Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Qupperneq 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Qupperneq 37
Ýmis félagsmál Stjórnarfundir á árinu 1975 voru 17 og almennir félagsfundir 2, en í jjessari skýrslu eru ekki taldir fundir á vegum deilda inn- an félagsins, þar eð þeir koma fram í skýrslum deilda, sem birtar eru að lokinni Arsskýrslu félagsstjórnar. Uni starfsemi HFI á árinu 1975 er það aS segja að kjaramálin settu mestan svip á hana þótt e. t. v. hafi fulltrúafundur SSN, sem haldinn var hér í Reykjavík, veriS þaS sem vakti mesta athygli. Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum - SSN - Fulltrúafundur SSN 1975 var haldinn á Hótel Loftleiðum 9.-12. september og sátu hann 37 kjörnir fulltrúar, þar af 5 íslensk- ir, en alls tóku þátt í fundinum 78 manns, þar af 19 íslenskir. HiifuSviðfangsefni þessa fulltrúafundar var „Starfsskilyrði hjúkrunarfræðinga innan og utan stofn- ana“. Bergljót Líndal hjúkrunarforstjóri var fulltrúi HFÍ í samnorrænni undirbún- ingsnefnd fyrir fundinn og vann sú nefnd afburðagott undirbúningsstarf. Undirhúningsnefnd á vegurn HFÍ tók til starfa snemma árs og starfaði ötullega að undirhúningi hér á heimavígstöðvum undir stjórn Ingibjargar Árnadóttur ritstjóra og var það allra dómur að nefndin hefði unnið frábært starf. Stjórn SSN ákvað að niðurstöður fund- arins yrðu ekki fjölfaldaðar til dreifingar, en þó væri hverju aðildarfélaganna heimilt að nýta niðurstöðurnar að eigin vild. Skýrsla fundarins er á skrifstofu HFÍ og geta þeir, sem þess óska, hagnýtt sér efni hennar í samráði við stjórn HFÍ. Frá full- trúafundinum var skýrt í 4. tbl. Tímarits HFÍ 1975. Fulltrúar frá HFÍ sátu 3 stjórnarfundi SSN á s.l. ári, 2 í Stokkhólmi og 1 hér í Reykjavík. Rannsóknarráðstefna hjúkrunarfræðinga var haldin á vegurn SSN í Finnlandi í apríl 1975 og sótti hana cinn íslenskur hjúkrun- arfræðingur, Vilborg Ingólfsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræðinámsbraut Háskóla Is- lands. Frásögn Vilborgar af ráðstefnunni er hirt í Tímariti HFÍ, 1. thl. 1976. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræð- inga - ICN - Formaður HFÍ sat fulltrúafund ICN, sem haldinn var í Singapore 4.-8. ágúst 1975. Frá honum var skýrt í Tímariti HFÍ, 1. tbl. 1976. Önnur samskipti við erlend hjúkrunarfélög Finnska hjúkrunarfélagið bauð HFÍ að senda fulltrúa á alþjóðlegt hjúkrunarfræð- ingaþing með þátttakendum frá Norður- löndunum og Austur-Evrópulöndum. Var þingið haldið í Finnlandi 26.-30. maí 1975 og sótti það Nanna Jónasdóttir, varaform. f. h. HFl. Frásögn Nönnu af þinginu er að finna í 4. thl. Tímarits HFÍ 1975. Menntunarmál hjúkrunar- fræðinga Miklar umræður voru innan stjórnar fé- lagsins um menntunarmálin, enda mat stjórnarfulltrúa að skipulagsskortur sé í þessunt efnunt hér á landi, og mikil þörf á samræmingu og umbótum. Hér í Reykja- vík eru nú starfandi Hjúkrunarskóli ís- lands sem annast grunmenntun hjúkrunar- fræðinga, Nýi hjúkrunarskólinn sem einn- ig veitir grunnmenntun, en hefur þar að auki nýlega tekið upp framhaldsmenntun í nokkrum sérgreinum hjúkrunar, en mögu- leiki á sh'ku hefur verið mjög takmarkaður hér á landi. Þá er hjúkrunarfræðináms- braut í Háskóla íslands. Þar er um grunn- menntun að ræða, og á undanförnum mán- uðum hefur sú hugmynd mikið verið rædd að koma á fót hjúkrunarnámi á fjölbrautar- skólastigi, sbr. „Fréttabréf menntamála- ráðuneytisins 20. 2. ’76“. Mikill skortur er á hjúkrunarkennurum og því vandséð hvernig þeir eigi að geta annað öllu þessu. Stjórn félagsins hefur lýst þeirri skoðun sinni að hún telji brýna nauðsyn bera til að unnið verði að samræmingu á námi HSÍ og hjúkrunarnámi Háskóla íslands, þannig að einungis verði ein grunnmenntun í hjúkrun hér á landi. Þá sé þörf á frant- haldsmenntun í hinum ýmsu sérgreinum hjúkrunar og síðast en ekki síst þörf á því að hjúkrunarfræðingum verði gefinn kost- ur á háskólamenntun í kennslu, stjórnun og rannsóknum á sviði hjúkrunar. Stjórn félagsins telur að heppilegasta og raunhæf- asta leiðin sé sú að ætla HSÍ að sinna grunnmenntun, NHS framhaldsmenntun og HI kennaramenntun, stjórnun og rannsókn- um, að inntökuskilyrði í HSÍ verði þyngd frá því sem þau eru nú, en slíkt verði að gera í áföngum,'og að umbætur verði gerð- ar á hjúkrunarmenntuninni. Þar eð telja má útilokað að Háskóli íslands geti annað allri hjúkrunarmenntun frá og nteð 1980, eins og nefnt hefur verið sem tímamark, og jafnvel þótt það væri sett síðar, þá blas- ir það við að hér á landi munu um langa tíð verða 2 hópar hjúkrunarfræðinga, nteð mimunandi menntun og mun slíkt óhjá- kvæmilega leiða til ákveðinnar verkaskipt- ingar þessara hópa. Slík þróun er ekki bara óþörf - hún er óæskileg. Sjónarmið stjórnar félagsins á þessu máli hafa verið lögð fram í nefnd þeirri er vinn- ur að endurskoðun á gildandi löggjöf um hjúkrunarnám á íslandi, en áður höfðu þau verið kynnt á félagsfundi í Reykjavík í jan- úar 1976. Fulltrúum deilda í HFÍ hafa enn- fremur verið send þessi sjónarmið og þeir beðnir að gera grein fyrir áliti sínu á mál- inu á fulltrúafundi HFÍ 2. apríl 1976. Ný starfsheiti - ,,hjúkrunarfræðingur“ 1 maí 1975 tóku gildi lög frá Alþingi um breytingu á hjúkrunarlögunum, sem fól í sér nýtt starfsheiti fyrir hjúkrunarkonur TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 115

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.