Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 22.–25. janúar 20162 Fréttir G i l d i r t i l 2 1 . m a í 2 0 1 6 39.900 kr Síðustu forvöð að ná sér í á besta verðinu! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Hringdu í síma 581 3730 Nánari upplýsingar á jsb.is Vetrarkortið E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Píratar með 35% fylgi Fylgi Pírata mældist 34,9% í nýjustu könnun MMR sem var gerð 18. desember síðastliðinn. Sjálfstæðisflokkurinn mældist þá með 20,6% og samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, Framsóknarflokkurinn, með 11,5%. Alls 12,9% aðspurðra svöruðu MMR á þá leið að þeir myndu kjósa Samfylkinguna. Vinstri - grænir mældust með 11,4% og Björt framtíð rak lestina með 5,3%. F astlega má gera ráð fyrir að allt að tíu prósent einstak- linga yfir tvítugt hér á landi séu með sykursýki. Þar af eru níu af hverjum tíu með sykursýki af tegund tvö, þar sem einn stærsti sökudólgurinn er of- þyngd, hreyfingarleysi og lífsstíll. Allt að 40 prósent af aflimunum sem framkvæmdar eru á Landspít- alanum tengjast sykursýki og hefur hlutfallið aukist umtals- vert á síðustu áratugum. Vanda- mál er hversu litlar upplýsingar eru til staðar um tíðni sykursýki hér á landi en sprenging hefur orðið í fjölda sykursjúkra í öðrum löndum Evrópu. Yfirlæknir innkirtlasjúkdóma á Landspítalanum segir að ekkert bendi til að þróunin sé öðruvísi hér á landi. Hann segir mikilvægt að átta sig á stöðunni hér með því að setja á stofn gagnagrunn og að jafnvel gæti verið gagnlegt að taka upp skimun fyrir sykursýki. Ljóst sé að öflugt lýðheilsuátak þurfi til að sporna við sjúkdómum sem fylgja ofþyngd, ofneyslu og hreyfingar- leysi, því þeir séu helsta heilsufar- sógn 21. aldarinnar og við erum mögulega farin að forrita komandi kynslóðir strax í móðurkviði til að verða móttækileg fyrir sykursýki. Gögn sem til eru sýna slæma þróun „Við vitum því miður afskaplega lítið einmitt núna og það sem við vitum byggir á 7–8 ára gömlum úr- takstölum úr hóprannsókn Hjarta- verndar. Þá var talið að 6 prósent karla á aldrinum 25–84 ára væru með sykursýki af tegund tvö og að fyrir hverja tvo sem væru með sykursýki væri einn sem vissi ekki af því,“ segir Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlasjúkdóma á Landspítalanum, aðspurður um tíðni sykursýki af tegund tvö hér á landi. Hann bendir á að þær tölur byggi á afmörkuðu þýði og úrtaki fólks sem bjó á Reykjavíkursvæð- inu á ákveðnum tíma. En eftir það séu ekki til neinar tölur. Þær tölur hefðu þó verið tvöfalt hærri en tölurnar sem voru til fyrir svipað þýði, 30 árum áður. „En tölurnar núna eru líklega bara svipaðar og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert sérstakt sem bendir til að þetta sé öðru- vísi hjá okkur en þar. Að það séu 9 til 10 prósent einstaklinga, eldri en tvítugt með sykursýki og að þar af séu 9 af hverjum 10 með sykursýki af tegund tvö.“ Ofþyngdin afhjúpar vandamálið En í hverju felst munurinn á sykur- sýki 1 og sykursýki 2? „Báðar tegundirnar snúast um briskirtilsbilun og skort á insúlíni. Í tegund eitt sem greinist almennt fyrr á lífsleiðinni er algjör skortur á insúlíni en einungis hlutfallslegur í tegund tvö sem greinist oftast síðar á lífsleiðinni. Að tegund tvö sé áunnin er eiginlega rangnefni því erfðaþætt- ir eru þar mjög sterkir en útleysandi þættir hins vegar einnig öflugir og þá snýst það um offitu og fleira sem er að hluta áunnið. Þannig að það fyrir- bæri sviptir þá hulunni af arfgenga vandamálinu. Undirliggjandi þarf maður því að hafa ákveðna gena- samsetningu. En þetta er sterkasti breytanlegi áhættuþátturinn og þess vegna er mjög áhrifaríkt að draga úr þessum þætti, offitunni og hreyf- ingarleysinu, til að minnka tíðnina og einnig hjálpa fólki sem er komið með greininguna.“ Sama staða hér og erlendis Þó að nýrri tölur en frá 2007 séu ekki til þá virðist Ísland enginn eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að því heilsufarsvandamáli sem sykursýki af tegund tvö er. Rafn bendir á þá staðreynd að fjölgunin á þeim árum sem áðurnefnd rannsókn tók til hafi verið svipuð og erlendis og að ekki sé tilefni til að ætla að hún hafi verið minni eftir það. „Tíðnin hefur haldið áfram að aukast í flestum öðrum löndum og eins og bent hefur verið á þá eru Ís- lendingar með feitari Evrópuþjóð- um.“ Samkvæmt skýrslu OECD frá ár- inu 2015, Health at a Glance, kemur fram að samkvæmt nýjustu upplýs- ingum sé rúmlega helmingur, eða 53,8 prósent, fullorðinna í lönd- um OECD of þung eða í offitu. Í 22 af 34 OECD-löndum er fólk í heild of þungt eða í offitu. Ísland er yfir meðaltali innan OECD samkvæmt þessari skýrslu, þar sem 22,2 pró- sent einstaklinga yfir 15 ára aldri eru of feit. Meðaltal OECD hvað þetta varðar er 19 prósent. Hér á landi hef- n Tíu prósent yfir tvítugu með sjúkdóminn n Ekkert sem bendir til að Ísland sé betur statt en aðrar þjóðir þar sem sprenging hefur orðið Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sykursýki Gera má ráð fyrir að allt að tíu prósent Íslendinga yfir tvítugu séu með sykursýki og getur sjúkdómurinn haft skelfilegar afleiðingar. Allt að 40 prósent aflimana sem framkvæmdar eru á Landspítalanum á ári hverju eru vegna sykursýki. Göngudeild sykursýki er í húsi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sem hér sést á mynd. Mynd SiGtryGGur Ari Sykuróhóf Óhófleg neysla á sykri í nútímaþjóðfélögum er ein höfuðorsök offitu og tengdra sjúkdóma. Stór hluti aflimana á Landspítalanum vegna sykursýki Um 300 skjálftar mældust Jarðskjálfti að stærð 3,3 á Richter mældist í Öxarfirði klukkan 04.01 aðfaranótt fimmtudags. Skjálftinn varð um tólf kílómetra suðvestur af Kópaskeri og fundu íbúar á svæðinu fyrir honum. Alls mældust um 300 skjálftar í Öxarfirði frá miðnætti og fram á morgun. Þar af voru tveir skjálftar um 3 að stærð. Þann 13. janúar síðastliðinn voru 40 ár liðin frá því að jarðskjálfti sem mældist rúm sex stig reið yfir Kópasker. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum og öðrum eignum í bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.