Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 27
» FAGMÁL «
léttist geti þeir vonandi leyst önnur
vandamál. Það er mikilvægt að það
sé ljóst því ég er t.d. ekki fær um að
leysa úr kynlífsvanda. Það er að
sjálfsögðu hægt að nota atferlismeð-
ferð við því en ég hef ekki þá færni
eða þjálfun. Það skiptir miklu máli
að heiðarleiki ríki og að ljóst sé að
þetta sé það svið sem við getum veitt
þeim aðstoð á. Að sjálfsögðu eru
mörg vandamál tengd ofáti, þá þarf
ég að vísa einstaklingunum til t.d.
sálfræðinga, félagsráðgjafa eða
lækna.
Kenningin sem þú byggir á er ein-
göngu atferlismeðferð, hugþjálfun er
hluti af henni og mikilvægasti hluti
hennar. Notar þú hjúkrunarkenn-
ingar í starfi þínu?
- Já, ég tel að ég tengi saman
atferlismeðíerð og aðlögunarkenn-
ingu sem Calista Roy hefur þróað,
einnig það sem Patricia Bernard
hefur sett frani. Þar sem ég er hjúkr-
unarfræðingur þá auðveldar það
starfið, það verður skipulagðara og
markvissara. Það er áhrifamikið
fyrir aðra að sjá að hjúkrunar-
fræðingar hafa notað svipaða áætl-
un.
|
Telur þú árangurinn vera góðan?
- Já, svo langt sem við vitum
hefur engin meðferðaráætlun skilað
jafngóðum árangri nriðað við niður-
stöður sem birst hafa í vísindaritum.
í einu vísindaritanna er sagt frá því
að við höfum náð bestunr árangri
eftir 4 ára meðferð. Niðurstöður
eftir 10 ára meðferð birtast bráðlega.
Við vitum að okkar árangur er
bestur. Árangur meðferðar er met-
inn með hliðsjón af þremur þáttum:
- Þyngdaraukning stöðvuð.
- Dregið úr sjúkdómseinkennum,
t.d. háþrýstingi, sykursýki.
- Óskaþyngd náð.
Allir sem fara í byrjunarmeðferð
léttast, en 80% þeirra þyngjast aftur,
sumri ná árangri aftur með viðhalds-
meðferð, aðrir þurfa að taka aftur
þátt íbyrjunarmeðferð. Niðurstöður
frá Karolinska sýna að þeir sem sýna
árangur eftir 6 mánuði skila bestu
niðurstöðunum eftir 4 og 10 ár. Ég
tel og það hef ég rætt við vísinda-
menn víðs vegar um heiminn að það
sé hjúkrunarþátturinn sem gefi góða
raun. Hjúkrunarfræðingar hafa til að
bera svo mikla þolinmæði. Sú gæti
verið ein ástæðan sem er mjög góður
kostur í þessari meðferð. Hjúkrun-
arfræðingurinn Swanson frá Seattle
hefur spurt skjólstæðinga hvað þeim
finnist mikilvægast í hjúkrun. Einn
af fimm þáttum sem nefndir voru var
að vera til staðar og gera einstaklingi
kleift að komast í gegnum meðferð,
hjálpa þeim að komast í gegnum
hana, ekki gera fyrir þá það sem þeir
eru færir um að gera sjálfir e.t.v.
með smávegis aðstoð. Einnig var
nefnt að efla von þeirra, því þeir
telja oft og tíðum að þeim takist
þetta ekki, þeir hafi svo oft reynt.
Hjúkrunarfræðingurinn sem hóp-
stjóri segir þeim frá og fær þá til að
trúa á sjálfa sig. Hann veitir þeim-
von, er von þeirra. Svo ég tel að það
sé sambland hjúkrunar og atferlis-
kenningar sem er ástæða þessa mikla
árangurs.
Hvaða aðalatriði á einstaklingur
að hafa í huga þegarhann villléttast?
- Það að borða reglulega morgun-
verð, hádegisverð ogkvöldverð. Það
er hið mikilvægasta. Velja fremur
fæðu með lágt fituhlutfall. Reyna að
breyta viðhorfi sínu til fæðu. Læra að
hitaeiningasnauð fæða getur verið
jafngóð og hitaeiningarík fæða.
Læra að hugsa örðuvísi svo að hægt
sé að breyta lífsstíl. Stunda hreyf-
ingu reglulega t.d. ganga daglega í
hálftíma. Það skiptir líka miklu hvað
er drukkið yfir daginn. Allir þessir
gosdrykkir og ávaxtasafar sem fólk
drekkur milli mála og á kvöldin. Það
sakar ekki að fá sér t.d. glas af léttu
víni með góðri máltíð, en allt er best
í hófi. Hægt er að venja sig á nánast
hvað sem er, t.d. að nota sykur í
kaffið, rjóma út á skyrið o.s.frv., en
erfiðara er að venja sig af því. Þetta
er spurning um hugþjálfun.
Hvað segir þú um þessa vinsœlu
megrunarkúra?
- Það er enginn megrunarkúr sem
virkar varðandi þyngdartap. Það
verður að leggja áherslu á atferlið.
Við getum borðað venjulegan mat
og ættum að gera það. Það er eina
leiðin til þess að léttast þegar til
lengri tíma er litið. En með því að
fara í megrunarkúr er að sjálfsögðu
hægt að léttast á tveimur vikum og
komast í nýju bikinisundfötin, t.d.
með því að fara í bananakúr, ananas-
kúr eða með því að drekka vatn. Það
er hægt að léttast um 3-5 kg en jafn-
framt þyngjast um þau aftur þegar
hætt er í kúrnum og farið yfir í venju-
legan mat.
Attu einhver ráð varðandi matar-
œði?
- Aðeinsþaðaðborðafjölbreytta
fæðu í hóflegu magni; morgunverð,
hádegisverð og kvöldverð reglulega,
á svipuðum tíma, á sama stað, læra
hvernig hægt er að breyta viðhorfum
til mataræðis og stunda reglulega
hreyfingu. Sé slíkum ráðleggingum
fylgt munu þeir Iéttast sem eru of
þungir.
Er offita sjúkdómur?
- Nei, offita er ekki sjúkdómur.
Það er hægt að ákveða að kalla offitu
sjúkdóm. Þetta er spurning um hug-
myndafræði. Sumir telja að ef of
þungir einstaklingar líti á offitu sem
sjúkdóm þá annist þeir sig betur,
verði áhugasamari að gera eitthvað í
málinu eða þeir telja þetta vera við-
fangsefni fyrir lækna. Ég lít ekki á
offitu sem sjúkdóm. Ég tel offitu
stafa af truflun á atferli og ég tel að
einstaklingur með þær upplýsingar
geti sjálfur gert eitthvað í eigin
málum. í Svíþjóð er aldrei talað um
offitu sem sjúkdóm, en aðrir sjúk-
dómar geta valdið offitu og offita
getur valdið eða stuðlað að öðrum
sjúkdómum.
HJÚKRUN - 67. árgangur 23