Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 4
Jóna Siggeirsdóttir, Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarfræðingar Starfsánægja þriggja starfsstétta á geðdeild Landspítalans Talið er að starfsánœgja starfsfólks við hjúkrun hafi mikil áfrifá afköst þeirra og gœði hjúkrunar. þannig sýna rannsóknir að starfs- ánœgja hjúkrunarfrœðinga hefur áhrif á það hversu ánœgðir sjúklingar eru með umönnun þá sem þeir fá (Weissman og Nathanson 1985). Niðurstöður rann- sókna á starfsánœgju og óánœgju og meðal hjúkrun- arfrœðinga sem starfa á sjúkrahúsum sýna að starfs- ánœgja tengist ýmsum þáttum, meðal annars örum mannaskiptum og fjarvistum frástarfi (Brooke 1986, Birna Flygenring 1989, Weissman og Nathanson 1985, Price & Mueller 1981, 1986; Weiss- man, Alexander, & Chase 1981), en bœði fjarvistir frá starfi og ör mannaskipti leiða til aukins kostnaðar og óstöð- ugleika á sjúkrastofnunum. Það skiptir því miklu máli fyrir stjórnendur sjúkrastofnana að gera sér grein fyrir því hvernig starfs- ánægju er háttað á þeirra deild og stofnun og hvaða þættir það eru sem einkum hafa áfrif á starfsánægju. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar meðal aðstoðarfólks við umönnun þótt mannaskipti og óstöðugleiki í starfi séu mun meiri en hjá hjúkrun- arfræðingum (Lakin, Bruininks, Hill, & Haubner 1982). Jóna Þórunn Hér á eftir verður fjallað um ýmsa þætti er varða ánægju hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða og starfsmanna á geðdeild Landspítalans í starfi. Byggt er á niðurstöðum úr þremur könnunum sem gerðar hafa verið meðal starfsfólks á geðdeild Land- spítalans. Kannanirnar voru gerðar til þess að fá almennar upplýsingar um umönnun sjúklinga, vinnufyrir- komulag og viðhorf starfsfólks til ýmissa þátta starfsins. Ætlunin var að nota niðurstöðurnar til þess að bæta umönnun og starfsskilyrði á stofnuninni. Rannsóknaraðferðir Úrtak Eins og fram kemur hér að ofan er úrtakið byggt á þremur könnunum meðal starfsfólks sem starfaði við hjúkrun á geðdeild Landspítalans. Fyrsta könnunin fór fram meðal hjúkrunarfræðinga í nóvember 1987, önnur könnunin fór fram meðal sjúkraliða í maí 1988 og þriðja könnunin, sem tók til starfsmanna er starfa við umönnun sjúklinga, fór fram í október 1989. Allar þessar kannanir eru spurningalistakannan- ir. Til þess að fá sem besta þátttöku var auglýstur ákveðinn tími og staður þar sem gert var ráð fyrir að þátttakendur gætu komið og svarað spurningalistanum. Þegar spurn- ingalistinn var lagður fyrir hjúkrun- arfræðingana var 91 hjúkrunar- fræðingur í starfi, 68 svöruðu list- anum eða 75,8%. Sjúkraliðar voru 38 í starfi og svöruðu 32 eða 82,0%. Starfsmenn við hjúkrun voru 158, 141 svöruðu spurningalistanum eða 89,2% starfsmanna. Eins og sjá má af þessum tölum var þátttaka í öllum könnununum mjög góð. Mœlitœki Spurningalistarnir, sem notaðir voru, voru gerðir af höfundum. Starfsánægja var mæld með tveimur spurningum. Spurt var: Hvernig fellur þér starfið? Einnig var spurt hversu oft viðkomandi væri óánægður með starfið. Fylgnin milli þessara tveggja spurninga var reiknuð samkvæmt formúlu Spear- mans og reyndist vera 0,35. í spurningalistanum voru nefnd 16 atriði, sem oft eru talin hafa áhrif á starfsánægju. Atriðin voru: Tækifæri til persónulegra samskipta við sjúkl- inga/skjólstæðinga, sjálfræði og ábyrgð, möguleiki á að láta gott af sér leiða, þakklæti og ánægja sjúkl- inganna, tækifæri til að nota fjöl- þætta þekkingu, tækifæri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, útrás fyrir faglegan metnað, virðing samstarfs- fólks, möguleikar á að viðhalda fag- legri þekkingu sinni, laun, vaktafyr- irkomulag (vinnutími), atvinnu- öryggi, hversu vel deildin er mönnuð, samstarf við annað starfs- fólk og fjölbreytileiki í starfi. í fyrsta lagi voru þátttakendur í könnuninni beðnir um að segja til um hversu mikilvæg atriðin væru 4 HJÚKRUN V91 - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.