Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 36
Arsskýrsla Hjúkrunarfélags Islands 1975 Félagar í HFÍ 1. jan. 1975 ....... 1300 Nýir félagar á árinu 1975: Frá Hjúkrunarskóla Islands .. 72 Nýja hjúkrunarskólanum ...... 4 1 spönsk og 1 koreönsk....... 2 78 Á árinu létust 6 hjúkrunarfræðingar: Jóna Guðmundsdóttir 4. janúar. María Maack 9. mars. Helena Hallgrímsdóttir 9. maí. Margrét Einarsdóttir 31. maí. Guðríður Jónsdóttir 20. júlí. Oddný Guðmundsdótir 1 .desember. Á árinu gengu 5 hjúkrunarfræðingar úr félaginu vegna búsetu erlendis 5 Félagar í Hjúkrunarféiagi Islands voru |)ví 1. janúar 1976 ....... 1367 Aukafélagar: Nemar í Hjúkrunarskóla Islands .. 260 Ljósmæður í Nýja hjúkrunarskól- anum ............................. 22 Um áramót hófu 21 nemandi nám í Nýja hjúkrunarskólanum ........... 21 I námsbraut í hjúkrunarfræðum við Há- skóla íslands voru um 43 nemendur í 1., 2. og 3 -árs stigi um s.l. áramót. Heiðursfélagar eru 3 ísl. hjúkrunarfræð- ingar: Sigríður Eiríksdóttir, Anna O. John- sen og Bjarney Samúelsdóttir. - Erlendir heiðursfélagar er: Margarethe Kruse, Dan- mörku, Kyiikki Pohjala, Maj-Lis Juslin og Agnes Sinervo, Finnlandi og Berthe Helge- stad, Noregi. 1. janúar voru starfandi á öllu landinu 846 hjúkrunarfræðingar og ]iar af voru 532 í fullu starfi. Erlendis voru húsettir 102 hjúkrunarfræðingar og á vegum félagsins starfandi erlendis voru 23 um áramót. Á eftirlaun voru komnir 65, 22 hjúkrunar- fræðingar voru í geðhjúkrunarnámi í Nýja hjúkrunarskólanum og 9 í námi erlendis, þar af komu 3 heim um áramót. Þá eru ótaldir 303 hjúkrunarfræðingar, sem ekki eru skráðir um áramót, en margir þeirra taka aukavaktir, fara í afleysingar á sumr- in o. fl. Nokkrir hjúkrunarfræðingar sem náð hafa eftirlaunaaldri eru enn starfandi. Stjórn HFl var ]>annig skipuð árið 1975 (jrá aðaljundi): Ingibjörg Helgadóttir, formaður, Nanna Jónasdóttir, varaformaður, Sigurveig Sigurðardóttir, ritari, Rögnvaldur Stefánsson, Sigríður Einvarðsdóttir, Björg Ólafsdóttir. Varamenn í stjórn HFI: Kristbjörg Þórðardóttir, Unnur Rósa Viggósdóttir, Þuríður Backman, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Áslaug Björnsdóttir, María Gísladóttir, Helga Snæbjörnsdóttir. Rögnvaldur Stefánsson flutti til Dan- merkur í júní 1975 og Björg Olafsdóttir sat enga stjórnarfundi, þar sem hún vann á Akureyri og fór síðan til Noregs í septem- ber. Því tilnefndi stjórn félagsins IJelgu Kristínu Einarsdóttur og Pálínu Tómas- dóttur sem varamenn til fulltrúafundar 1976. Þá sitja að jafnaði stjórnarfundi: skrif- stofustjóri, ritstjóri, formaður trúnaðarráðs og formaður eða fulltrúi HNFÍ. Islenskir hjúkrunarfrœðingar, sem ráðnir voru til starja erlendis 1975: Danntörk ............... 10 Noregur ................. 9 Svíþjóð ................. 6 England ................. 1 Einn danskur hjúkrunarfræðingur réði sig til starfa á íslandi 1975. Nám og námsferðir Á árinu voru tveir hjúkrunarfræðingar við nám í deildarstjórn í Noregi og komu þeir heim til starfa um áramótin 1975/76. Tveir hjúkrunarfræðingar voru við nám í heilsuvernd í Noregi og einn í Svíþjóð. Einn hjúkrunarfræðingur fór til náms í Englandi, einn kont frá námi um áramótin. Tveir hjúkrunarfræðingar hófu nám í Dan- mörku haustið 1975 í kennslu- og spítala- stjórn. Á árinu 1974 afhenti Gísli Sigurbjörns- son forstjóri fyrir hönd Stofnendasjóðs Elliheimilisins Grund kr. 50.000 til styrktar hjúkrunarfræðingi, sem vildi kynna sér málefni aldraðra. Við þessa upphæð var bætt hagnaði af flóamarkaði og árshátíð HFÍ. Sesselja Gunnarsdóttir hjúkrunar- fræðingur hlaut styrkinn. Fór hún til Dan- merkur sumarið 1975 og kynnti sér málefni aldraðra, en Dansk Sygeplejarád skipu- lagði kynningarferð fyrir hana. Námsstyrkur SSN kom í hlut HFÍ árið 1975 og var han veittur Sigrúnu Gísladótt- ur, sem var við nám í heilsuvernd í Noregi. Styrk úr Minningarsjóði Hans A. Hjart- arsonar, náms- og ferðasjóði HFl hlaut María Sigurðardóttir, sem var við nám í deildarstjórn í Noregi. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna Stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna hélt 4 stjórnarfundi á árinu. Veitt voru íbúðalán til 68 sjóðsfélaga að upphæð kr. 51.948.000. Auk þess var á stjórnarfundi í sjóðnum 1. júlí samþykkt að kaupa skulda- bréf framkvæmdasjóðs og byggingasjóðs að upphæð kr. 4.000.000, og haldi sjóðfé- lagi Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna fullum réttindum til lána úr lánasjóði húsnæðis- málastjórnar. Á stjórnarfundi í sjóðnum 14. janúar var samþykkt hækkun frumlána í kr. 800.000 (var áður 600.000) og tók hækkunin gildi 1. jan. 1975. Á stjórnarfundi í sjóðnum 14. október var aftur samþykkt hækkun frum- lána til sjóðfélaga í kr. 1.000.000 og gilti hækkunin frá 1. september. Stjórn Lífeyrissjóðsins skipa: Jón Thors, deildarstjóri í Dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, formaður, Ingibjörg Helgadóttir, formaður HFÍ og Ólafur Ólafsson land- læknir. 114 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.