Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 49

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 49
Fréttir og tílkynningar Lög Noðuilandsdeildar HFÍ 1. gr. Heiti svæðisdeildarinnar er Norðurlands- deild HFÍ. 2. gr. Heimili og varnarþing er á Sauðárkróki. 3. gr. Starfssvæði deildarinnar eru kaupstað- irnir Siglufjörður, Sauðárkrókur og Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslur. 4. gr. Félagar í deildinni eru allir meðlimir HFI, sem búsettir eru í umdæmi deildar- innar. 5. gr. Markmið deildarinnar er að auka félags- legan áhuga og kynni hjúkrunarfræðinga, fá þá til að vinna sameiginlega að áhuga- málum og stuðla að bættum heilbrigðis- háttum. 6. gr. Stjórn deildarinnar skipa 3 félagsmenn: formaður, ritari og gjaldkeri. Ennfremur skal kjósa 2 varamenn og 2 endurskoðend- ur. Flytjist stjórnarfulltrúi burt af félags- svæði deildarinnar, skal í hans stað kosið af sameiginlegri stjórn og varastjórn. Stjórn skal kosin til tveggja ára í senn. 7. gr. 1. Aðaifundur skal haldinn á tímabilinu júní-jan. ár hvert. 2. Til hans skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara, þá með skriflegu fundar- boði til ailra félaga deildarinnar. 3. Aðalfundur er löglegur, ef löglega er til lians boðað. 8. gr. Reikningsár deildarinnar er almanaksár, stjórnarár er á milli aðalfunda. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. (Kosning stjórnar). 3. Ákvörðun félagsgjalds. 4. Reikningsskii. 5. Onnur mál. 9. gr. Stjórn er heimilt að boða til fundar þeg- ar ástæða þykir tik Henni er skylt að stofna til deildarfundar ef 5 eða fleiri æskja þess skriflega. Stjórninni er heimilt að fá utanfélagsmenn til að annast fundar- efnið. 10. gr. a) Lögum þessum má aðeins breyta á að- alfundi. Að öðru leyti gilda ]ög HFÍ eftir því sem við á. b) Fundir skulu haldnir víðs vegar á svæði deildarinnar, ef við verður komið. c) Afgreiðslu mála ræður einfaldur meiri- hluti. Félagsfundur Launamálanefnd Hjúkrunarfélags íslands boðaði til félagsfundar í Domus Medica, þriðjudaginn 1. júní s.l. kl. 20.30. Fundarefni: kjarasamningar. Ingibjörg Helgadóttir formaður HFÍ setti fundinn og bauð félaga velkomna. Sigurveig Sigurðardóttir las fundargerð- ir tveggja síðustu funda og voru þær sam- þykktar. Valgerður Jónsdóttir, formaður Iauna- málanefndar, gerði grein fyrir tilboði frá ríkisvaldinu varðandi sérkjarasantninga, þar sem boðin var 1,8% launahækkun stéttinni tii lianda. Mundi þetta hafa haft það í för með sér að annar hver hjúkrun- arfræðingur hækkaði um einn launaflokk. Valgerður kvað launamálanefnd þegar hafa hafnað tilboði þessu og því fyrirsjáanlegt að málið færi fyrir kjaranefnd. Á fudinum var einnig fjallað um ráðn- ingasamninga, þar sem æfiráðning er felld niður, laun hjúkrunarnema á síðasta ári og ráðningar læknanema í stöður hjúkrunar- fræðinga. I lok fundar risu allir fundarmenn úr sætum til að láta í ljós óánægju sína með tilboð ríkisvaldsins í sérkjarasamningun- um. — Fundinn sóttu 80-90 manns. Leiðrétting varðandi Lífeyr- issjóð hjúkrunarkvenna I Tímariti Hjúkrunarfélags Islands (2. tbl. 1976) kom fram á bls. 83 að ákveðið hefði verið að hækka fruntlán úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna úr 1.000.000,00 - einni miljón - í 2.000.000,00 - tvær miljónir. Þetta er því miður ekki rétt. — Þarna læddi prentvillupúkinn sér inn. Hið rétta er, að frumlán hækka unt tvö hundruð þús- und. Ur einni miljón í eina miljón og tvö hundruð þúsund. Hjúkrunarfræðingar eru vinsamlega beðnir að leiðrétta þetta, hver í sínu blaði. Með kveðju. Ritsljórn. Stjórn Sjúkraliðaskóla íslands Formaður skólanejndar: Sigríður Þorvaldsdóttir heilsuverndar- hjúkrunarfræðingur. Skipuð af ráðh. Aðrir nejndarmenn: Ragnar Júlíusson skólastjóri. Skipaður af ráðherra. Ingibjörg Agnarsdóttir sjúkraliði. Tilnefnd af Sjúkraliðafélagi Islands. Unnur Rós Viggósdóttir hjúkrunarfr. Tilnefnd af Hjúkrunarfélagi Islands. Kristbjörg Þórðardóttir heilsuverndar- hjúkrunarfræðingur hefur verið sett skóla- stjóri frá og með 15. júlí 1976 að telja. Árshátíð HFÍ 1976 verður í Víkingasal Hótel Loftleiða föstu- daginn 12. nóv. n.k. Nánar auglýst á stofnunum og í dag- b'.öðum. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 127

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.