Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 22.–25. janúar 201610 Fréttir GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA Góð þjónusta í yfir 60 ár Gæðahreinsun þvottahús Dúkaleiga fyrirtækjaþjónusta sækjum & sendum Efnalaugin Björg Háaleitisbraut 58-60, 108 reykjavík sími: 553-1380 Harma að áhyggjur um álverið voru hunsaðar Hvalfjarðarsveit gagnrýnir viðbrögð Umhverfisstofnunar við ábendingum um mengun álversins á Grundartanga S veitarstjórn Hvalfjarðar­ sveitar harmar að Umhverfis­ stofnun hafi ekki tekið tillit til ábendinga og athugasemda sveitarfélagsins við útgáfu á nýju starfsleyfi til Norðuráls sem gef­ ur fyrirtækinu heimild til aukinnar framleiðslu í álverinu á Grundar­ tanga. Sex af sjö sveitarstjórnar­ mönnum samþykktu bókun þess efnis í síðustu viku en þeir fögnuðu þá einnig að Norðuráli hafi verið settar skorður um losun mengandi lofttegunda. Skortir upplýsingar Umhverfisstofnun gaf starfsleyfið út þann 22. desember síðastliðinn. Norðurál fékk þá leyfi til að auka framleiðslu sína úr 300 þúsund tonn­ um á ári í 350 þúsund tonn. Starfs­ leyfið gildir til desembermánaðar 2031 og kemur í stað eldra leyfis sem hefur nú verið fellt úr gildi. Sveitarstjórnin fjallaði um leyfis­ veitinguna þann 12. janúar. Á fund­ inum var vísað í bréf sem sveitar­ félagið sendi Umhverfisstofnun í október í fyrra sem inniheldur ýmsar ábendingar og athugasemdir um­ hverfis­, skipulags­ og náttúru­ verndarnefndar Hvalfjarðarsveitar. Í bréfinu, sem DV hefur undir höndum, er bent á og tekið undir gagnrýni um að Norðurál hafi umsjón með vöktun, mælingum, og mati á þeim, ásamt út­ gáfu skýrslu, vegna eigin mengunar. Hvalfjarðarsveit gagnrýnir þar einnig að upplýsingar sem varða umhverfis­ vöktun berist almenningi eftir á enda útiloki það viðbrögð við hugsanlegri mengunarhættu. Sveitarfélagið óski því eftir símælingum, sér í lagi hvað varði losun flúors, og öflugri upplýs­ ingagjöf í rauntíma. „Mengunaróhöpp hafa átt sér stað hjá Norðuráli en verulega hefur skort á upplýsingar til almennings þegar það hefur gerst. Hvalfjarðarsveit telur nauðsynlegt að bæta úr þessu,“ segir í bréfi sveitarfélagsins. Mismunandi kröfur Sveitarfélagið gerði aðrar athugasemdir, þar á meðal að starfs­ leyfið innihaldi enga umfjöllun um lýsingu eða ljósmengun frá álverinu. Mikið hafi borið á kvörtunum vegna slíkrar mengunar frá iðnaðarsvæð­ inu á Grundartanga. Fulltrúar þess benda einnig á langan gildistíma starfsleyfisins og taka undir með Faxaflóahöfnum, sem á lóðirnar á iðnaðarsvæðinu, að komið verði á upplýsingamiðlun til íbúa í grennd við Grundartanga. Sveitar félagið fari því fram á að byrjað sé á að veita Norðuráli tímabundið starfsleyfi þar til að „ljóst sé með raunmælingum að fyrirtækið geti haldið sig innan nýrra og hertra marka“. Í bréfinu er tillagan að starfsleyfinu einnig borin saman við leyfi Fjarðaáls á Reyðar­ firði. Samanburðurinn sýni að los­ unarmörk flúors í álverinu þar séu þrengri. „Hvalfjarðarsveit telur eðlilegt og rétt að samræmi sé milli starfsleyfa álvera hvað losunarmörk varðar og fer fram á að Umhverfisstofnun út­ skýri hvers vegna losunarmörk Alcoa Fjarðaáls séu önnur en Norðuráls á Grundartanga.“ Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, sagði í viðtali við RÚV skömmu fyrir áramót það ekki rétt að álverið sjái sjálft alfarið um mælingar á eigin mengun. Það væri misskilningur að mengunar­ mælingar væru alfarið í höndum iðnfyrirtækjanna á Grundartanga. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hval­ fjarðarsveitar, vildi ekki tjá sig um niðurstöðu Umhverfisstofnunar þegar DV óskaði eftir viðbrögðum hans. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Grundartangi Norðurál má samkvæmt nýju starfsleyfi framleiða 350 þúsund tonn af áli á ári eða 16% meira en fyrirtækið gerði í fyrra. Mynd SkeSSuHorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.