Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 21
Jóna V. Höskuldsdóttir og Stefanía Sigurjónsdóttir
Atferlisaðlögun - meðferð við offitu
Viðtal við Hjördís Björvell hjúkrunarfræðing
Hjördís er sœnskur hjúkr-
unarfrœðingur sem var
hér á ferð í apríl sl. á vegum
endurmenntunardeildar Há-
skóla Islands. Hún er dr. med
sc. og hefur starfað við með-
ferð offitu í u.þ.b. 15 ár með
því að nota atferliskenningu.
Hún og samstarfsfólk hennar
leggja áherslu á atferlisbreyt-
ingar og hafa náð mjög góð-
um árangri. Hún tók doktors-
gráðu við lœknadeildina í
háskólanum í Stokkhólmi
árið 1985. Árið 1989 varð
hún aðstoðarprófessor í
hjúkrunarfrœði og hefur lagt
stund á atferliskenningar.
Eins og áður segir hefur hún unnið
með fólk sem á við mikla offitu að
stríða, sumt vegur um 200 kg. Hún
segir að nota megi sömu aðferðir til
að hjálpa þeim sem ekki eru svo
þungir. Hjördís hjálpar þessum ein-
staklingum að átta sig á matar-
venjum og hvernig breyta má
venjum og léttast. Hún segir að þessi
meðferð hafi reynst vel. Meðferðar-
aðilar hafi getað fylgst með þátttak-
endum samfellt í 10 ár. Þyngdartapið
á þesu tímabili var mjög mikið borið
saman við svipaðar meðferðir. Hún
segir að enn sé mikið verk óunnið við
að þróa meðferðina enn betur.
Hjördís stundar rannsóknir á of-
fitu og hefur nú mikinn áhuga á að
komast að raun um ástæðu þess að
fólk sem hefur náð góðum árangri,
t.d. lést um 15 kg og líður vel, fitnar
aftur. Hún segir að lítið sé vitað um
þetta, það sé algengt að bakslag
Hjördis Björvell
komi hjá þátttakendum í meðferð,
ekki einungis hvað varðar offitu,
heldur hvenær sem þörf er á þolgæði
og virkri þátttöku einstaklinga.
„Ef um sjúkdóm er að ræða þá er
mín skoðun sú að alltaf sé eitthvað
eftir af heilsu. Ef við getum lært
meira um það að hjálpa sjúklingum
að gera sér grein fyrir hvað þeir geta
gert sjálfir í eigin málum, þá er vel.“
Atferlisaðlögðun, behavioral modif-
ication, er mjög góð leið til að hjálpa
einstaklingum að átta sig á hvað þeir
geta gert sjálfir og einnig að hjálpa
þeim að fylgja fyrirskipaðri, mikil-
vægri læknismeðferð að skilja hvers
vegna þeir eru meðhöndlaðir, hvað
meðferðin merkir og fái upplýsingar
um okkur sem greinum hver vanda-
málin eru.
Hverjar eru ástœður ofáts?
- Þær eru ekki þekktar en fræði-
menn hafa velt fyrir sér erfðum og
áhrifum umhverfis, þ.e.a.s annars
vegar að tilhneiging til offitu sé með-
fædd og hins vegar sé um lærðar mat-
arvenjur að ræða. Það er lítið vitað
um lífeðlisfræðilega stjórnun þess að
vera svangur eða saddur. Hormónið
cholecystokinin sem myndast í
þörmum er talið hafa áhrif en það er
enn á rannsóknarstigi.
Hvers vegna er svo erfitt fyrir ein-
staklinga að fylgja meðferð?
- Því er mjög erfitt að svara. Sér-
hver einstaklingur er margslunginn í
allri gerð sinni. E.t.v. hefur skort á
„réttan“ stuðning frá hendi lækna og
hjúkrunarfræðinga.
Við getum sett upp markmið með
einstaklingnum svo hann geti stefnt
að einhverju ákveðnu marki og
síðan er árangurinn metinn í samein-
ingu. Hjúkrunarfræðingurinn hefur
hér mikilvægu hlutverki að gegna,
þetta er nýtt svið þar sem hjúkrun-
arfræðingurinn getur sýnt fram á
mikilvægi starfs síns. Við þurfum að
gera okkur grein fyrir mismunandi
sviðum þar sem máttur hjúkrunar
kemur fram. Við þurfum að hugleiða
hvernig við getum lýst því sem
hjúkrun. Það skiptir miklu máli fyrir
hjúkrun.
Hvernig stendur á því að þú kemur
til íslands til að tala um offitu?
- Jóna Valgerður Höskuldsdóttir
heimsótti mig í Stokkhólmi. Dóttir
hennar hafði rekist á eina bóka
minna, sem heitir Din Vikt - Ditt val
(Your way is your choice). Jóna
hafði áhuga á að ég kæmi til íslands
og segði frá hvað ég væri að gera.
HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur 21