Fréttablaðið - 08.04.2017, Side 16

Fréttablaðið - 08.04.2017, Side 16
Eigum til á lager ítalskt skrautjárn sem hentar í handrið o.. Getum einnig sérpantað smíðajárn. ÍTALSKT SMÍÐAJÁRN Ingi@jarnprydi.is | Gsm: 822 1717 Rafrænt stjórnarkjör 11. til 21. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 11. – 21. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Brynja Baldursdóttir er ein í framboði kvenna og er því sjálf- kjörin. Í framboði um sæti karla eru Agnar Kofoed-Hansen og Andrés Svanbjörnsson. Kynning frambjóðenda er á vefsvæði sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeildar sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. sjóðfélagalýðræði, rafrænt stjórnarkjör, góð réttindaávinnsla og hagstæð sjóðfélagalán. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2016 var samtals 73,0 milljarðar kr. og hækkaði um 6,4 milljarða kr. á árinu. Í árslok 2016 var heildartryggingarfræðileg staða samtryggingar- deildar jákvæð um 0,1%. Hrein raunávöxtun sl. 5 ár er 5,4%. Nánari upplýsingar á www.lifsverk.is. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík - Þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild Dagskrá fundar: Hefðbundin aðalfundarstörf Niðurstaða rafræns stjórnarkjörs Önnur mál, löglega upp borin Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2012 2013 2014 2015 2016 Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 4,7% 2,6% Lífsverk 1 0,5% -1,6% Lífsverk 2 3,6% 1,5% Lífsverk 3 5,1% 3,0% Ávöxtun 2016: Þorlákshöfn nú tengd beint við Rotterdam Færeyska vöruflutninga- ferjan Mykines kom í fyrsta sinn til Þorláks- hafnar í gær. Beinar siglingar til Rotterdam eru þar með hafnar. Mykines mun koma til Þorlákshafnar vikulega með vörur. Mynd/SLC Í siglingum til Íslands í aldarfjórðung l Smyril Line Cargo var stofnað árið 1982 og hefur frá þeim tíma siglt með farþega til og frá Íslandi. l Allt frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á Ro/ Ro vöruflutninga og hafa þeir aukist umtalsvert frá 2009, eftir að ferjan hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. l Engar breytingar eru fyrir- hugaðar á siglingum Norrænu milli Seyðisfjarðar, Færeyja og Danmerkur. Ferjan Mykines er 19 þúsund tonn – tekur 90 tengivagna og 500 bíla. l Ferjan verður skráð í Færeyjum og verða 24 í áhöfn. samgöngur Beinar siglingar fær- eyska skipafélagsins Smyril Line Cargo milli Íslands og Evrópu eru hafnar og kom vöruflutningaferjan Myki nes til hafnar í Þorlákshöfn í fyrsta sinn í gær. Vegna flutninganna hefur sveitar félagið Ölfus ráðist í hafnarbætur í Þorlákshöfn. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi, segir að farmur Mykiness í þessari fyrstu ferð séu mest bifreiðar, vinnutæki og stórar vélar, ásamt byggingarefni og neyt- endavörum. Með skipinu til baka til Rotterdam verða mestmegnis fluttar út sjávarafurðir. „Mykinesið hefur hreppt alls konar veður á leiðinni, en hefur sannað að það er gott sjóskip. Allar áætlanir okkar hafa staðist og þetta er gleðilegur dagur fyrir okkur,“ segir Linda Björk sem finnur fyrir því að markaðurinn sé að bregðast við nýjum kosti í flutningum og sam- keppninni sem honum fylgir. „Löndunum í Þorlákshöfn hefur fjölgað og umsvif í höfninni hafa aukist. Við erum búin að gera samn- inga við fyrirtæki í bænum til að vinna með okkur,“ segir Linda og nefnir Kuldabola, sem rekur frysti- vöruhótel og Fiskmarkað Íslands. Ákveðið hefur verið að halda úti vikulegum siglingum milli Þorláks- hafnar og Rotterdam, en þó einungis boðið upp á vöruflutninga á nýju siglingaleiðinni. Fest voru kaup á ferjunni Mykines sérstaklega vegna verkefnisins. Ferjusiglingarnar munu stórauka umsvif í Þorlákshöfn og væntingar eru um að þær stuðli að enn frekari vexti og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Horft er til þess að nýja sigl- ingaleiðin skapi einnig tengimögu- leika við önnur markaðssvæði, til dæmis Pólland og Eystrasaltslöndin, með vöruumskipun í Færeyjum þaðan sem Smyril Line Cargo er með tvær vöruflutningaferjur í áætl- unarsiglingum til St. Pétursborgar og Eystrasaltslandanna. Miklar breytingar hafa verið gerð- ar á höfninni í Þorlákshöfn á undan- förnum árum til að skapa betri aðstæður fyrir hafsækna starfsemi og frekari framkvæmdir eru á döfinni. Höfnin hefur verið dýpkuð til muna og byggð verður upp aðstaða til að taka á móti stórum flutningaskipum. svavar@frettabladid.is Viðskipti „Nei, það kom ekki til greina,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann var spurður hvort það hafi komið til álita að selja 200 hektara land Vífilsstaða í opnu útboðsferli. Garðabær og ríkið hafa komist að samkomulagi um kaup hins fyrr- nefnda á landinu. Hafa samninga- viðræður verið í gangi milli aðila allt frá árinu 2014 en fóru almennilega á skrið í ágúst í fyrra. Landið sem um ræðir er alls 202 hektarar í kringum Vífilsstaði og er söluverðið 558 milljónir króna. Til samanburðar var Hafnarfjarðarbæ gert að greiða rúmar 600 milljónir króna í eignarnámsbætur árið 2014 fyrir land í Kapelluhrauni sem var fjórðungi minna en þetta land. Krafa hefur verið uppi í samfélag- inu um að ríkiseignir séu seldar í opnum gegnsæjum útboðsferlum eftir að hlutur ríkisins í Borgun var seldur í bakherbergjum í lokuðu ferli. Markmið með opnum útboð- um og gegnsæi er að hámarka tekjur ríkisins af sölu eigna og fá hæsta mögulega verð fyrir eignirnar. Benedikt segir ekki hægt að líkja þessu við Borgun. „Það er þannig að bæjarfélagið borgar fyrir þetta og svo er lóðasölunni skipt milli ríkis og bæjar. Þetta er því ekki þannig að við seljum landið og svo ekkert meira. Með þessu tryggjum við okkur fram í tímann,“ segir Benedikt. „Við viljum að þetta land sé nýtt til að draga úr skorti á lóðum og íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel það mjög hollt fyrir markaðinn að framboðið verði í hlutfalli við eftirspurn eftir íbúðum. Einnig hefur Reykjavíkurborg horft til ríkislóða í borginni. Við höfum tekið því ágæt- lega að gera slíkt hið sama í borg- inni,“ segir Benedikt. – sa Kom ekki til greina að selja í opnu útboði Vífilsstaðaspítali er ekki með í kaup- unum. FréttabLaðið/SteFán Við viljum að þetta land sé nýtt til að draga úr skorti á lóðum og íbúðum á höfuðborgarsvæð- inu. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efna- hagsráðherra orkumál Landvernd hefur sent Alþingi athugasemdir vegna þings- ályktunartillögu að flokkun virkj- unarhugmynda í 3. áfanga ramma- áætlunar, og leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að hægja verulega á eða stöðva uppbyggingu frekari stórvirkjana hérlendis. Að minnsta kosti þar til fyrir liggur ígrunduð orkustefna þar sem meðal annars er tiltekið hvað megi virkja mikið á næstu árum eða áratugum og í hvaða tilgangi. Áætlunin segir til um hvar megi virkja og hvar ekki. Segir Landvernd að orkunýtingarflokkur hafi sam- kvæmt tillögunni að geyma 1421 megavatt sem sé svipað og tvær Kárahnjúkavirkjanir. Fjölmörgum náttúruperlum hafi þegar verið fórnað fyrir stóriðju. Á sama tíma fagnar Landvernd verndun stórra vatnsfalla sem upp- tök eiga á hálendinu, eins og Skjálf- andafljóts, Jökulsánna í Skagafirði og Skaftár. Samtökin mótmæla hins vegar flokkun virkjanahugmynda í nýtingarflokk á hálendinu, Reykja- nesskaga, austanverðum Vestfjörð- um og víðar, t.d. Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi. – shá Ekki fleiri stórvirkjanir Í frétt gærdagsins um laxeldismál var Daníel Jakobsson titlaður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þetta leiðréttist hér með þar sem Daníel hefur vitaskuld látið af starfi bæjarstjóra; gegnir nú stöðu bæjarfulltrúa auk þess sem hann er hótelstjóri á Ísafirði. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er Gísli H. Halldórsson. leiðrétting 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -9 C D 8 1 C A 1 -9 B 9 C 1 C A 1 -9 A 6 0 1 C A 1 -9 9 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.