Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 4
Urskurður kjaranefndar 17. júlí s.l. var birtur úrskurður kjara- nefndar vegna samninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. í úrskurðinum var fjallað um röðun starfsheita í launaflokka og flokkatilfærslur, en um launastigann sjálfan var samið við BSRB fyrr í vor í almennum samningum. Stór hluti starfs- manna aðildarfélaga BSRB fær hækkun um einn launaflokk frá 1. janúar 1977. Hjúkrunarfræðingar eru þó í þeim hópi sem fær hækkun um einn launaflokk strax. ÚRSKURÐUR KJARANEFNDAR um sérkjarasamning fjármálaráðherra og Hjúkrunarfélags islands timabilið 1. júli 1976 til 30. júni 1978, sbr. lög nr. 29/1976. 1. Sérkjarasamningur aðila frá 6. maí 1974 með áorðnum breytingum skal framlengjast með þeim breyt- ingum, sem taldar eru hér á eftir, og gildir þá jafn- framt fyrir lijúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum, en um leið fellur niður sérkjarasamningur fyrir hjúkr- unarkonur við heilsugæslustöðvar frá 26. júlí 1974. Raðtölur greina í samningnum skulu breytast í sam- ræmi við breytingar þessar svo og tilvísanir til aðal- kjarasamnings frá 15. desember 1973 í hátt við aðal- kjarasamning aðila frá 1. apríl 1976, eftir því sem við getur átt. 2. 1. gr. orðist svo: 1. mgr. Störfum félaga í Hjúkrunarfélagi Islands, sem vinna hjá ríki eða stofnunum þess, skal raðað í launaflokka skv. 1. gr. aðalkjarasamnings fjármálaráð- herra og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja 1. apríl 1976 sem hér segir: Launafl. Starfsheiti B 10 Hjúkrunarfræðingur IV (87 stig). B 11 Hjúkrunarfræðingur III (95 stig). B 12 Hjúkrunarfræðingur II (110 stig). Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð. Aðstoðardeildarstjóri við hjúkrun fái greidd laun skv. stöðu sinni að viðbættum einum launaflokki. B 13 Hjúkrunarfræðingur I (130 stig). Hjúkrunardeildarstjóri II á deild með 2 bjúkr- unarfræðinga eða færri. B 14 Hjúkrunardeildarstjóri I á deild með 3 hjúkr- unarfræðinga eða fleiri. Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð með sérmenntun í heilsuverndarstarfi, fæðingar- fræði eða í starfi hjúkrunarfræðings á göngu- eða slysadeildum, sbr. 4. mgr. 19. gr. laga nr. 56/1973. Hjúkrunarkennari. Yfirhjúkrunarfræðingur á sérdeild. B 15 Hjúkrunarstjóri. Hjúkrunarframkvæmdastj. II (yfirhjúkrunar- fræðingur sjúkrahúss, sem ekki er deildaskipt). B 16 Hjúkrunarkennari með hjúkrunarkennarapróf eða allt að fimm ára nám á háskólastigi að haki. Iljúkrunarnámsstjóri á sjúkrahúsum. B 17 Hjúkrunarframkvæmdastjóri I (aðstoðarfor- stöðumaður sjúkrahúss yfir 200 rúma og yfir- hjúkrunarfræðingur yfir deildaskiptu sjúkra- húsi minna en 200 rúma) með framhaldsnám í spítalastjórn. Skorti á þá menntun, greiðist laun skv. launaflokki B 15. B 18 Yfirkennari hjúkrunarskóla. Skólastjóri Sjúkraliðaskóla íslands. B 21 Hjúkrunarforstjóri (forstöðumaður sjúkrahúss með yfir 200 rúm). Skólastjóri hjúkrunarskóla. B 22 Deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyti. Hækkar um einn launaflokk 1. janúar 1977. 86 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.