Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 17
Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur
Frammistöðumat á almennu
hjúkrunarsviði Landspítala
/
grein þessari er skýrt frá
frammistöðumati á al-
mennu hjúkrunarsviði á
Landspítala. Undirbúningur
hefur staðið yfirsíðan í árslok
1989. Fyrstu frammistöðu-
viðtölin hófust í apríl 1991 og
allir starfsmenn almenns
hjúkrunarsviðs eiga að hafa
farið í eitt frammistöðuviðtal
fyrir mars 1992.
Forsaga
Hjúkrunarstjórn Landspítala
hefur um árabil sýnt áhuga á að þróa
og taka upp frammistöðumat á
almennu hjúkrunarsviði. Hjúkrun-
arstjórn álítur að með frammistöðu-
mati sé hægt að ná fram ýmsum
þáttum um starfsmannamál úr
Markmiðum og tilgangi hjúkrunar-
stjórnar Landspítala með markviss-
ari hætti en áður. Ýmsar hugmyndir
voru skoðaðar, gerð var tilraun með
jafningjamat á einni deild og einnig
var frammistöðumat reynt í formi
starfsmannasamtala á nokkrum
deildum.
Hugmyndir um frammistöðumat
fengu byr undir báða vængi þegar
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri kynnti meistaraprófs-
ritgerð sína, sem hún samdi um
frammistöðumat við félagsvísind-
adeild Edinborgarháskóla árið 1988.
Á árinu 1989 ákvað hjúkrunarfor-
stjóri að veita þessu máli forgang um
tveggja ára skeið, enda fékkst leyfi
til að ráða starfsmann til að sjá um
framkvæmdina. Hjúkrunarforstjóri
skipaði 5 starfsmenn af hjúkrunar-
sviði Landspítala í nefnd til að ýta
þessu verki úr höfn. Formaður nefnd-
arinnar er Anna Stefánsdóttir. Aðrir
í nefndirtni eru Ásta B. Þorsteins-
dóttir, Elín G.J. Hafsteinsdóttir,
Ragnheiður Sigurðardóttir og
Nanna Friðriksdóttir sem tók sæti
Sólfríðar Guðmundsdóttur sem fór
utan til framhaldsnáms í júlí 1990.
Nefndin hóf störf í árslok 1989.
Lilja Jónasdóttir var ráðin starfs-
maður við þetta verkefni í mars
1990.
Undirbúningur
Undirbúningsvinna stóð í rúmt ár.
Nefndarmenn og starfsmaður
kynntu sér efni um frammistöðumat
og ræddu um tilgang, markmið og
leiðir. Við undirbúning frammi-
stöðumats á Landspítala var að hluta
til stuðst við vinnu og hugmyndir
sem fram koma í ritgerð Önnu. Þeir
kynntu sér aðferðir sem helst eru
notaðar við frammistöðumat hjá
fyrirtækjum og sjúkrastofnunum
innanlands og utan. Meðal annars
voru heimsótt þau fyrirtæki í
Reykjavík sem nota frammistöðu-
mat eða eru að taka það upp, einnig
var skoðað frammistöðumat hjá
sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og
Skotlandi.
Mjög mismunandi aðferðir eru
notaðar við að meta frammistöðu
starfsmanna á hinum ýmsu stofn-
unum og fyrirtækjum. Aðferðin sem
var valin við frammistöðumat á
almennu hjúkrunarsviði, Landspí-
tala, er sjálfsmat með markmiða-
setningum. Nefnd um frammistöðu-
mat þróaði aðferðina til að mæta
þörfum þessarar stofnunar og var
tekið tillit til eðlis starfseminnar,
markmiða hjúkrunarsviðs og sam-
setningar starfshópa. Við vitum ekki
HJÚKRUN V«\ - 67. árgangur 17