Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 138

Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 138
Samræði við samlokur McDonald’s notaði árið 2005 fras- ann „I’d hit it“ í auglýsingu sinni um ákveðna samloku. Auglýsinga- stofan sem sá um að búa til þessa auglýsingu var greinilega ekki búin að vinna heimavinnuna sína en frasinn „I’d hit it“ vísar, eins og glöggir lesendur hafa kannski áttað sig á, til kynlífs. Mikið grín var gert að þessu enda auðvitað bráð- fyndið að heyra hamborgararisann McDonald’s hvetja fólk til samræðis við samlokur. Breyttir tímar Á sjötta áratugnum voru auglýsing- ar töluvert öðruvísi en þær eru í dag og það getur verið ágætis skemmt- un að skoða ýmislegt sem þar var haldið fram. Til að mynda aug- lýsti 7-Up að mæður ættu að gefa börnum sínum þennan sykursæta gosdrykk í stað mjólkur eða að þær ættu nú að minnsta kosti að blanda 7-Up í mjólkina svo að börnin fengju lyst á að drekka bragðvonda og óspennandi brjóstamjólk. Síður skemmtilegt var þó viðhorfið gagn- vart konum sem endurtekið birtist í auglýsingum frá þessum tíma – til að mynda er fræg kaffiauglýsing þar sem eiginmaður rassskellti konu sína fyrir að hafa ekki keypt nógu ferskt kaffi. Mikið var gert út á það viðhorf að húsmóðirin væri hálf- gerður kjáni sem húsbóndinn þyrfti sífellt að vera að skamma eins og barn fyrir að velja vitlausar vörur. Glæpsamlegar auglýsingar Tískumerkið Calvin Klein birti á tíunda áratugnum sjónvarpsauglýs- ingar þar sem hermt var eftir klámi. Í þeim sást fáklætt og mjög unglegt fólk eiga í ansi tæpum samræðum við manneskju sem var ekki í mynd. Ekki bara vöktu þessar auglýsingar reiði meðal fólks, heldur hótuðu verslanir að hætta frekari viðskiptum við Calvin Klein og meira að segja var bandaríska alríkislögreglan FBI komin í málið og rannsakaði hvort þarna væri um barnaklám að ræða. Óþægilegt svar við óþægilegri auglýsingu Auglýsingar sem Dolce & Gabb- ana birtu í kringum 2007 og sýndu fáklæddan karlmann halda konu niðri á meðan nokkrir aðrir menn stóðu yfir öllum ósköpunum þóttu minna óþægilega mikið á hópnauðgun. Talsvert var kvartað yfir auglýsingunni og það knúði Newsweek til að spyrja Stefano Gabbana út í málið. Honum fannst þetta ekkert stórmál og sagði: „Frá bæði mannlegu og tilfinn- ingalegu sjónarhorni myndum við aldrei ráðast á konur, kynið sem við höfum ávallt lýst yfir ást á, vegna þess að heil 60% af öllu því sem við selj- um á heims- vísu fara til kvenna. Ef ég ætti að túlka myndina segði ég hana erótískan draum, eins konar kynlífs- leik.“ Gríðarlega óþægilegt svar við gríðarlega óþægilegri auglýsingu. Hamborgarajómfrúin Burger King eyddi miklu púðri í auglýsingaherferð sína fyrir Whopp er-borgarann, en herferð- in gekk undir heitinu „Whopper Virgin“ sem mætti kannski útleggja sem „Whopper jómfrú“ á íslensku. Hamborgarakeðjan sendi tökulið um allan heim í leit að fólki sem hafði aldrei smakkað á hamborg- ara áður – til að mynda var farið til Transylvaníu, Grænlands og Taí- lands. Það sem vakti hneykslun fólks var að ekkert var minnst á að á sumum áfangastaðanna á fólk ekki málungi matar – sérstaklega í Taílandi þar sem um 30% landsmanna gætu aldrei haft efni á að kaupa sér ham- borgara. Erótískt fjöldamorð „AIDS is a mass murderer“ var titill herferðar gegn eyðnifar- aldrinum. Mynd- b a n d n o k ku r t sem Regen bogen, þýsku samtökin bak við herferðina, sendu frá sér hneykslaði fólk um allan heim og var fyrir löngu síðan tekið af YouTube. Í myndbandinu, sem er raunar nánast eins og ljósblátt klám, sést par stunda kynlíf í myrku herbergi. Skotin eru hröð og „töff“ og engin andlit sjást fyrr en í lok mynd- bandsins þegar kemur í ljós að karlinn er enginn annar en Adolf Hitler. stefanthor@frettabladid.is Óheppilegar auglýsingaherferðir Pepsi-auglýsingin með Kendall Jenner hefur verið mikið á milli tannanna á fólki upp á síðkastið enda þykir hún með eindæmum óheppileg. Pepsi er þó ekki eina fyrirtækið sem hefur sent frá sér óheppilega auglýsingu. Viðbrögð margra við ummælum Stefano Gabbana. 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r74 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 1 -B 0 9 8 1 C A 1 -A F 5 C 1 C A 1 -A E 2 0 1 C A 1 -A C E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.