“ Í ljós hefur komið að Trump sagði þetta aldrei.  Skortur á Gary Í mars í fyrra fengu Bretar algjört áfall þegar greint var frá því að nafnið Gary þætti svo hallærislegt að það væri algjör skortur á nýburum sem fengju þessa nafngift. Þetta komst í heimsfréttirnar, en það var grínsíðan Daily Mash sem sló þessu upp og kom á framfæri. Það ku enginn skortur vera á því að ungbörn heiti Gary og eflaust hafa einhverjir foreldrar tekið þetta til sín og nýtt sér nafnið eftir þetta upphlaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.