Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 62
Helgarblað 22.–25. janúar 201642 Sport „Þetta verður síðasta árið mitt“ Þ etta verður síðasta árið mitt sem leikmaður í handbolta,“ segir Flor- entina þar sem við sitjum á ritstjórnarskrifstofu DV og ræðum málin. „Það er rosalega skrítið að segja það upphátt. Ég grét smá þegar ég kom hingað, en ég mun hágráta þegar ég fer frá Ís- landi.“ Við erum ekki alveg tilbúnar í tárin svo hún segir mér frá því hvernig það æxlaðist eiginlega að hún tók sér stöðu í markinu. Þegar hún var að stíga sín fyrstu skref á vellinum gekk illa að finna réttu stöðuna fyrir hana og hún vildi alls ekki fara í markið. „Ég var fjórtán ára þegar ég var að byrja að spila og var bæði löng og grönn. Ég vildi bara alls ekki vera í markinu. En ég var svo grönn og veikburða að ég gerði lítið gagn á vellinum sjálfum. Liðið þurfti auðvitað að hafa markmann og það var enginn annar sem gat tekið það að sér. Þjálfarinn ýtti mér þangað. Á fyrstu æfingunni hélt ég svo markinu al- veg hreinu, fékk ekki á mig eitt mark. Þjálfarinn minn sagði við mig: „Æ veistu, ég held að þetta sé bara staðan þín.“ Ég vildi þetta alls ekki en hélt áfram að spila enda hafði ég ekki um mikið að velja. Svo var ég valin í landsliðið!“ seg- ir hún og segist við það hafa áttað sig á því að hún ætti miklu meiri möguleika á því að verða betri markmaður en leikmaður á vell- inum. „Ég varð bara að sætta mig við það og gerði það sem betur fer. Ég keppti áfram með landsliðinu og ég var ítrekað valin besti mark- maðurinn á mótunum sem við kepptum á. Ég varð Evrópumeist- ari tvisvar og svo þegar við keppt- um á heimsmeistaramótinu var ég líka valinn besti markmaðurinn,“ segir hún. „Þetta var köllun mín, held ég bara.“ „Ég er mjög metnaðarfull, bæði fyrir sjálfa mig og liðið mitt,“ seg- ir hún og liðsfélagar hennar hafa stundum haft það á orði að hún sé svo metnaðarfull að hún eigi mjög erfitt með að tapa, jafnvel þótt það sé bara á æfingu. „Líklega er rétt að segja að ég sé tapsár. Ég vil gera vel,“ segir hún. ÍBV og Stjarnan til skiptis Á síðustu tólf árum hefur hún svo skipst á að spila fyrir ÍBV og Stjörnuna, og um þessar mund- ir stendur hún vaktina í marki Stjörnunnar. Florentina kom til Ís- lands árið 2004 og byrjaði að spila með ÍBV í Vestmannaeyjum. Þegar hún kom til landsins ásamt eigin- manni sínum, Costinel Stanciu, hugsuðu þau með sér að þau yrðu hér í eitt ár eða svo. Eftir fyrsta árið ákváðu þau að bæta við einu ári. „Okkur leið bara svo vel. Fólkið var vinsamlegt og hjartahlýtt. Allir tóku okkur svo fallega og mér gekk vel,“ segir hún. En það var ekki sjálfgefið að hún kæmi hingað. „Valið stóð á milli þess að við færum til Serbíu eða Íslands á sín- um tíma og við völdum rétt,“ seg- ir hún. „Það var samt eiginlega allt eiginmanni mínum að kenna og þakka. Ég er líka þakklát Guði og Hlyni Sigmarssyni. Hlynur valdi mig þegar ég var að spila í Frakk- landi með Metz Metropole. Metz gekk vel og við urðum meistarar, en okkur gekk svo illa í Evrópu- keppninni. Ákveðið var að segja upp samningum við erlenda leik- menn og ráða bara Frakka til að spila. Þá varð ég að finna mér nýtt lið og fékk nokkur tilboð. Á end- anum voru það tilboð til Serbíu og frá Íslandi sem ég var að vega og meta. Mig langaði ekki að fara til Serbíu, ég sá það fyrir mér sem land sem væri of líkt Rúmeníu. Mig langaði að fara eitthvert ann- að og þá sagði maðurinn minn að við færum bara til Íslands – sem við og gerðum,“ segir hún. Hlynur hafði veg og vanda af því að semja við Florentinu og hjálpaði þeim hjónum mikið, sem þau eru ævin- lega þakklát. Fallegra hjartalag Þegar þau komu hingað fyrst Florentina Stanciu stendur vörð í íslenska handboltamarkinu og hjá Stjörnunni. Hún er ein besta handboltakona landsins og hefur verið einn besti markmaður Evrópu. En Florentina hefur tekið erfiða ákvörðun. Hún ætlar með fjölskyldu sína aftur til Rúmeníu og kveðjur handboltann – og Ísland – með miklum trega. Hún segist vita að það sé tímabært. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um handboltann, hendurnar fjórar sem hún virðist stundum hafa í markinu, trúna, ákafann, metnaðinn og þakklætið. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Grætur þegar hún fer Florentina hefur staðið sig vel og henni þykir vænt um stuðninginn sem hún hefur fengið hér heima. Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon „Hér er fólk með fallegra hjartalag „Ég er íþróttamað- ur í eðli mínu, ég verð að geta hlaupið, lyft og hreyft mig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.