Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 90

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 90
Helgarblað 22.–25. janúar 201670 Fólk n Hljómsveitin Eva vill breyta heiminum n Syngja um flóttamenn V ið erum kannski ekki á meðal allra mestu „júrónörda“ en ég veit að það hefur verið leynd- ur draumur hjá Siggu að syngja í þessari keppni. Hún var lengi spéhrædd og vildi ekki viður- kenna það enda virðuleg listakona. Sjálf á ég í svona ástar/haturssam- bandi við þessa keppni og frekar dreymt um að semja lag fyrir keppnina. Lengi vel voru þessi lög frekar einsleit, frá ráðsettum körl- um, en í dag er fjölbreytnin meiri og það er góð tilfinning að komast í gegnum síuna,“ segir Vala Hösk- uldsdóttir en hún og Sigríður Eir Zophaníasardóttir mynda hljóm- sveitina Evu. Nýliðarnir bestir Eva á lagið Ég sé þig í Söngvakeppn- inni 2016 en lagið fjallar um flótta- fólk. „Þeir sem skilja boðskapinn og inntakið í laginu eru mjög ánægð- ir og þeir sem sýna okkur stuðn- ing eru virkilega miklar grúppíur, sem er gaman. Ég er ekki sigurviss en ég veit að við erum með gott lag og eigum góða möguleika. Ég er hræddust við nýliðana. Það eru sterkustu lögin að mínu mati. Þetta verður mjög hörð keppni í ár.“ Conchita í uppáhaldi Aðspurð nefnir Vala lag Conchitu Wurst sitt uppáhalds Eurovision- lag. „Mér fannst hún alveg mögn- uð! Ég var að vinna á elliheimilinu Grund á þessum tíma og fannst ótrúlega gaman að horfa á þessa skeggjuðu konu með gamla fólkinu sem átti sumt erfitt með sig en var svo farið að halda með henni í lok- in. Conchita gerði sér grein fyrir að Eurovision væri góður staður fyrir aktívisma og til að koma mikilvæg- um skilaboðum á framfæri.“ Til að skapa nýjan heim Lagið Sjálfstæðar konur eru sjarmerandi er líklega þekktasta lag hljómsveitarinnar Evu hing- að til. „Ég veit að mörgum konum þótti þetta valdeflandi lag. Ein vin- kona okkar notaði það til að kom- ast yfir ástarsorg. Hún fór í bústað og var með lagið á endurspilun þar til hún jafnaði sig. Við erum til fyr- ir svona; til að hafa áhrif. Ekki til að troða einhverju ofan í kokið á fólki heldur til að hreyfa við því og skapa nýjan heim.“ Strákar framkvæma bara Stelpurnar kunnu lítið á hljóð- færi þegar þær ákváðu að stofna sveitina. „Sigga kunni bara þrjú grip á gítar og var mjög lengi að skipta á milli og alltaf illt í puttun- um. Hún er greinilega fljót að læra enda orðin mjög góð eftir þessi tvö ár sem við höfum verið band. Þetta var pælingin. Strákar eru nefnilega oft betri í að framkvæma bara. Auð- vitað er gott að vanda sig og hugsa en það er líka gott að henda bara í þetta, gera það sem þarf að gera og æfast svo á leiðinni. Það er klár- lega eitthvað sem við megum læra af bræðrum okkar. Samfélagið er fljótara að dæma ef kona gerir mis- tök. Við verðum að bylta þeirri hug- mynd og gera fullt af mistökum. Ef margar konur eru að framkvæma alls konar hluti hefur samfélagið ekki tíma til að refsa okkur. Við get- um alveg breytt hlutunum.“ Hefst allt á einstaklingnum Sigríður er önnur þeirra sem stjórna útvarpsþættinum Sigga og Lolla á Rás 2 en Vala er listakona. „Þessa dagana erum ég og samstarfskona mín að vinna með Akureyringum að Borgarasviðinu hjá Leikfélagi Akureyrar. Við erum að einbeita okkur að þessum miklu tímamótum hjá Íslendingum og sérstaklega Ak- ureyringum nú þegar við erum að taka á móti fólki á flótta. Samfélagið og líðandi stund er mér mjög hug- leikið í list minni og þetta verkefni er efst á baugi núna. Það er svo mik- ilvægt að gera þetta vel og ekki bara hér á Íslandi heldur í öllum heimin- um. Þetta hefst allt á einstaklingn- um, hvar sem maður getur gripið niður, fá fólk til að skoða ótta sinn og afhlaða hann.“ Þurfum glimmer og pallíettur Aðspurð segir hún fatavalið í söngvakeppninni ekki ákveðið. „Ég verð allavega í vesti og helst í gull- slegnu vesti líkt og Pálmi Gunnars- son klæddist í Gleðibankanum. Ég er ferlega spennt og er eiginlega að uppgötva það núna í fyrsta skiptið hvað þessi keppni er mikilvæg fyr- ir okkur Íslendinga. Jólin eru búin og allt of margir búnir að taka nið- ur jólaseríurnar. Við þurfum smá glimmer og pallíettur. Eurovision er okkar eina von til að komast í gegn- um skammdegið.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Eurovision nauðsyn- legt í skammdeginu Hljómsveitin Eva Vala segir konur mega læra af strákum að láta bara slag standa. myNd Þormar vIgNIr guNNarSSoN Hljómsveitin Eva Eva varð til þótt stelpurnar kynnu lítið á hljóðfæri. myNd Þormar vIgNIr guNNarSSoN „Ein vinkona okkar notaði það til að komast yfir ástarsorg.“ V A R M A D Æ L U R Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. NÝJUNG Í LOFT Í VATN VARMADÆLUM EINFÖLD Í UPPSETNINGU ÁLAGSSTÝRÐ HLJÓÐLÁT ALLT AÐ 80% ORKUSPARNAÐUR ÍBÚÐARHÚS - SUMARBÚSTAÐ - IÐNAÐARHÚS COP 5,0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.