Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 30
Hjúkrunarfræðingar MuniS að greiða félagsgjöldin. Munið að tilkynna breytt heimilisföng. Það vill því miður oft brenna við að það gleymist og blaðið því sent á rangan stað og kemst e. t. v. aldrei til skila. Munið að tilkynna breytingar á vinnustað. Breytt póstgírónúmer HFf, 21170-2 Vegna breyttra starfshátta hjá póstgíróstofunni varð HFl að breyta póstgírónúmeri sínu. Hjúkr- unarfræðingar eru beðnir að athuga að númerið er framvegis 21170-2. Endurskoðun gildandi löggjafar um hjúkrunarnám Nefnd sú, er menntamálaráðuneytið skipaði, hinn 15. febrúar 1974, til þess að endurskoða gildandi löggjöf um hjúkrunarnám í landinu, þ. e. lög nr. 35 frá 18. apríl 1962 um Hjúkrunarskóla íslands og lög nr. 81 frá 31. maí 1972 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að stofna og reka hjúkrunarskóla í tengslum við Borgarspítalann í Reykjavík, lauk störfum í júlí s.l. Nefndin sendi menntamálaráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um hjúkrunarskóla, ásamt skýringum við einstakar greinar, greinargerð og fylgiskjölum. Ekki er unnt að gera grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar á núverandi stigi. Námsstyrkur Frestur til að sækja um styrk ársins 1976 úr Minn- ingarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar, náms- og ferðasjóður HFÍ, rann út 1. ágúst s.l. Fjórar um- sóknir bárust. Á fundi sínum 3. ágúst s.l. ákvað stjórn sjóðsins að veita Maríu Finnsdóttur styrk- inn, en hún fer til náms í hjúkrunarfræðum — Nursing Education and Administration — við Edinborgarháskóla, er hefst 1. október 1976 og stendur í 12 mánuði. Upphæð styrksins nemur kr. 64.000,00. Hrafnista - Hafnarfirði Um þessar mundir er unnið við að steypa upp þriðju hæð hins nýja D.A.S. heimilis í Hafnar- firði, en hús þetta er fyrsti áfangi af þrem og verða þau öll fjórar hæðir samtengd. Á jarðhæð verður aðstaða fyrir starfsfólk, mat- argeymslur, eldhús, vinnusalur vistmanna, að- staða til endurhæfingar, læknastofa, skrifstofa læknis, hjúkrunarfræðings og sjúkraþjálfara. Ennfremur böð fyrir dagheimilisgesti og önnur þjónusta fyrir þá. Á fyrstu hæð verður íbúð forstöðumanns eða hjúkrunarfræðings, matsalur dagheimilis, skrif- stofur o. fl. þess háttar, en á meginhluta þessarar hæðar verður dagheimili fyrir aldraða, sem utan heimilis búa. Er þetta nýlunda hér á landi en vel- þekkt hjá nágrannaþjóðum okkar. Á heimili þetta getur aldrað fólk komið sjálft, eða verið sótt að morgni dags og dvalist daglangt fimm daga vik- unnar. Það mun fá alla þjónustu á staðnum og njóta hinnar fjölbreytilegustu aðstöðu til tóm- stundaiðkunar. Vistmenn heimilisins munu að sjálfsögðu eiga aðgang þar að. Á II., III. og IV. hæð eru svo eins og tveggja manna íbúðir með öllum þægindum, sér baði, W.C. og eldhúsi. Svalir eru með hverri íbúð. Á hverri hæð eru 29 vistmenn eða 87 samtals. Sam- eiginlegar setustofur eru á hæðunum. Yfirvinnubann á Borgarspítalanum Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Borgar- spítalans gripu til yfirvinnubanns frá 28. júlí s.l. til þess að mótmæla hinu mikla vinnuálagi sem ríkt hefur á deildinni í sumar. Ennfremur átti al- mennt yfirvinnubann á stofnuninni að koma til framkvæmda frá og með 10. ágúst s.l. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar sendi trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga á Borgar- spítalanum yfirlýsingu, þar sem því var heitið að allt yrði gert, sem unnt væri til að draga úr vinnu- álaginu á yfirstandandi orlofstímabili og jafn- framt var því lofað að framvegis yrðu gerðar ákveðnar ráðstafanir, og þá í náinni samvinnu við hjúkrunarfræðinga, til að koma í veg fyrir að ástand eins og hér um ræðir, skapist aftur. Hjúkrunarfræðingar afléttu því yfirvinnubann- inu. Við leituðum upplýsinga frá öðrum sjúkrahús- um í Reykjavík um vinnuálagið í sumar og kom- umst að því að þar hefur ríkt svipað ástand. I. Á. - A. M.A.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.