Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 35
Sýni og sýnataka Leiðbeiningar um hráka- sýni og sýni frá barka og lungnapípum. Mótefnamælingar vegna sýkinga í öndunarvegum. Hrákasýni HrÁKASÝNI eru einkum ætluð til greiningar á sýkingum í lungum. Er því mjög mikilvægt, að sjúklingur hósti upp sýni, en spýti ekki ein- göngu munnvatni eða slími frá koki eða nefkoki. Hvítleitt, froðukennt sýni er yfirleitt að mestu munnvatn. Líklegt er, að hrákasýni sé frá sýk- ingarstað í lungnapípum eða lungna- vef, ef það er graftrarkennt með græn- eða gulleitum flekkjum eða brúnleitt vegna blóðblöndunar. Til þess að ná góðu sýni getur verið nokkur hjálp að láta sjúkling liggja í hallandi stöðu (með höfuð og brjóstkassa lægra en neðri hluta lík- amans) og banka hann á bakið. Besl er að taka sýni, sem hóstað er upp að morgni. Sýnið skal setja í stútvítt, dauðhreinsað plast- eða glerílát, lok þarf að sjálfsögðu að vera tryggt. Eigi að gera almenna ræktun úr hráka, þarf helst að senda hann strax til rannsóknar, annars er hætta á. að viðkvæmar, pathogen bakteríur lúti í lægra haldi fyrir hratt vaxandi, mein- lausum tegundum. Sé hrákinn ein- göngu ætlaður til berklaræktunar, þolir hann nokkra geymslu eða send- ingartíma, þar eð berklasýklar eru lífsegir. Úrvinnsla úr hrákasýni til almennr- ar ræktunar er í stórum dráttum svip- uð og úr hálsstroki, en oft er erfið- ara að ná hreinræktun á sýklum úr hráka, vegna þess að sýklar úr munn- holi hafa blandast saman við. Þær bakteríur, sem fyrst og fremst er leitað að í hrákasýni við almenna ræktun, eru streptococcus pneu- moniae, streptococcus hemolyticus af A, hemophilus influenzae og stajihy- lococcus aureus, coagulase jákvæður. Þess skal getið, að fólk getur borið hvern þessara sýkla sem er í hálsi án þess að vera veikt af þeirra völdum. Tekið skal fram, að varasamt er að byggja meðferð á kroniskum bronkitis eingöngu á því sem vex úr hrákasýni, þar sem oftast er um bland- aðan gróður að ræða í lungnapípum þessara sjúklinga og því erfitt að dæma um, hvaða sýkill veldur mest- um skaða hverju sinni. Ennfremur skal bent á, að aðal- gróður úr hráka sjúklinga, sem hafa verið á breiðvirkum sýklalyfjum, s. s. tetracyklini eða ampicillini, er oft sveppir eða gramneikvæðar bakterí- ur, s. s. klebsiella tegundir eða pyo- cyaneus. Þó að gróður þessi sé yfir- gnæfandi í hrákasýni slíkra sjúk- linga, ber að varast að túlka hann sem endilega sjúkdómsvaldandi, heldur er þetta sá gróður, sem lifir breiðvirk sýklalyf af eftir að búið er að útrýma eðlilegum sýklagróðri. Sé grunur um sýkingu af völdum anaerob sýkla í lungum, s. s. acti- nomyces eða bacterioides, er tilgangs- lítið að senda hrákasýni til leitar að þeim, þar sem eðlilegur munngróður er morandi af anaerob sýklum, held- ur þarf að ná sýni frá barka eða lungnapípum. Geta þarf þess á rækt- unarbeiðni, að óskað sé eftir leit að þessum sýklum til þess að sýninu sé sáð í tilheyrandi æti. Þessir sýklar eru yfirleitt lengi að vaxa og er ekki að vænta svars fyrr en eftir a. m. k. 10 daga. Svipuðu máli gegnir um svepparæktun úr hráka, en candida albicans og gersveppategundir eru þó frekar fljótvaxnar. Sé hrákasýni sent til berklaleitar, er gert strok, litað með Ziehl Nielsen aðferð og smásjárskoðað og einnig er því sáð á Löwenstein Jensen æti til berklaræktunar, sem tekur 6-12 vik- ur. Næmispróf er sem stendur hægt að gera fyrir PAS, isoniazidi og streptomycini, en í ráði er að bæta bráðlega við næmisprófum fyrir et- hambutoli og rifampicini. Tilrauna- dýr lil berklagreiningar eru ekki lengur til á sýkladeild R. H. vegna skorts á húsrými. Mycoplasma-ræktanir eru ekki gerðar á sýkladeild R. H., en mót- efnamælingar gegn mycoplasma pneumoniae eru gerðar á veirurann- sóknadeild og kuldaagglutinations- próf á serumdeild við Eiríksgötu. Til þessara rannsókna þarf 2 blóðsýni, tekin með 2ja til 2ja vikna millibili til að sjá, hvort titer breytist. Senda skal 5-10 ml af sterilt teknu, storkn- uðu heilblóði, sem hægt er að nota til beggja þessara rannsókna. Eigi að Framh. ú bls. 126. TÍMARIT HJ ÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 113

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.