Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Page 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Page 10
TAFLA I Samanburður á 3 gerðum magamyndavéla Gerð ..Blind Gastrokamera Gastrokamera T œknilegir gastrokamera m/sjónglugga m/sterkum sjón- eiginleikcir GT-VA2 GTF-PF glugga GTF-S2 Sjóntækjakerfi Ljósmyndunarhorn 108° 90° 90° — Ljósmyndunarfjarlægð 20-100 mm 20-100 mm 20-100 mm — Sjónhorn — 51° 51° — Skoðunardýpt — 10-100 - 10-100 - Ljósmyndunar- og sjónstefna Til hliðar Til hliðar Myndavélarhluti Þveimál 11.7 mm 11,5 mm 11,5 mm — Lengd 40 - 48 - 51 - — Sveigjanleiki f 100° upp 200° s /UU 1 100° niður f 100° upp 200° ! lnno '1 f 100 ntður f 90° upp 180° { 90° niður Slanga Þvermál 9 mm 7,5 mm 10,4 mm — Lengd 1030 — 875 - 870 - Samtals Lengd 1180 mm 1040 mm 1075 mm Filma Breidd 5 mm 4 mm 4 mm — Myndstærð 5X6 - 4X5 - 4X5 - — Fjöldi mynda 30 26 26 þykir henta lil hóprannsókna, vegna sjóngluggans, en hann tryggir betri myndatöku, þótt hann sé ekki svo sterkur að sá sem rannsóknina fram- kvæmir, geti skoðað magann ná- kvæmlega meðan á myndatökunni stendur. Nýjasta gerðin af magamyndavél er „gastrokamera GTF-S2“. Hún hef- ur svo sterkan sjónglugga að unnt er að greina flestar breytingar í slím- húðinni meðan myndatakan fer fram þótt endanleg niðurstaða fáist ekki fyrr en að filmuskoðun lokinni. Mynd 1 sýnir þessa gerð í heild, en mynd 2 myndavélarhlutann. Slanga gastrokamera GTF-S2 er dálítið sver- ari en slanga blindrar magamynda- vélar vegna trefjaglersknippanna og gerir þetta rannsóknina örlitlu óþægi- legri fyrir sjúklinginn. Þessi nýjasta gerð magamyndavélar fæst einnig með gangi til vefasýnistöku og er því með nokkrum sanni hægtað segja, að búið sé að sameina þessi tvö tæki, magaspegil og magamyndavél í eitt. Taflan sýnir samanburð á áður- greindum 3 aðalgerðum magamynda- véla. Kostir og gallar magamyndavéla (gastrokamera) Magaljósmyndun er afkastamikil rannsókn. Með þessari aðferð er unnt að fá allan magann festan á filmu á auðveldan, fljótlegan og hættulausan hátt. Þessir kostir — auðlærð notkun og hinn sérstaka hönnun tækisins, stuttur beygjanlegur endi og þar af leiðandi auknir upptökumöguleikar, þunn og sveigjanleg slanga, sem gef- ur létta rannsókn — gera rannsóknar- aðferðina mjög handhæga í saman- burði við magaspeglun (gastro- skopi). Hið djúpa focus tryggir skýr- ar myndir af stórum svæðum magans í einu. Það er auk þess ómetanlegt að hafa möguleika á því að grand- skoða góða filmu af öllum maganum í góðu tómi, e. t. v. tveir eða fleiri at- hugendur samtímis, en í þessu tilliti stendur magamyndavélin speglinum framar. Við speglunina á sjúklingur- inn allt undir því að rannsakandinn komi auga á hugsanlegar breytingar í magaslímhúðinni á meðan tækið er í maga sjúklingsins. Hér verða tald- ar upp helztu ástæður (indicationir) magalj ósmyndunar. 1. Öþægindi í efri hluta kviðarhols, án undangenginnar röntgenrann- sóknar, en þetta er valkostur. 2. Sjúklingur með magaóþægindi, en eðlilega röntgenmynd. 3. Grunur um breytingar á röntgen- mynd, sem þarfnast nákvæmari greiningar. 4. Til hóprannsókna í leit að krabba- meini. 5. Eftirlit með vissum áhættuhópum, t. d. sjúklingum með anæmia perniciosa eða atrofiskan gastritis, eða t. d. karlmönnum yfir fertugt í löndum með háa tiðni maga- krabbameins. Almennt um ástæður til maga- Ijósmyndunar og magaspeglunar (endoskopiskrar rannsóknar) Tiðni magakrabbameins á Islandi hefur verið há samkvæmt krabba- meinsskráningu og er svo ennþá, þótt sjúkdómurinn virðist nokkuð á und- anhaldi á Islandi svo sem í öðrum vestrænum löndum. Þannig hefur ár- leg tíðni nýgreindra magakrabba- meina á íslandi lækkað frá 61 á 100 þús. karla á árunum 1955—1968 niður 92 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.