Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 78
58 Menning Helgarblað 22.–25. janúar 2016
þemu. Það eru eiginlega ótrúlega
margir gaurar sem hafa komið til
mín og sagt að við séum að tala fyrir
hönd tilfinninga karlmanna.
[Andri Snær raular viðlagið úr
laginu Tvær plánetur: „Það er erfitt
fyrir mig ...“]
Arnar: Við leyfum okkur að væla
svo mikið. Áður en við gáfum út
plötuna hugsuðum við: „Fokk, þetta
er of mikið, þetta er bara asnalegt
og fólk mun hlæja að þessu.“ En svo
kom í ljós að þetta var bara styrk-
leiki. En varðandi listina þá er það
ekki fyrr en manni fer að ganga virki-
lega vel sem fólk fer að skilja þetta.
Ég veit það ekki ... Ég átti aldrei von
á því að það væri möguleiki fyrir mig
að verða listamaður. Það er eitthvað
sem ég hafði ástríðu fyrir en ég hélt
ég gæti ekki orðið. Mér fannst frekar
eins og ég yrði barinn niður frekar en
hitt.
Hár eðlismassi af hugmyndum
Andri: Er einhver ákveðinn
rapptextahöfundur sem þú hefur sótt
í? Einhver sem er skáldið þitt þar?
Arnar: Nei, eiginlega ekki. Það
var kannski meira á þeim tíma þegar
ég var að mótast. Þá hlustaði ég alveg
vandræðalega mikið á Sage Francis.
Hann var eiginlega fyrsti rapparinn
sem ég heyrði sem rappaði um til-
finningar og var svolítið ljóðrænn.
Það hentaði mér betur þar sem ég
var á Sauðarkróki. Það rímaði bet-
ur við það sem ég vildi gera, eða gat
gert. En Kanye West er náttúrlega
mesti áhrifavaldur fyrr og síðar.
Rappið var tiltölulega nýfætt
þegar þú byrjar að skrifa, Andri,
hafði það einhver áhrif á að þú byrj
aðir að semja ljóð?
Andri: Ég hlustaði mikið á fyrstu
plötuna með Public Enemy, en það
var samt ekki mikill áhrifavaldur.
Ég kom eiginlega fyrst inn í skrifin
í gegnum hugmyndir og „konsept“.
Mig langaði að fara í margar ólíkar
áttir en skáldskapurinn var eigin-
lega einfaldasta tjáningarformið til
að byrja á þegar maður kunni ekki
neitt. Ef ég ætlaði að mála mynd
fannst mér það varla vera mynd og ef
ég hefði gert kvikmynd þá hefði hún
verið mjög léleg. En ég gat samið ljóð
sem leit næstum því út eins og alvöru
manneskja hefði ort það.
Þannig að ég kom inn í skrifin í
gegnum ljóð, smásögur (eins og þær
sem Þórarinn Eldjárn hefur samið)
og svo frumefni – eins og í goða-
fræðinni, biblíunni, eðlisfræði eða
frumheimspeki. Ég hef alltaf verið
mjög hugmyndamiðaður og oftast
unnið í knappara formi. Þannig að
það er yfirleitt mjög hár eðlismassi af
hugmyndum í verkunum mínum. Ef
hugmynd í listaverki er eins og alkó-
hólmagn í drykk þá vil ég að verk-
in mín séu eins og tekíla frekar en
bjór. Svo það er alveg satt sem hef-
ur komið fram: ég er lengi að skrifa.
[hlær]
Ég var fjögur ár að skrifa Drauma-
landið, þrjú ár að skrifa LoveStar
og þrjú til fjögur ár að skrifa
Tímakistuna. Megnið af þessum
tíma fer í það að henda verkum. Fá
hugmynd og henda af því að það er
ekki nákvæmlega rétta hugmyndin.
Þetta er ekki spurning um hversu
margar blaðsíður maður getur skrif-
að heldur um að skrifa nákvæmlega
það sem að á að skrifa.
En þú, Arnar, myndir þú segja að
það væri mikið alkóhólmagn í þínum
skrifum?
Arnar: Ég vil að minnsta kosti trúa
því.
Eru það þá hugmyndirnar sem eru
líka upphafspunkturinn í sköpunar
ferlinu hjá þér, eða er hann einhver
annar?
Arnar: Það er oft einhver pínu-
lítil hugmynd eða tilfinning. Í textun-
um mínum vil ég oft skapa andrúms-
loft eða mála upp einhverja ákveðna
mynd í höfðinu á fólki frekar en að
segja sögu. Þess vegna vilja margir
meina að textarnir mínir séu bara
samhengislaus þvæla.
Andri: Það er mjög sjaldan sem
maður les ljóðabók þar sem öll
ljóðin hæfa í mark, en þegar það
rétta kemur þá er eitthvað „fix“ í
því. Mér finnst góð skáld oft koma
með setningar og hugmyndir sem
bætast eða límast við mann. Hjá
sumum höfundum fer allt framhjá
manni, eins og vírus á móti mótefn-
isvaka. Maður er ónæmur fyrir öll-
um orðunum. En sumum tekst að
skrúfa hvert einasta orð inn í mann
og breyta því hvernig maður hugs-
ar um heiminn. Ingibjörg Haralds-
dóttir orti „Höfuð konunnar er ekki
þungt“. Svona setningar festast bara
við mann.
Ljóðahátíðin Óvinir hefst klukk-
an 20 í Iðnó og er aðgangur ókeypis.
Lengri útgáfu af spjalli Arnars Freys
og Andra Snæs má finna á menn-
ingarsíðu DV: dv.is/menning. n
Leyfir sér að væla Arnar Freyr segir að það sé ótrúlegt hversu margir hafa þakkað honum
fyrir að rappa um tilfinningar karlmanna. Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson
Vinnur út frá frumefnum Andri Snær segist oftast vinna verk sín út frá einföldum, skýr-
um formum sem hann segir vera eins og frumefni í lotukerfi í höfðinu. Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson „ Í textunum mínum
vil ég oft skapa
andrúmsloft eða mála
upp einhverja ákveðna
mynd í höfðinu á fólki
frekar en að segja sögu.