Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Side 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Side 27
Ráðstefna Hjúkrunarfræðingar á Kleppsspítalanum gengust fyrir ráðstefnu er fór fram að Hótel Loftleiðum dagana 20. og 21. maí sl. Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri setti ráð- stefnuna. Davíð Gunnarsson ræddi um stjórnun. Tómas Helgason um atvinnulýðræði, Sigurlín Gunnarsdóttir um uppbyggingu stjórnunar og hjúkrunarþjónustu. Ingibjörg R. Magnúsdóttir flutti erindi er hún nefndi „Hvað er heilbrigði“ og Þórunn Pálsdóttir stjórnaði umræðum um and- lega aðhlynningu sjúkra. Fyrrverandi sjúklingar lýstu reynslu sinni af sjúkrahúsdvöl, og fjallað var um stöðu aðstand- enda og þeirra raddir heyrðust einnig. í lok ráðstefnunnar kom m. a. fram að auka þyrfti fræðslu fyrir sjúklinga varðandi meðferð og rannsóknir og efla tengsl við aðstandendur sjúk- linganna. Veita þyrfti ýtarlegri upplýsingar við útskrift, trúnaðarmenn sjúklinga væru æskilegir og auka þyrfti tjáskipti milli starfshópanna svo nokkuð sé nefnt. Ráðstefnan var fjölmenn og fróðleg og þeim til sóma er að henni stóðu. Þing ICN í Tokyo International Council of Nurses (ICN) hvetur hjúkrunarfræðinga hvaðanæfa úr heiminum til að taka þátt í 16. hjúkrunarþinginu sem fram fer í Tokyo, Japan 30. maí-3. júní 1977. Fundarefnið verður „Nýjungar í hjúkrun“. ICN og japanska hjúkrunarfélagið eiga von á að um 10.000 hjúkrunarfræðingar taki þátt f þing- inu. Allir hjúkrunarfræðingar sem eru félagar í aðildarfélögum ICN eru velkomnir. Skrifstofa HFi mun veita nánari upplýsingar. Námsstyrkir Á árinu 1974 afhenti Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri fyrir hönd Stofnendasjóðs Elliheimilisins Grund kr. 50.000 til styrktar hjúkrunarfræðingi, sem vildi kynna sér málefni aldraðra. Við þessa upphæð var bætt hagnaði af flóamarkaði og árs- hátíð HFÍ. Sesselja Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur hlaut styrkinn. Fór hún til Danmerkur sum- arið 1975 og kynnti sér málefni aldraðra, en Dansk Sygeplejerád skipulagði kynningarferð fyrir hana. Námsstyrkur SSN kom í hlut HFÍ árið 1975 og var hann veittur Sigrúnu Gísladóttur, sem var við nám í heilsuvernd í Noregi. Styrk úr Minningarsjóði Hans A. Hjartarsonar, náms- og ferðasjóði HFÍ hlaut María Sigurðar- dóttir, sem var við nám í deildarstjórn í Noregi. Reglum um barnsburðarleyfi breytt 1. júní sl. var gerð sú breyting hjá Reykjavíkur- borg að konur þurfa hér eftir ekki að mæta til vinnu eftir að þær hafa tekið sér leyfi frá störf- um vegna barnsburðar. Eftirtaldar breytingar voru gerðar á reglugerð um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkur- borgar: 1. 2. mgr. 20. gr. orðist svo: Eftir þriggja mánaða starf fá fastráðnir og laus- ráðnir starfsmenn greidd laun í veikindaforföllum þannig, að fjöldi veikindadaga nemur helmingi þess, sem kveðið er á um í 20. gr. Eftir sex mán- aða starf fá allir starfsmenn greidd laun í veik- indaforföllum eftir reglum 1. mgr. 2. 25. gr. orðist svo: Vegna barnsburðar skal kona eiga rétt á að vera fjarverandi með fullum launum í samtals 90 daga og fer um uppgjör fyrir yfirvinnu samkvæmt reglum um yfirvinnugreiðslur í veikindaforföllum. Séu lengri frátafir nauðsynlegar að dómi lækna skal meta þær eftir reglum um veikindadaga. 3. 42. gr. reglugerðarinnar falli niður og breyt- ist greinaröð skv. því. Samkomulag um túlkun: Starfskjaranefnd er sammála um svofellda túlkun á 25. gr. rgj. um réttindi og skyldur starfs- manna Reykjavíkurborgar eftir breytingu á þeirri grein skv. tillögu starfskjaranefndar hér að fram- an: 1. Réttar skv. grein þessari nýtur kona hvort sem hún er fastráðin eða lausráðin. 2. Til þess að öðlast rétt til barnsburðarleyfis þarf kona að hafa unnið hjá Reykjavíkur- borg í samfellt niu mánuði fyrir barnsburð.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.