Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Side 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Side 7
» FAGMÁL « ^ viðhald faglegrar þekkingar | mögul. að láta gott af sér leiða □ samstarf við annað starfsfólk Þakklæti og ánægja sjúklinga mikilvægast næst mikilvægast þriðja mikilvægast Mynd 5. Mikilvœg atriði varðandi ánœgju í starfi sjúkraliða. liða fylgja svipuðu mynstri. Þannig verður niðurstaðan lík hvað varðar eftirfarandi atriði: Tækifæri til að nota fjölþætta þekkingu, viðhalda faglegri þekkingu, laun, vaktafyrir- komulag og fjölbreytileika í starfi. Einnig má sjá á mynd 3 að hjúkrun- arfræðingum finnst heldur mikilvæg- ara að fá útrás fyrir faglegan metnað og hafa tækifæri til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir en sjúkraliðum og starfsmönnum. Sjúkraliðunum finnst ntikilvægara en hjúkrunar- fræðingum og starfsmönnum, mögu- leikinn á að láta gott af sér leiða og þakklæti og ánægja sjúklinganna. Á myndum 4-6 getur að líta niður- stöður þær sem fengust er hóparnir voru beðnir um að raða atriðum varðandi starfsánægju í forgangsröð. Mynd 4 sýnir hvernig hjúkrunar- fræðingar forgangsraða atriðunum. Flestir eða 25,8% hjúkrunarfræð- inga setja tækifæri til persónulegra samskipta við sjúklinga/skjólstæð- inga í fyrsta sæti, það sama atriði setja 6,1% í annað sæti og 7,6% í þriðja sæti, samtals 39,5% hjúkrun- arfræðinga setja þetta atriði í fyrstu þrjú sætin. Laun skipta hjúkrunar- fræðinga miklu máli 43,9% þeirra setja laun í 1.-3. sæti, 21,2% setja laun í fyrsta sæti 13,6% setja laun í annað sæti og9,l% í þriðja sætið. Pá setja 13,6% hjúkrunarfræðinga sjálf- ræði og ábyrgð í fyrsta sæti 13,6% í annað sæti og 9,1% í þriðja sæti. Möguleikann á að viðhalda faglegri þekkingu sinni setja 9,1% hjúkrun- arfræðinga í fyrsta sæti, 14,2% setja það í annað sæti og 10,6% í þriðja sæti. Pað sést skýrt á mynd 5 hvernig sjúkraliðar forgangsraða atriðum varðandi ánægju í starfi. Tæplega helmingur eða 48,1% setja mögu- leikann að láta gott af sér leiða í fyrsta sæti, 7,4% í annað sæti og jafn margir í þriðja sæti. Þetta atriði er ekki í 1.-5. sæti hjá hjúkrunarfræð- ingunum. Þá setja 7,4% sjúkraliða samstarf við annað starfsfólk í fyrsta sæti, 18,5% setja það í annað sæti og 11,1% í þriðja sæti. Möguleikann á að halda við faglegri þekkingu sinni setja 7,4% sjúkraliða í fyrsta sæti, 22,2% setja það í annað sæti og 3,7% í þriðja sæti. Þakklæti og ánægja sjúklinganna segja 3,7% að sé mikilvægast, 14,8% næst mikil- vægast og 3,7% þriðja mikilvægast. Flestir starfsmanna setja tækifæri til persónulegra samskipta við sjúkl- inga í fyrsta sæti eða 23,8%, 13,1% setja þetta sama atriði í annað sæti og 7,4% í þriðja sæti. Möguleikann að láta gott af sér leiða setja 23% í fyrsta sæti, 14,8% í annað sæti og 13,9% í þriðja sæti. Þá setja tæp 10% starfsmanna samstarf við annað starfsfólk í fyrsta sætið og 13,1% starfsmanna setja þetta sama atriði í annað sæti og 16,4% í þriðja sæti. Þakklæti og ánægju sjúklinga settu 6,6% starfsmanna í fyrsta sæti, 9,1% í annað sæti og 9,9% í þriðja sæti. Lokaorð Niðurstöður þessara rannsókna sýna að hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og starfsmönnum á geð- deild Landspítalans fellur starfið vel og að lítillar óánægju gætir í starfi þessara hópa. Niðurstöðurnar sýna einnig að gæta ber fyllstu varúðar við túlkun þessara niðurstaðna á afger- andi hátt, sem einhverjum endan- legum dómi um starfsánægju um- ræddra starfshópa. Þetta má meðal annars sjá af því að niðurstöður eru örlítið breytilegar eftir því hvernig spurt er og fylgnin milli spurning- anna sem notaðar eru til þess að mæla starfsánægju er ekki mjög mikil. Starfsánægja virðist því vera margþætt fyrirbæri og er brýnt að átta sig betur á hinum ýmsu þáttum þess ef skilja á þetta fyrirbæri til ein- hverrar hlítar. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna einnig að ekki er mikill munur á 50- 45- 40- 35- 30- 25- m tækifæri t. persónul. samskipta | mögul. að láta gott af sér leiða □ samstarf við annað starfsfólk þakklæti og ánægja sjúklinga mikilvægast næst mikilvægast þriðja mikilvægast Mynd 6. Mikilvœg atridi varðandi ánœgju í starfi starfsmanna HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur 7

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.