Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 41
Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Kynningarblað - Betra líf 3 Kökulist margverðlaunað og landsþekkt bakarí K ökulist er landsþekkt fyrir súrdeigsbrauðin sín og leggur fólk víðs vegar að af landinu leið sína í Köku- list til að nálgast súrdeigs- brauðin. „Það kemur fólk alla leið frá Tálknafirði til okkar til að kaupa súr- deigsbrauðin. Margir kaupa mörg brauð til að skella í frysti og þar með tryggja sér gott brauð fram í tímann,“ segir Jón Rúnar Arilíus, annar eig- andi Kökulistar. Jón á Kökulist með eiginkonu sinni, Elínu Maríu Niel- sen, sem þau stofnuðu árið 1997. Fyrirtækið er í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Landsþekkt fyrir súrdeigsbrauðin sín „Okkar markmið er að heilla þig með hollum brauðum sem öll eru sykur- laus, fitulaus og gerlaus. Við erum einnig með 100% speltbrauð en við höfum horfið til fortíðar þegar kem- ur að brauðbakstri og góðum kök- um þar sem við notum eingöngu gæða hráefni,“ segir Jón. „Því er löng vinnsla á brauðunum. Við gefum okkur tíma til að gera vörurnar okk- ar eins góðar og mögulegt er,“ bæt- ir hann við. Eins og áður sagði kem- ur fólk alls staðar að af landinu til að versla brauðin. „Sumir hafa hringt og lagt inn pöntun áður en þeir leggja af stað til höfuðborgarinnar,“ segir Jón. „Það nýjasta sem við bjóðum upp á núna eru rúgbrauð sem eru afbrigði af dönskum rúgbrauðum en í þeim eru heilkorn, enginn sykur eða hveiti og engin rotvarnarefni eða geymslu- efni. Þau eru sætuð með döðlum og trönuberjum og flokkast undir „of- urfæði“. Vert er að nefna að við tók- um hveiti og hvítan sykur úr sumu af kökunum okkar og settum inn spelt, hrásykur og heilkorn í staðinn. Það er því orðið beinlínis hollt að fá sér sætabrauð,“ segir Jón. Eigandi Kökulistar margverðlaunaður Jón hefur unnið til ótal margra verð- launa en hann hefur meðal annars unnið til gull-, silfur- og bronsverð- launa á tveimur heimsmeistara- keppnum og á Ólympíuleikunum. Jafnframt vann hann til tvennra gullverðlauna á Norðurlandamóti í kökuskreytingum. Einnig hefur hann unnið keppnina Bakari ársins og verið Íslandsmeistari í köku- skreytingum hér heima sem og unnið til Gordon bleu-verðlaunanna sem er æðsta orða matreiðslumeist- arans. Auk þess hefur hann dæmt í heimsmeistarakeppni í Konditori. Nýtt bakarí á Suðurnesjum Í byrjun desember keyptu hjónin Valgeirs bakarí í Njarðvík og eru nú þegar nýjungar Jóns komnar í bak- aríið og er enn fleira væntanlegt á næstu dögum samkvæmt honum. „Það kom mér í opna skjöldu hvað Suðurnesjamenn eru óskaplega vinalegir og kærleikurinn er algjör- lega í fyrirrúmi hjá fólkinu sem býr hérna. Það er mikil manngæska hér á svæðinu. Margir búnir að koma og bjóða mig velkominn á svæðið. Mín upplifun er eins og ég sé að koma aftur en ekki í fyrsta skiptið. Mót- tökurnar hafa verið meiri háttar og er bróðurkærleikurinn mjög mikill. Þetta er einstakt. Ég er bara mjög hrærður,“ segir Jón. n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.