Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 86

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 86
Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Fjörug föstudagskvöld S kjár Einn sýnir The Voice, bandarísku útgáfuna, með heillandi dómurum og fyrirtaks söngvurum. Um allan heim eru til útgáfur af The Voice en það getur ekki verið að nokkur þeirra standist saman­ burð við þá bandarísku. Sú útgáfa státar af frábærum dómurum sem eru heimsþekktir söngvarar. Þarna eru Pharrell, sem virðist einstak­ lega ljúfur náungi, Adam Levine, sem hefur verið kosinn kynþokka­ fyllsti karlmaður heims, Gwen Stefani, sem er ótrúlega falleg, og Blake Shelton, sem hefur gríðar­ lega útgeislun. Það sakar svo ekki að Gwen og Blake hafa verið að draga sig saman og mikið vonar maður nú að það samband endist. Í þáttunum eru þau ekki mikið að auglýsa náið samband sitt, en Bla­ ke hefur þó allavega einu sinni ýjað að því við mikinn fögnuð áhorfenda. The Voice hefur unnið til margs konar verðlauna, fékk til dæmis Golden Globe á dögunum sem besti raunveruleikaþátturinn. Eins og upplýst fólk á að vita þá er The Voice söngkeppni þar sem alls kyns fólki, flestu ungu að árum, sem ætíð hefur þráð að fá að stíga á svið, býðst tækifæri til að syngja og dómarar þáttarins gefa álit sitt. Þeir söngvarar sem komast áfram í keppninni fá síðan þjálfara úr hópi dómaranna. Ýmsir þessara þátttakenda hafa greinilega mikla hæfileika en skortir um leið sjálfs­ traust. Það er beinlínis upplífgandi að sjá breytingu á þessum söngvur­ um eftir því sem líður á þættina. Um leið og hæfileikarnir fá að blómstra í samstarfi við þjálfara eykst sjálfs­ traust hins óreynda söngvara. Styrkur The Voice felst að hluta til í vali á dómurum, sem jafnframt eru þjálfarar, og þar hefur sannar­ lega tekist vel til. Adam, Pharrell, Blake og Gwen eru skemmtilegar týpur sem ná vel saman, þau eru fyndin og útgeislun þeirra er mikil. Þegar kemur að söng kunna þau svo sannarlega sitt fag og eru afar uppbyggilegir þjálfarar og sann­ gjarnir dómarar. Án þeirra væru þættirnir ekki jafn heillandi. Þau kunna á sjónvarp og eru eins og fædd til að vera þar. Það er ekki betra sjónvarpsefni á föstudagskvöldum en The Voice á Skjá Einum. n „Um leið og hæfileikarnir fá að blómstra í samstarfi við þjálfara eykst sjálfs- traust hins óreynda söngvara. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 24. janúar 07.00 KrakkaRÚV 07.01 Háværa ljónið Urri 07.11 Lautarferð með köku 07.17 Einar Áskell (3:13) 07.33 Ólivía (32:52) 07.43 Sara og önd (35:40) 07.50 Lundaklettur (34:39) 07.56 Vinabær Danna tígurs 08.07 Hæ Sámur (36:52) 08.14 Elías (43:52) 08.25 Sigga Liggalá (43:52) 08.38 Hvolpasveitin (11:24) 09.00 Disneystundin (3:52) 09.01 Finnbogi og Felix 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (10:10) 09.52 Millý spyr (49:78) 10.00 Ævar vísindamaður (2:8) (Segulskór) e 10.30 Árið er - Söngva- keppnin í 30 ár (5:6) e 11.30 Menningin (21:30) 11.50 Augnablik - úr 50 ára sögu Sjónvarps (4:50) 12.05 Íslenskur matur 12.30 Útsvar (Reykjavík - Reykhólahreppur) e 13.35 Stóra sviðið (3:5) (Opnanir og tilboð) e 14.10 Persónur og leik- endur (3:6) (Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson) e 15.00 Reykjavíkurleikarnir B (Sund) Bein útsending frá keppni í sundi á árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík. 17.00 Bækur og staðir 17.10 Táknmálsfréttir (145) 17.20 Kata og Mummi (14:52) 17.32 Dóta læknir (9:13) 17.55 Ævintýri Berta og Árna (3:37) 18.00 Stundin okkar (13:22) 18.25 Í leit að fullkomnun – Fullkomið líf? (8:8) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Rætur (4:5) 20.15 Stóra sviðið (4:5) 20.55 Ófærð (5:10) 21.50 Kynlífsfræðingarnir (3:12) (Masters of Sex II) 22.50 Hannah Arendt e 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (17) Stöð 2 Sport 2 Stöð 3 09:45 Empoli - AC Milan 11:25 Fiorentina - Torino B 13:35 Malaga - Barcelona B 15:20 Samsung Unglinga- einvígið 2015 15:50 Meistarad. í hestaí- þr.2016 (Skeið) 16:55 World Strongest Man 2015 17:25 NBA Special - The Bad Boys 19:10 NFL Gameday 19:40 Denver Broncos - New England Patriots B 23:00 Carolina Panthers - Arizona Cardinals B 10:00 Norwich - Liverpool 11:40 West Ham - Man. City 13:20 Everton - Swansea B 15:50 Arsenal - Chelsea B 18:00 Man. Utd. - Southampton 19:40 Everton - Swansea 21:20 Arsenal - Chelsea 23:00 Leicester - Stoke 15:40 Comedians (5:13) 16:05 Suburgatory (8:13) 16:30 First Dates (1:8) 17:20 Lip Sync Battle (17:18) 17:45 Hell's Kitchen USA 18:30 My Dream Home 19:15 Sleep Squad (2:2) 20:20 The Cleveland Show 20:45 Bob's Burgers (14:22) Skemmtileg teikni- myndasería um mann sem rekur hamborgara- stað. 21:10 American Dad (2:19) Níunda teiknimynda- serían um Stan og fjölskyldu hans frá höfundum Family Guy. Stan er útsendari CIA og er því alltaf til taks í baráttunni gegn ógnum heimsins. 21:35 Brickleberry (4:13) 22:00 South Park (7:10) 22:25 The Mysteries of Laura (4:13) 23:10 Vampire Diaries (17:22) 23:55 The Cleveland Show 00:20 Bob's Burgers (14:22) 00:45 American Dad (2:19) 01:10 Brickleberry (4:13) 01:35 South Park (7:10) 02:00 The Mysteries of Laura (4:13) 02:45 Vampire Diaries (17:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:55 Dr. Phil 12:35 Dr. Phil 13:15 Dr. Phil 13:55 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:35 The Tonight Show with Jimmy Fallon 15:15 Bachelor Pad (3:8) 16:45 Rules of Engagement 17:10 The McCarthys (4:15) 17:35 Black-ish (1:22) 18:00 The Millers (7:11) 18:25 Minute To Win It Ísland (9:10) 19:15 The Biggest Loser - Ísland (1:11) Þriðja þáttaröðin af Biggest Loser Ísland. Fjórtán einstaklingar sem glíma við yfirþyngd ætla nú að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl sem felst í hollu mataræði og mikilli hreyfingu. Umsjón hefur Inga Lind Karlsdóttir en þjálfarar keppenda eru þau Guð- ríður Erla Torfadóttir og Evert Víglundsson. 20:15 Scorpion (8:24) Önnur þáttaraöðin af sérvitra snillingnum Walter O'Brien og teyminu hans sem eru með yfirburðar- þekkingu hvert á sínu sviði. 21:00 Law & Order: Special Victims Unit (20:24) 21:45 The Affair (4:12) 22:30 The Walking Dead (1:16) Spennandi en jafnframt hrollvekj- andi þættir sem njóta gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakn- inga og ýmsa svikara. 23:15 Inside Men (3:4) 00:05 Ice Cream Girls (3:3) 00:50 Rookie Blue (11:22) 01:35 CSI: Cyber (11:22) 02:20 Law & Order: Special Victims Unit 03:05 The Affair (4:12) 03:50 The Walking Dead 04:35 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 UKI 07:30 Doddi litli og Eyrnastór 07:40 Zigby 07:55 Latibær 08:20 Mörgæsirnar frá Madagaskar 08:40 Víkingurinn Vic 08:55 Tommi og Jenni 09:15 Ljóti andarunginn 09:40 Óskastund með Skoppu og Skítlu 09:55 Gulla og grænjaxl- arnir (Smelly Slugsy) 10:05 Rasmus Klumpur 10:15 Ævintýraferðin 10:25 Ninja-skjaldbökurnar 10:50 iCarly (16:25) 11:15 Loonatics Unleashed 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:50 American Idol (5:30) 14:35 American Idol (6:30) 16:00 Grand Designs (5:0) 16:50 60 mínútur (16:52) 17:40 Eyjan (21:30) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (103:150) 19:10 Næturvaktin 19:40 Atvinnumennirnir okkar (6:6) 20:10 Shetland (2:6) 21:05 The Day Hitler Died Vandaður heimildar- þáttur sem fjallar um síðustu klukkkutímana í lífi Adolfs Hitlers í frásögn samferðarfólks hans. En í þættinum koma fram heim- ildir sem taldar voru glataðar en nærri 70 ára gamlar upptökur fundust nýlega og þar er rætt við einkaritara hans Traudl Junge o.fl. 21:55 60 mínútur (17:52) 22:40 America 00:10 The Art of More (6:10) 01:00 The Sandhamn Murders (3:3) 01:45 Small Apartments 03:20 Act of Valor 05:10 Date and Switch Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Sérfræðingar í prenthylkjum 66 Menning Sjónvarp dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið S kákdagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land þriðjudaginn næsta, 26. jan­ úar á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar. Þá sameinast Ís­ lendingar um að taka upp taflborðin þjóðhetjunni til heiðurs. Friðrik verður 81 árs á Skákdaginn. Hann tefldi nýlega með Gullaldarliði Ís­ lands á EM landsliða sem haldið var í Laugardalshöll og hefur síðustu árin verið virkur í taflmennsku. Friðrik er sannkölluð þjóðhetja. Á táningsár­ um hins unga lýðveldisins var hann með fyrstu íþróttamönnunum til að vinna sigra á erlendri grundu. Slíkt var afar mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. Fyrir skákíþróttina sjálfa voru þessir sigrar hans alger forsenda þess öfluga skáklífs sem blómstrað hefur á Íslandi áratugum saman. Nú liggja fyrir ýmsir viðburðir á sjálfan Skákdaginn sem og í allri afmælis­ vikunni. Taflfélagið Huginn heldur hraðkvöld mánudaginn 25. janúar. Í verðlaun verður bókin um feril Friðriks; „50 valdar sóknarskákir“. Bók sú er orðin fágæt. Skákdeild KR í samstarfi við Gallerí Skák stend­ ur fyr­ ir hinu árlega kapptefli um Friðriks­ kónginn. Um er að ræða mótaröð og er fyrst teflt mánudaginn 25. janúar í Skákherberginu í Frostaskjóli. ÆSIR sem tefla nær alla þriðjudaga ársins munu tefla Friðriki til heiðurs á sjálf­ an Skákdaginn í húsakynnum sínum að Stangarhyl. Riddarinn í Hafnar­ firði efnir til sérstaks Friðriksmóts miðvikudaginn 27. janúar. Grunn­ skólinn í Hveragerði hefur verið með mikla skákkennslu í vetur og tekur m.a. þátt í verkefni Skáksambandsins Skák eflir skóla – kennari verður skák­ kennari. Alþjóðlegi meistarinn Guð­ mundur Kjartans son teflir fjöltefli við nemendur skólans á Skákdaginn. Stefán Bergsson heimsækir nem­ endur Kerhólsskóla á Skákdaginn og verður með skákkynningu­ og kennslu. Þá verða vígð skáksundlaugar­ sett um allt land m.a. á Þórshöfn á Langanesi, Hvammstanga, Eskifirði og Reyðarfirði. Skákfé­ lög, skólar, fyrirtæki og stofnanir eru hvött til þess að taka upp skákborðin á Skák­ daginn og heiðra þannig þjóðhetj­ una Friðrik Ólafs­ son. n Þjóðhetjan Friðrik Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Dómarar sem auðvelt er að heillast af Pharrell, Adam, Gwen og Blake. MyND NBCUNIVERSAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.