Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 19
» FAGMÁL «
Til að geta metið hvort framfarir
hafi orðið þurfa markmiðin að vera
skrifleg, með lýsingu á mælanlegum
árangri og tímamörkum.
Áhersla er lögð á eftirfarandi:
FRAMMISTÖÐUMAT
Hjúkrunarfræðingar - Ljósmæður
- Óskað er eftir að markmið sé í
tengslum við styrkleika, veikleika
eða áhugasvið starfsmanns.
- Að starfsmenn setji sér raunhæf
markmið, að markmiðin séu nógu
erfið til að einhvers virði sé að ná
þeim, en þó innan raunhæfra
marka.
- Að markmið séu innan starfsviðs
starfsmanns og í tengslum við starf
hans.
- Að markmiðin stefni í svipaða átt
og markmið Landspítala og
markmið deildar.
Til að frammistöðumat nái til-
gangi sínum þurfa starfsmenn að
taka virkan þátt með því að vinna að
markmiðum sínum.
3. Viðtal starfsmanns og
yfirmanns
Formlegt viðtal á að fara fram einu
sinni á ári og tekur yfirleitt um það
bil eina klukkustund. Mikil áhersla
er lögð á að viðtalið fari fram í góðu
næði. Best er ef hægt er að nota
hlutlaust húsnæði, ekki skrifstofu
yfirmannsins. Allar upplýsingar sem
fram koma á eyðublöðum vegna
frammistöðumats og í viðtali í
tengslum við það verður farið með
sem trúnaðarmál.
/ viðtalinu á að:
- Fara yfir markmið síðastliðins árs
og meta hvort þau náðust.
- Fara yfir eyðublaðið, sem hefur
verið útfyllt af starfsmanni.
- Ræða frammistöðu starfsmanns
og veita starfsmanni markvissa og
uppbyggilega endurgjöf.
- Ræða markmið starfsmanns og
leiðir til að ná þeim, samþykkja
eða semja ný og skrá á markmiða-
blaðið.
- Fyliaútmarkmiðablaðiðogundir-
rita af báðum, starfsmanni og yfir-
manni.
Árangur-Staðan íjúní 1991
Frammistöðuviðtöl eru hafin á um
það bil 30 deildum og langflestir
UMÖNNUN SJÚKLINGA
- móttaka
- mat á líkamlegu / andlegu ástandi / félagslegum aðstæðum
- sjúklingafræðsla
- aðhlynning líkamlegra / andlegra / félagslegra þarfa
- útskrift
Styrkleiki:
Veikleiki:
Markmið:
Hvað ætlar þú að gera til að ná markmiðinu?
Á hvaða tímabili ætlar þú að vinna aö þessu markmiöi? (dags.)
2
Síða úr eyðublaði hjúkrunarfrœðinga og Ijósmœðra.
HJÚKRUN Vn - 67. árgangur 19